Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 Áskoranir og umbætur Hafdís Ólafsdóttir fjallaði um að þróun seinni ára hafi verið í þá áttina að meiri kröfur séu gerðar til lagasetningar. Samþykkt ríkis- stjórnarinnar frá mars 2017 kveði m.a. á um samráð og að fyrir fram sé hugað að áformum um lagasetningu og frummat á áhrifum. Samráðsgátt stjórnar- ráðsins hafi auk þess verið opnuð í febrúar 2018. Gagn- rýnt hafi verið að ekki nægilega mörg frumvörp séu lögð fram á tilsettum tíma miðað við þing- málaskrá og því hafi verið slegið fram að mistök við lagasetningu væru alltof algeng. Hvað varðar úrbætur telur Hafdís í fyrsta lagi mikilvægt að við gerð þingmálaskrár sé fjöldi mála miðaður við afkastagetu þingsins. Einnig sé mikilvægt að huga vel að því, þegar um umfangsmiklar breytingar er að ræða, hvort semja eigi ný heildarlög í stað viðamikilla breytingarlaga þar sem þau séu oft á tíðum snúin og þá sé meiri hætta á að mistök verði gerð. Jafnframt vísaði hún til þess að fjallað hafi verið um það í EFTA-dómstólnum að þær lagabreytingar sem snúa að inn leiðingu EES-gerða eigi að jafnaði aðeins að geyma þá EES-skuldbindingu sem stefnt sé að en ekki önnur efnislega óskyld atriði. Mikilvægt sé einnig að samræma reglu gerðar heimildir og uppfæra reglugerðir eins og lög og breyta framsetningu og einfalda gerð breytingar- og safnlaga, sem og breytingartillagna. Það að númera málsgreinar líkt og gert sé í Danmörku t.d. muni líka einfalda og vanda lagasetningu. Þingleg meðferð lagafrumvarpa Hildur Eva Sigurðardóttir lýsti þeirri vinnu sem snýr að þinginu við gerð lagafrumvarpa. Þingleg meðferð frum varpa sé veigamikill þáttur í löggjafarstarfi og þar fari fram mikil rýni og yfirferð. Það endurspeglist í því að hér á landi séu fleiri breytingartillögur samþykktar en í nágrannalöndunum. Benti hún á að ein ástæðan fyrir þessu gæti verið að samráð við samningu frumvarps hafi ekki verið nægjanlegt og þá þurfi samráðið að fara fram í þinginu. Með hliðsjón af þessu sagðist hún fagna samráðsgátt Stjórnarráðsins. Hún telur að huga þurfi að betri undirbúningi ef tryggja á gæði lagasetningar. Samráð þurfi jafnframt að fara af stað fyrr í ferlinu sem stuðli þannig að færri breytingartillögum. Hún tók einnig undir með Hafdísi að innleiðingar- frumvörp eigi að vera hrein en ekki með öðrum efnislega óskyldum breytingum. Hildur sagði óhjákvæmilegt að það kæmi endrum og eins upp mistök við lagasetningu. Við yrðum þó ætíð að reyna að gera betur. Innleiðing hugtaka úr EES tilskipunum Páll Hreinsson ræddi um að afmarkað vandamál sem snýr að innleiðingu hugtaka reglugerða og tilskipana EES sé sífellt að skjóta upp kollinum. Þegar ekki sé vísað sérstak lega til hugtaka landsréttar í EES-reglu, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt, hafi það jafnan verið gert á þeirri forsendu að túlka bæri hugtakið með sjálfstæðri og samræmdri skýringu að EES-rétti. Þegar EES-reglugerð væri innleidd í íslenskan rétt skv. a-lið 7. gr. EES-samningsins ætti þó að taka hana upp óbreytta á því formi sem sameiginlega EES-nefndin hafi gengið frá henni og þar með hugtök og skilgreiningar þeirra. Þegar EES-tilskipun sé hins vegar innleidd í íslenskan rétt skv. b-lið 7. gr. EES-samningsins hefði íslenska ríkið val um form og aðferð við framkvæmd innleiðingarinnar. Páll áréttaði að við innleiðingu EES-tilskipunar sé farsælast að taka þau hugtök sem þar séu notuð svo og skilgreiningar þeirra orðrétt, enda sé vandað vel til við þýðingu þeirra á íslensku. Þá þurfi að huga að því að íslensk heiti hugtaka séu gagnsæ og í samræmi við íslenska tungu. Framkvæmdin sé þó ekki alltaf þannig og annmarkar við innleiðingu tilskipana kæmu einkum fram með þrenns konar hætti. Það geti komið til þess að skilgreiningar hugtaka hafi ekki verið teknar upp í íslenskan rétt, tilteknum efnisþáttum skilgreininga sé sleppt þegar hugtök eru innleidd með sérstakri skilgreiningu eða að annað efnisatriði komi fram

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: