Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 16

Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 HLUTVERK ALÞINGIS VIÐ SKIPUN DÓMARA Í einni af málstofunum lagadags var fjallað um fyrirkomulag varðandi skipun dómara hér á landi og aðkomu framkvæmdarvaldsins og Alþingis að slíkri skipun. Framsögumenn voru prófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir og í panil sátu Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands og Reimar Pétursson þáverandi formaður Lögmannafélags Íslands. Málstofustjóri var Benedikt Bogason hæstaréttardómari. Hlutlæg sjónarmið Ragnhildur Helgadóttir tók fyrst til máls og fjallaði um þýðingu reglna um skipun dómara, alþjóðlegar reglur eða viðmið um skipun dómara og hvernig þær reglur eða viðmið horfa við því kerfi sem er við lýði hér á landi. Fjallaði hún í því sambandi m.a. um 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 1994 um sjálfstæði, skilvirkni og hlutverk dómenda. Vísaði hún til þeirrar reglu í tilmælunum að skipun dómara eigi að byggja á hlutlægum sjónarmiðum og verðleikum og að í þeim löndum þar sem gert væri ráð fyrir að dómarar væru skipaðir af ríkisstjórn eða einstökum ráðherrum bæri að tryggja að tilhögun skipunarferlisins væri gagnsæ og óháð í framkvæmd. Þá fjallaði Ragnhildur um fyrirmæli um skipun dómara í Sáttmála dómenda í Evrópu frá júlí 1998 þar sem mælt er fyrir um að sérstöku stjórnvaldi, sem sé óháð handhöfum framkvæmdar- og löggjafarvalds, skuli falið að taka ákvarðanir um skipun dómara. Að síðustu F.v. Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ragnhildur Helgadóttir, Reimar Pétursson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Sprog:
Årgange:
30
Eksemplarer:
116
Registrerede artikler:
699
Udgivet:
1995-nu
Tilgængelig indtil :
2024
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (2018)

Iliuutsit: