Lögmannablaðið - 2020, Síða 19

Lögmannablaðið - 2020, Síða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 19 VINNUREGLUR STJÓRNAR NÁMSSJÓÐS Samkvæmt 2. gr. skipulagsskrár námssjóðs Lögmannafélags Íslands er hlutverk sjóðsins meðal annars að sinna fræðslu- og endurmenntunarmálum lögmanna í því skyni að auka hagnýta og fræðilega þekkingu þeirra á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar. Auk þess er heimilt að veita fé úr sjóðnum til annarra verkefna sem stuðla að aukinni menntun lögmanna, ef sérstakar ástæður eru til að mati sjóðsstjórn ar. Stjórnin geti í því skyni styrkt lögfræðilegar rannsóknir og hefur eftirfarandi atriði í huga við veitingu styrkja: 1. Að um sé að ræða höfundaverk sem er verulegt að umfangi, með ótvírætt fræðilegt gildi og nýtist í daglegum störfum lögmanna. 2. Að höfundur/höfundar verði með námskeið á vegum LMFÍ í tengslum við höfundaverkið og veiti félaginu einkarétt á þeim í ákveðinn tíma. 3. Að umsækjendur sendi verk-, og kostnaðar áætlun með umsókn. 4. Eitt af þeim atriðum sem horft verður til er að verkefni séu komin af stað við veitingu styrks. 5. Ef verk hefur ekki komið út innan þriggja ára eftir ætluð verklok, og námskeið um efni þess hafa ekki verið haldin, þá getur sjóðurinn farið fram á endurgreiðslu styrksins. 6. Ekki er tekið við styrkbeiðnum vegna verkefna sem tengjast grunn- eða meistaranámi í lögfræði. 7. Höfundur og námssjóður gera skriflegan samning sín á milli. Stjórn námssjóðs samþykkti þessar reglur á fundi 19. maí sl. Undirritun samningsins fór fram í Lögmannafélaginu 1. september síðastliðinn. F.v. Berglind Svavarsdóttir formaður LMFÍ, Reimar Pétursson formaður stjórnar námssjóðs, Víðir Smári Petersen lögmaður og Karl Axelsson hæstaréttardómari en þeir tveir síðastnefndu eru höfundar bókarinnar Eignaréttur II ásamt Þorgeiri Örlygssyni hæstaréttardómara.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.