Lögmannablaðið - 2020, Page 24

Lögmannablaðið - 2020, Page 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 SÖGUR AF JÓNI E. RAGNARSSYNI Jón E. Ragnarsson kennir heimsmeistara mannganginn Einu sinni dvaldi Jón E. Ragnarsson á Spáni yfir jólin. Hann sat mikið í anddyrinu og tefldi við annan gest en þegar hann var farinn horfði annar gestur áhugasamur á skákborðið. Jón bauð honum að tefla við sig og þar sem honum fannst hann eitthvað hikandi þá sýndi hann honum mannganginn. Svo kynntu þeir sig og þegar hinn sagðist heita Hübner frá Þýskalandi þá gerði hann sér grein fyrir því að hann hafði verið að kenna einum kunnasta skákmanni heims mannganginn! Sigurður er ágætur maður Jón E. Ragnarsson fór alltaf fögrum orðum um kunningja sína og vini en Sigurður Georgsson var einmitt góður vinur hans. Einhvern tímann sagði Jón: -Sigurður er ágætur maður en hann getur ekki fengið sér pylsu án þess að stofna til ágreinings við pylsusalann! Fæðingartími gefinn upp Jón E. Ragnarsson var fæddur 24. desember 1936 eins og Jesúbarnið. Sumarið 1956 var hann staddur í Bandaríkjum og leitaði inngöngu í einhvern klúbb þar sem var 20 ára aldurstakmark. Jón var ekki búinn að ná þeim aldri og í nafnskírteininu stóð 24.12.1936. Hann framvísaði skírteininu og dyravörðurinn var harður á því að hann færi ekki inn. Jón fór afsíðis, tók upp penna og setti punkt á milli talanna 2 og 4. Svo fór hann aftur og passaði sig á því að lenda ekki á sama dyraverði. Síðasta vetur settust félagar í öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands niður í betri stofunni í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8, Reykjavík, og sögðu sögu af lögfræðingum.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.