Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 2
RITSTJÓRNARPISTILL Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor og ritstjóri Tölvumála Faðir minn, fæddur árið 1931, trúði á tæknina, að hún gæti verið til góðs fyrir mannkynið og hann fylgdist alla tíð með þróuninni eftir því sem hægt var á þeim tíma hér á landi. Ef nýtt tæki eða hugbúnaður kom á markað fyrir almenning var hann fljótlega búinn að eignast slíkt og farinn að skoða notkunarmöguleikana. Hann hafði þá sýn að tæknin gæti auðveldað okkur störfin og reyndi eftir bestu getu að læra á nýjungar og innleiða í sitt/ okkar líf. Myndavélar voru í uppáhaldi hjá honum og man ég hvað við systkinin skemmtum okkur mikið yfir upptökum af honum stinga sér til sunds sem við spiluðum alltaf afturábak. Ég man einnig þegar hann var að prófa sig áfram með töflureikni í sínu starfi áður en flestir vissu hvað það var. Þessi tækniáhugi hans smitaði mig og hef ég reynt að feta í fótspor hans með jákvætt viðhorf til tækninýjunga. Við þurfum að horfa opnum augum á þá möguleika sem nýjungar á sviði eins og sjálfvirkni, gervigreindar og sjálfsafgreiðslu bjóða upp á til að uppskera sem mestan ávinning, en einnig til að ráða við hætturnar. Við lifum á spennandi tímum þar sem stafræn miðlun hefur umbreytt því hvernig við skiptumst á hugmyndum, hvernig við lærum og jafnvel hvernig við hugsum. Eitt af því sem tæknin hefur fært okkur er að framsetning og notkun á myndum og hljóði hefur aukist gífurlega. Þessir auknu möguleikar á að útbúa og nálgast rafrænt efni hafa mikil áhrif á nám og kennslu og gera enn auðveldara að stunda nám án þess að vera í sama rými og kennarinn. Mínar rannsóknir hafa t.d. sýnt að fjarnemar sakna ekki kennarans, þeir sakna samnemanda og að háskólanemar reyna að komast hjá því að lesa kennslubækur, en leita frekar uppi myndefni á netinu og reyna að láta það duga. Hér þarf menntakerfið að koma til móts við nemendur með auknu framboði af rafrænu efni, en einnig með breyttum kennsluháttum þar sem samvera nemenda og kennara er nýtt á annan hátt en áður, s.s. með aukinni verkefnavinnu og samvinnu og brotthvarfi hefðbundinna fyrirlestra. Ég hef alltaf gaman af að segja sögur af börnum mínum og barnabarni og tek þau oft sem dæmi um tæknina í daglegu lífi. Nýjast sagan er af barnabarninu 7 ára, sem sér lítinn tilgang í því að læra að lesa. Hann telur að það sé hægt að horfa á eða hlusta á allt efni og hann þurfi ekki að lesa sjálfur. Það hafa ýmis rök verið notuð til að fá hann til að skipta um skoðun og ein rökin voru þau að hann gæti þá sjálfur skrifað inn leitarorð á netinu. En hvað gerði hann þá? Hann bara talar við iPadinn sinn og fær upp það sem hann er að leita að. Hvaða rök á ég þá að nota? Er það framtíðin að við hættum að lesa og skrifa og horfa og hlustum í staðinn eða er þetta bara allt gott í bland? Nú er fjórða iðnbyltingin hafin. Hver verða áhrif hennar og hvernig eigum við að bregðast við þeim? Í þessu blaði reynum við að skoða stöðuna og framtíðina útfrá ýmsum sjónarhornum, s.s. áhrif á atvinnu- og mannlíf, störf og menntun, framtíðir og sjálfvirknivæðingu svo eitthvað sé nefnt. Ritnefnd vonar að þið njótið að lesa og hugleiða. Tímaritið Tölvumál Fagtímarit um upplýsingatækni. Tölvumál hafa verið gefin út frá árinu 1976 af Skýrslutæknifélaginu Ritstjóri og ábyrgðarmaður Ásrún Matthíasdóttir Aðrir í ritstjórn Ágúst Valgeirsson Ásta Þöll Gylfadóttir Sigurjón Ólafsson Torfi Þórhallsson Skýrslutæknifélag Íslands Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni Starfsmenn Ský Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Linda Björk Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri Stjórn Ský Snæbjörn Ingi Ingólfsson, formaður Theódór Ragnar Gíslason Kristján Ólafsson María Dís Gunnarsdóttir Jón Ingi Sveinbjörnsson Dagbjartur Vilhjálmsson Sólveig Hrönn Sigurðardóttir Aðsetur Engjateigi 9 105 Reykjavík Sími: 553 2460 www.sky.is | sky@sky.is Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út í 1.200 eintökum. Áskrift er innifalin í félagsaðild að Ský. Pökkun blaðsins fer fram í vinnustofunni Ás. Prentvinnsla Litlaprent ehf. Tölvumál eru skráð vörumerki hjá Hugverkastofu og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: http://www.els.is/merki/ vorumerki/ 2

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.