Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 35
35
Ragnheiður var framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í tæp 6 ár, sinnti
breytingarstjórnunarverkefni hjá Marel og er í dag forstöðumaður
Framkvæmda hjá Veitum. Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka
vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og
tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og
hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í
rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í
fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans
á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira. Í rökstuðningi sínum sagði
valnefnd ennfremur:
„Ragnheiður er sterkur leiðtogi og hefur gefið rausnarlega af sér í þennan
mikilvæga málaflokk, í gegnum störf sín í tæknigeiranum, ráð, nefndir,
stjórn og félagsstarf. Þá hefur hún verið óþreytandi við að breiða út
boðskapinn í frítíma sínum, enda með skýra hugsjón og sterka sannfæringu
þegar kemur að vægi upplýsingatækni í íslensku samfélagi.“
ÞRÍR NÝIR VERÐLAUNA FLOKKAR
Jafnframt veitti forseti Íslands
þrenn önnur verðlaun við þetta
tækifæri; UT-stafræna þjónustan,
UT-sprotinn og UT-fyrirtæki ársins.
Um er að ræða nýja flokka þar sem
afrek ársins 2018 eru verðlaunuð
sérstaklega.
UT-FYRIRTÆKI ÁRSINS
Flokkurinn er fyrir fyrirtæki sem
hafa unnið sérstaklega gott starf á
árinu 2018 og hafa náð góðum
árangri á einn eða annan hátt. Fyrirtæki sem hafa verið að gera góða
hluti á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að
leiðaljósi.
Tilnefnd voru NOX MEDICAL, MENIGA og MAREL og vann NOX MEDICAL
UT-fyrirtækið 2018.
NOX MEDICAL
Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa
fengið jafn mikla umfjöllun fyrir
góðan árangur á UT sviðinu en
Nox Medical. Nox medical hefur
skapað sér sérstöðu á sviði
svefnrannsókna í heiminum. Nox
medical hefur unnið til fjölda
verðlauna fyrir rannsóknir sínar og
verkefni.
UT-SPROTI ÁRSINS
Flokkurinn er hugsaður fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin
5-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli.
Tilnefnd voru fyrirtækin SYNDIS, SIDEKICK HEALTH OG MEDILYNC og
vann SYNDIS verðlaunin vegna 2018.
SYNDIS
Fá fyrirtæki á Íslandi hafa verið jafn áberandi á sviði öryggismála og
Syndis. Segja má að Syndis sé orðið að ímynd upplýsingaöryggis á
Íslands. Hjá Syndis starfa miklir sérfræðingar sem þekktir eru um heim
allan fyrir störf sín í upplýsingaöryggi. Starfsmenn Syndis eru að vinna
um allan heim að öryggismálum og hafa haldið fjölda erinda á alþjóðlegum
ráðstefnum. Starfsmenn Syndis hafa fundið stóra öryggisgalla í vörum
og þjónustu frá stórum og þekktum framleiðendum.
UT-STAFRÆN ÞJÓNUSTA ÁRSINS
Flokkurinn er ætlaður lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf
fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan
flokk.
Tilnefnd voru LEGGJA.IS, MENTOR.IS og DOHOP.COM og vann
LEGGJA.IS UT-stafræna þjónustan 2018.
LEGGJA.IS
Með appinu leggja.is er ekki lengur
þörf á að vera með smápeninga til
að leggja bílnum sínum í gjaldskyld
bílastæði. Þægindin sem þetta app
hefur skilað til notenda sinna er
óumdeilanlegt. Það má segja að
með leggja.is hafi íslensk app
þróun farið á flug.
RAGNHEIÐUR H.
MAGNÚSDÓTTIR FÉKK
TÍUNDU UPPLÝSINGA-
TÆKNIVERÐLAUN SKÝ 2019
VERÐLAUNIN VORU AFHENT AF FORSETA ÍSLANDS
HR. GUÐNA TH. JÓHANNESSYNI Á UTMESSUNNI
8. FEBRÚAR 2019