Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 16
16
TÖLVUVÆÐING Í HÁLFA ÖLD
- UPPLÝSINGATÆKNI Á ÍSLANDI 1964-2014
Í tilefni þess að árið 2014 voru 50 ár frá því að fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands árið 1964 var
ákveðið að ráðast í það verkefni að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi. Sagan var birt í vefútgáfu
vorið 2016 en ákveðið var að halda verkefninu áfram og gefa söguna út í prentformi og kom hún út
þann 6. apríl 2018.
Bókin ber heitið: „Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014“ og er skrifuð
af Önnu Ólafsdóttur Björnsson en í ritnefnd voru Arnlaugur Guðmundsson (formaður ritnefndar),
Sigurður Bergsveinsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Frosti Bergsson, Gísli Már Gíslason, Gunnar
Ingimundarson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Sigríður Olgeirsdóttir. Ritsjóri var Arnheiður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Ský.
Það er skemmst frá því að segja að bókin er skemmtileg aflestrar og full af skemmtilegum sögum
og staðreyndum um tölvuvæðingu á Íslandi en rétt að taka strax fram að þetta er ekki bók með
upptalningu á fyrirtækjum, tækjum eða hugbúnaði á Íslandi. Hægt að nálgast söguna eins og hún
ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON
Upplýsingatækni
á Íslandi 1964–2014
Tölvuvæðing
í hálfa öldTölvuvæ
ðing
í hálfa öld
fór á vefinn www.sky.is en í bókinni er búið að umorða texta og kafla á mörgum stöðum og myndskreyta. Stefnan er svo að halda
áfram að halda utan um þessa merkilegu sögu á vefnum og því tekið við nýju efni til birtingar þar í framtíðinni.
Bókin er seld í völdum verslunum hjá Penninn/Eymundsson og einnig í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi ásamt Bókabúð
Forlagins.
Við í Menntaskólanum á Tröllaskaga höfum verið að þróa nám og spreyta
okkur á annarri nálgun en hefðbundið er. Þannig hafa greinar verið
samþættar og inn í þær tvinnað nám erlendis. Til dæmis spænska og
íþróttir þar sem nemendur stunduðu að hluta til nám sitt á Spáni. Mat,
menningu og tungumál stundum í samstarfi við íbúa landsins er fæddust
í öðrum löndum. Við notum yfir 150 smáforrit, forrit og fleira í námi við
skólann. Þróum fjarvinnu og fjarsamstarf bæði meðal starfsmanna og
nemenda. Leggjum áherslu á frumkvæði, sköpun og áræði, við teljum
að eiginleikinn að læra að læra sé mikilvægastur því breytingar
samfélagsins og tækninnar sé og verði það miklar að hver nemandi okkar
verði námsmaður fyrir lífstíð. Við sjáum símann, spjaldtölvuna og tölvuna
sem námstæki og við sjáum nemendur okkar nýta þessi tæki sem slík
af því að námið er þannig uppbyggt. Þau þurfa að vinna með þessi tæki
í viku hverri til að leysa fjölbreytt viðfangsefni af ýmsu tagi með þeim
verkfærum sem við bendum á en einnig að finna sér verkfæri í ýmsum
hugbúnaði sem við starfsmenn þekkjum ekkert endilega en lærum þá á
hann um leið og þau. Skólinn er námssamfélag nemenda og starfsmanna
í heimi sem breytist hratt og við erum að undirbúa ungt fólk fyrir þannig
samfélag en ekki samfélag fortíðarinnar.
Þær breytingar sem nú standa yfir í samfélaginu varðandi notkun verkfæra
upplýsingatækninnar eru í sjálfu sér ekkert nýtt. Þegar ég var í
framhaldsskóla voru engar tölvur, nýbreytnin í Samvinnuskólanum á Bifröst
var að kaupa sér rándýra reiknivél og láta sig dreyma um rafmagnsritvél
um leið og maður barði inn 4 síður fyrir hver skil á ritvélina sína. Þessi
þekking gagnast sannarlega í dag því ég er fljót að pikka inn texta,
stundum kannski allt of fljót því ég er ekki búin að hugsa. En það breytir
því ekki að þegar ég horfi á starf mitt í dag í skóla sem er með kennara
sem mæta til vinnu í nærverum (Beam) frá Gautaborg, Reykjavík eða
Borgarnesi, starfsmannafundi sem eru bara á netinu, nemendur sem
vinna sjálfstætt við tækin sín, þá er það geimferð frá því námi sem ég
þekkti í framhaldsskóla. Líklegt má telja að nemendur mínir horfi á nám
sitt í dag og hristi hausinn yfir því hversu fornfáleg verkfærin voru þegar
þau eru komin á minn aldur. En hafi þau lært að læra, hafi frumkvæði,
séu skapandi og búi yfir áræði til að takast á við þær breytingar þá trúi
ég því að þeim farnist vel og hafi lært hæfni í námi sínu sem gerir þeim
kleift að fást við líf sitt í sátt við miklar breytingar.