Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 42
42
heimsókn til tölvufyrirtækja og leysa skemmtileg verkefni. Dagurinn í ár
tókst vel og var metfjöldi sem tók þátt. Vonandi tókst að koma
tölvugeiranum á blað hjá stelpunum þegar að því kemur að þær velji sér
framtíðarmenntun og starfsvettvang.
Síðustu 4 ár höfum við tekið þátt í alþjóðlegu verkefni sem heitir BEBRAS
„International Challenge on Informatics and Computational Thinking“
(bebras þýðir bifur, enska heitið beaver) en það felst í því að árlega keyra
öll lönd í heiminum í eina viku verkefni þar sem krakkar á aldrinum 8-18
ára leysa þrautir á vef sem eru uppbyggðar eins og forritun, þ.e. þrautir
sem fá krakka til að hugsa eins og þau væru að forrita en þrautirnar eru
ekki forritun sem slík. BEBRAS vikan 2019 verður 11.-15. nóvember og
geta allir skólar sem vilja skráð sig í gegnum www.bebras.is.
Félagið vinnur náið með ráðuneytum og fyrirtækjum landsins og er Ský
með fulltrúa í stjórn Persónuverndar skv. lögum en auk þess eru
félagsmenn oft kallaðir til verkefna í ýmsum vinnuhópum tengdum
tölvugeiranum. Það er mikilvægt að halda fagmennsku félagsins áfram
enda er Ský óháð félag sem er rekið án hagnaðarmarkmiða og án
utanaðkomandi styrkja. Ský hefur verið í fararbroddi frá árinu 1968 sem
forsvari allra þeirra sem vinna að eða hafa áhuga á tölvumálum. Langar
mig að þakka sérstaklega þeim sem taka þátt fyrir hönd félagsins í
verkefnunum því oftar en ekki er um ólaunað starf að ræða.
Að lokum er vert að nefna að stjórnir faghópa, orðanefnd og ritnefnd
vinna ötult starf sem heldur félaginu gangandi og mikill hugur í fólki. Allt
starf Ský er unnið undir dyggri stjórn félagsins en þar er úrvalslið sem
er mjög vel tengt í tölvugeirann og stútfullt af skemmtilegum hugmyndum
um félagsstarfið. Þetta eðalfólk skipar stjórn Ský 2019-2020.
Ég hvet ykkur til að vera í sambandi ef eitthvað er og einnig að tengjast
Ský á Instagram, Facebook, LinkedIn og Twitter í gegnum vef sky.is og
taka þátt í umræðum þar. Sjáumst á viðburðum í vetur!
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Ský
Vetrarstarfið er nú komið af stað af fullum krafti og eru mörg járn eru í
eldinum að venju og nóg af verkefnum fram undan hjá Ský. Á skrifstofunni
vinna Arnheiður Guðmundsdóttir og Linda Björk Bergsveinsdóttir og sjá
um að halda félagsstarfinu gangandi.
Helstu verkefni innanlands eru að halda fróðlega viðburði fyrir félagsmenn
og aðra í tengslaneti Ský og eru 2-3 fræðsluviðburðir í hverjum mánuði
yfir vetrartímann. Stærsti viðburðurinn er eins og áður UTmessan sem
félagið setti af stað 2011 þar sem vöntun var á stórum óháðum tölvu- og
tækniviðburði sem felur í sér metnaðarfulla ráðstefnu og sýningu á helstu
tækni og nýjungum sem fyrirtæki landsins tengdum tölvugeiranum vinna
við. Megintilgangur UTmessunnar er að vekja athygli á hve mikil gróska
er í tölvu- og tæknigeiranum með það markmið að hvetja ungt fólk til að
velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarf. Fram undan er
undirbúningur tíundu UTmessunar. Ekki grunaði okkur að þetta
nýsköpunarverkefni sem fór af stað árið 2011 yrði að svo vinsælum
viðburði og að UTmessan myndi festa sig svo vel í sessi. Nú er svo komið
að flestallir landsmenn hafa heyrt um UTmessuna þó ekki viti eins margir
sem að hún er á vegum Ský. Tilhlökkun fyrir næstu UTmessu er best
lýst í þessari mynd af starfsmönnum Ský. Erfitt verður að toppa það að
Tunglið hafi mætt á UTmessuna!
Arnheiður og Linda á UTmessunni 2019
Ýmis önnur verkefni eru í gangi hjá Ský. Tímaritið Tölvumál hefur verið
gefið út frá árinu 1976. Árlega veitir félagið Upplýsingatækniverðlaun
Ský og á aðalfundum félagsins eru heiðursfélagar tilnefndir þegar tilefni
er til. Einnig var Ský í samstarfi við Reboot Hack keppnina 2019.
Ský er aðili að evrópsku samtökunum CEPIS sem flest öll tölvufélög í
Evrópu eru aðilar að. Þar starfa nokkrir faghópar og höfum við verið virk
innan Women in ICT, Education in ICT og Ethics in ICT. Forritun sem
skyldufag í grunnskólum er t.d. eitt af því sem öll löndin eru að berjast
fyrir og því ekki séríslenskt að pressa á menntayfirvöld með það. Ský var
fulltrúi CEPIS í dómnefnd AdaAwards 2019.
Eitt af þeim verkefnum sem við vinnum í samstarfi við Evrópu er að halda
ár hvert „Girls in ICT Day“ og höfum við verið þátttakendur í því á Íslandi
með Háskólanum í Reykjavík og fleiri aðilum síðustu ár. Dagurinn er haldin
í lok apríl og felst í því að bjóða stelpum í ákveðnum árgangi að mæta á
stutt námskeið tengd tölvu- og tæknigreinum og fara þær einnig í
FRÉTTIR AF
STARFSEMI SKÝ
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský
Kristján Ólafsson Jón Ingi
Sveinbjörnsson
Dagbjartur
Vilhjálmsson
Theódór R.
Gíslason
Sólveig Hrönn
Sigurðardóttir
Snæbjörn Ingi
Ingólfsson
María Dís
Gunnarsdóttir