Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 21
21 Framtíðarfræðingurinn og uppfinningamaðurinn Ray Kurzweil, sem nú starfar hjá Google, spáir því að slík kerfi komi fram á því herrans ári 2029. Flestir eru ekki eins brattir, tala jafnvel um að allt að heil öld sé í slík kerfi. Samkvæmt eigin bókhaldi spáir Kurzweil réttilega fyrir um slíka hluti í um 87% tilfella sem verður að teljast ansi gott. Við bíðum því spennt! VÉLNÁM Á sviði sértækrar gervigreindar ræður ríkjum aðferðafræði sem kallast vélnám (e. machine learning) og má lýsa sem námsaðferð fyrir tölvur. Afurðin er vélræn þekking eða machine intelligence. Verkefnið framundan hjá fyrirtækjum og stofnunum er að ná tökum á þessari tækni og hagnýta afurðir hennar: • Tækni sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri. • Tækni sem skapar þekkingu á hraða tölvunnar - vélræna þekkingu. • Tækni sem hefur gert tölvum kleift að gera svo miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. HVERNIG ER BEST AÐ BYRJA? Gögn, skýr markmið og snjöll reiknirit eru hinn tæknilegi grundvöllur. Og svo er bara að byrja að prófa sig áfram í hentugu þróunarumhverfi - oft er talað um machine learning eða data science platform í því samhengi - með fólki með fagþekkingu. En fleira þarf til að tryggja árangursríka upptöku tækninnar í rekstri. Ef fyrirtæki hefur sett stefnuna á að ná tökum á þessari nýju tækni þarf einkum þrennt að koma til: • tæknileg geta • almennur skilningur • stefna sem styður tæknina (?) Þetta má gera í nokkrum skrefum: 1. Keyrðu nokkur tilraunaverkefni (e. proof of concept) til að koma hlutunum á hreyfingu. Hafðu þau viðráðanleg og líkleg til að heppnast. 2. Tryggðu aðgang að tæknilegri þekkingu. Innan veggja fyrirtækisins eða með samstarfsaðilum. 3. Fræðsla og þjálfun. Leiðtogar og stjórnendur þurfa að skilja til að geta. 4. Stefnumótun vegna gagna og gervigreindar. Mjög gott að fást við þegar skref 1 til 3 eru vel á veg komin. Snýst um að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig megi hagnýta hana til að styðja við stefnuna, auka framleiðni, framlegð, samkeppnishæfni. En einnig ætti tæknin að stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna svo spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. 5. Samskipti innan og utan veggja fyrirtækisins. Áherslum og afrekum á þessu sviði er svo gott að miðla til starfsmanna, markaðarins og samfélagsins. TÆKNIN ER AÐ KOMAST Á STÓRA SVIÐIÐ Þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa tækni og beita henni í starfsemi sinni munu ná árangri því þar verður ný tegund af þekkingu, vélræn þekking, sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Tæknin mun taka yfir á sviðum þar sem til eru gögn og markmiðin eru skýr og niðurstaðan er yfirburðasamkeppnishæfni. Vélgreind mun knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi tækni mun gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Þetta verður engin bylting heldur langtímaverkefni sem mun ná yfir áratugi. Eftir munu standa fyrirtæki sem hafa náð tökum á tækninni. Hugmyndin að faghópi um hagnýtingu gagna kviknaði á aðalfundi Ský nú í vor og í kjölfarið hófust samræður sem urðu til þess að formlegur stofnfundur var haldin þann 19. september síðastliðinn. Þar voru saman komnir um 35 manns víðsvegar úr atvinnulífinu, fulltrúar fyrirtækja í opinbera geiranum, fjármálafyrirtækja, tæknifyrirtækja og smásölufyrirtækja. Hópurinn hefur áhuga á að skapa sterkan grundvöll að þekkingarmiðlun og faglegri umræðu er snertir alla fleti hagnýtingar gagna svo sem öflun, varðveislu, öryggi, vinnslu eða framsetningu. Hugsjóna- og mótunarstarf hópsins fer nú í hönd en í stjórn þess sitja alls 12 manns fullir eldmóði og því allir vegir færir. Fyrirhugað er að bjóða upp á nokkra viðburði í vetur, þann 15.janúar 2020 verður hádegisfundur á Grand hóteli og má búast við mikilli flugeldasýningu en til viðbótar verða smærri og léttari viðburðir sem hafa það að leiðarljósi að kæta og bæta allt gagnaáhugafólk. NÝR FAGHÓPUR SKÝ UM HAGNÝTINGU GAGNA Kristín Jónsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Berglind Pálsdóttir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.