Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 24
24 Fólk er gjarnt á að bæði sækjast eftir breytingum og óttast þær. Fyrir nokkrum áratugum hefði það þótt skelfileg tilhugsun að þorri jarðarbúa gengju með tæki á sér sem gerði öðrum kleift að rekja ferðir þeirra en núna víla fáir fyrir sér að ganga með síma á sér sem geta alltaf sagt til um ferðir þeirra. Tæknin sem sækir inn fyrir mörk líkamans hefur verið efniviður í hryllingsbókmenntir og kvikmyndir öldum saman – frá því Mary Shelley skóp skrímsli Frankenstein – en á síðustu árum hefur þessi tækni smám saman farið að færast nær veruleikanum og verða sífellt sjálfsagðari hluti af honum. Heilsuúr sem mæla púls, skref og svefnvenjur eru orðin hversdagsleg, lækningatæki á borð við gagnráði eru sett inn í líkamann til að halda honum gangandi og margs konar læknisfræðilegar rannsóknir og tilraunir eru nú stundaðar með örflögu-ígræðslum. Viðhorfin breytast um leið og mörkin eru smám saman færð. Ótti verður ónæmi. Enn eru töluvert um efasemdir í garð ígræða. Fólk er í auknum mæli að velja þær af hagkvæmniástæðum fremur en lífsnauðsynlegum sem sumum þykir ekki góð réttlæting á því aðskotahlutum sé komið fyrir í líkamanum. Við það bætist svo aukið eftirlit sem fylgir hinni hröðu fjarskiptaþróun. Fólk er daglega að deila gífurlegu magni af persónulegum upplýsingum, oft án þess að gera sér grein fyrir víðfeðmi þess magns. Miðlun persónuupplýsinga lýtur ekki enn þá nógu góðri stjórn miðað við hversu algeng hún er orðin og möguleikar á misnotkun óteljandi. Tækni einfaldar líf okkar á svo margvíslegan hátt og minnkar alla vinnu. Flestallar upplýsingar eru í seilingarfjarlægð og fólk er gjarnan viljugt til að deila upplýsingum með öðrum. Það eru góðar fréttir fyrir örflöguiðnaðinn því vilji notanda til að nýta þá tækni er að aukast. AÐGERÐIN OG AÐDRAGANDINN Rekja má þróun ígræða samhliða þróun gangráðsins. Upphaflega voru slík tæki utanáliggjandi og færanlega, með aukinni tækniþróun urðu þau klæðanleg og næsta skrefið er svo að græða tæknina í líkama manneskjunnar. Fyrsti innvortis gangþráðurinn var græddur í manneskju árið 1958 [[1]] þannig að ígræðslu hugmyndin hefur verið til staðar í töluverðan tíma. Það sem hefur breyst er að áherslurnar eru ekki lengur bara á lækningarmátt slíkra ígræðsla. Fólk er í auknum mæli að láta græða í sig ígræðslur til hægðarauka fremur en bættrar heilsu. Ígræðið er yfirleitt á stærð við hrísgrjón og er sívalningslaga. Það samanstendur af lítilli örflögu, epoxy kvoðu og loftnetvír úr kopar. Saman er þetta hjúpað gleri sem hefur ekki truflandi áhrif á starfsemi líkamans en verður til þess að vefir myndast í kringum það til þess að koma í veg fyrir að það fari á flakk [2]. Enn sem komið er hefur ígræðið ekki innri aflgjafa heldur virkjast þegar það kemst í námunda við segullæsibúnað. Örflögurnar eru ýmist RFID eða NFC (RFID er Radio-frequency identification en NFC stendur fyrir Near-Field Communication) en helsti munur þar á er að RFID má nýta sem lykla eða til að vista lykilorð en NFC er meira eins og sýndarveski sem þú getur notað til að borga með. RFID örflögur gegna einungis hlutverki senda á meðan NFC örflögur geta bæði lesið og sent gögn, til að mynda er það NFC tækni sem gerir okkur kleift að deila gögnum með því að leggja tvo farsíma saman [2]. Aðgerðin sjálf er afar einföld og tiltölulega sársaukalaus. Stór sprautunál er notuð til þess að græða ígræðið í líkamann, yfirleitt í húðsvæðið á milli þumals og vísifingurs. Sagt hefur verið að það sé sársaukafyllra að láta setja göt í eyrun á sér [3]. Sem dæmi um leiðandi fyrirtæki á ígræði- markaðnum má nefna Verichip, Biohax, Dangerous things og Microchips Biotech. Ígræðin hafa ekki áhrif á málmleitartæki eða leitarhlið á flugvöllum og einnig er mjög einfalt að fjarlægja þau. Ígræði hafa verið notaðar til í gæludýr í fjölda ára til merkingar og er jafnvel lögbundið í sumum löndum, t.d. Bretlandi [4]. Fyrsta manneskjan til þess að láta græða í sig örflögu til gamans var Kevin Warwick, verkfræðingur og prófessor við Háskólann í Coventry en hann lét græða RDFI flögu í aðra hönd sína árið 1998. Hann hefur rannsakað sérstaklega tengsl hins mennska og tækni og segist alltaf hafa spurt sjálfan sig hvort hann sé fyllilega sáttur við að vera bara mennskur [5]. Hann seilist langt í rannsóknum sínum og er nú að reyna að rækta heilasellur úr rottum á á vélbúnaði með það að leiðarljósi að finna leiðir til að geta ræktað lífrænan heila í vélmennum [6]. MÖGULEIKAR Líkt og áður hefur komið fram geta örflöguígræðslur komið í stað hversdagslegra hluta á borð við greiðslukort, auðkenniskort og varðveislu upplýsinga. Fleiri möguleikar eru þó fyrir hendi og með tækninýjungum bætist frekar í safnið heldur en hitt. Til að mynda hefur sænska fyrirtækið Biohax samið við þarlend lestarfyrirtæki að handhafar geta notað flöguna í stað venjulegra lestarmiða [7]. Strandbarinn Baia í Barcelona hefur sett upp lesara þar sem drykkir eru settir á reikninginn þinn þegar manneskja ber ígræðsluna að lesaranum og þar er einnig hægt að fá ígræðsluna grædda í sig [8]. Önnur nytsemi ígræðslunnar, á aðeins alvarlegri nótum, er að með henni væri hægt að bera kennsl á óþekkjanleg lík og manneskjur sem geta ekki gert grein fyrir sér. Möguleikar til að nýta örflöguígræðslur innan læknisfræði eru fjölmargar og hafa vaxið undanfarin ár, allt frá hjarta og heilagangráðum og í örflögur sem búa yfir þeirri tækni að geta losað frá sér vissum skammti af efnum á ákveðnum tímapunktum. Síðastnefnda örflagan var þróuð af vísindafólki við MIT árið 1990 en hefur styrktarsjóður Melindu og Bill Gates styrkt nýlegar tilraunir til þess að þróa ígrædda langtíma getnaðarvörn fyrir konur byggða á þeirri tækni. Ígræðslan væri sett undir húð á maga eða rassi og væri fjarstýranleg. Með öðrum orðum þá gæti konan kveikt og slökkt á henni eftir óskum[9]. Þessa tækni mætti nýta í flest allar lyfjagjafir fyrir fólk og eru kostir þess verulegir. FRAMTÍÐIN Í LÓFA ÞÍNUM Ásta Gísladóttir og Katrín Guðmundsdóttir, nemendur við Háskólann í Reykjavík

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.