Málfríður - 15.03.1987, Síða 5
Þórhildur Ólafsdóttir:
Hugleidingar um frönsku-
kennslu í framhaldsskólum
Hvernig undirbúning þurfa nem-
endur að hafa þegar þeir hefja nám í
frönsku við Háskóla íslands? Eru
nemendur okkar nógu góðir? A
hvað eigum við að leggja áherslu í
kennslunni?
Á þeim fimm árum sem ég hef
kennt við frönskunámsbraut Há-
skóla íslands hafa framhaldsskóla-
kennarar ótal sinnum spurt mig
slíkra spurninga. Fyrir ári síðan
héldum við frönskukennarar svo
fund þar sem þessi mál voru rædd
og ég reyndi að greina frá mínum
sjónarmiðum sem háskólakennari.
Nú langar mig til að skýra nánar og
bæta örlítið við það sem ég sagði
þá. Reyndar hafa margir kvatt sér
hljóðs í Málfríði um svipað efni.
Það bendir til að vandamálin séu til
hjá fleiri tungumálakennurum en
frönskukennurum.
Spurningar eins og þessar eru ef
til vill orðnar til af því að á undan-
förnum árum hafa heyrst raddir frá
háskólakennurum í þá veru að
nemendur sem innritast í hinar
ýmsu tungumálagreinar séu van-
búnir til að takast á við námið.
Nefnt hefur verið: 1) að málfræði-
kunnáttu þeirra sé ábótavant, 2)
þeir séu fáfróðir um menningu og
sögu landsins og viti ekkert um
bókmenntir tungunnar sem þeir
vilja læra, 3) að þeir geti hvorki
skilið málið almennilega ná tjáð sig
á því munnlega eða skriflega. Loks
er nefnt að þó nemendur skrifi mál-
ið málfræðilega rétt, þá sé framsetn-
ingin oft röklaus og óskipulögð. En
þá spyr sjálfsagt einhver, með full-
um rétti: „Er það ekki einmitt allt
þetta sem nemendur eiga að læra í
Háskólanum?“ Auðvitað er það
hlutverk Háskólans að rifja upp
grundvallaratriði um leið og bætt er
við þekkingu nemandans. En höf-
uðmarkmið tungumálanáms í Há-
skólanum er skilgreint þannig að
hægt sé að útskrifa kennara í faginu
eftir þriggja ára nám. Við það
markmið verður að miða kennsl-
una þó svo að margir þeirra sem í
námið fara gerist aldrei kennarar.
Einnig verðum við kennarar í
frönsku að miða við þann vaxandi
fjölda nemenda sem kemur til að fá
undirbúning fyrir framhaldsnám í
frönskum háskólum. Þeim verðum
við að kenna vinnubrögð sem þar
tíðkast og eru erfiðari og um leið
ólík vinnubrögðum sem viðgangast
í íslenskum skólum. Nemendur
sem ætla sér að læra frönsku við
Háskóla íslands og útskrifast þaðan
sem kennarar verða að hafa minnst
þriggja og helst fjögurra ára
menntaskólanám að baki þegar
þeir innritast, eða hafa aflað sér
samsvarandi þekkingar annars
staðar. Nemandi, sem hefur lært er-
lent tungumál í þrjú til fjögur ár og
lagt einhverja alúð við námið, ætti
að geta skilið og lesið málið ailvel,
skrifað það og gert sig skiljanlegan á
því þó á mjög einföldu máli sé. Sem
sé, fær um að stunda háskólanám.
En því miður tekst það of sjaldan.
Hverju er um að kenna? í fyrsta
lagi er varla hægt að slíta tungu-
málakennslu úr samhengi við
kennslu í öðrum fögum á fram-
haldsskólastigi. Ef íslensk málfræði
er ekki kennd framhaldsskólanem-
um er varla von til að þeir séu færir
um að skilja málfræði erlends
tungumáls sem þeir eru að læra.
Ekki er heldur hægt að ætlast til að
tungumálakennarar taki að sér að
kenna íslenska málfræði til viðbót-
ar við námsefnið sem þeir þurfa að
fara yfir. Á sama hátt er ótrúlegt að
nemandi, sem ekki hefur lært að
skrifa ritgerðir og setja mál sitt fram
á skipulegan hátt á móðurmáli
sínu, geti allt í einu gert það á öðru
tungumáli.
En snúum okkur að tungumála-
kennslunni. Samfara nýjum við-
horfum í málvísindum, félags- og
sálarfræði, sem urðu til á sjötta og
sjöunda áratugnum, hefur á síðustu
áratugum farið fram mjög mikil
umræða um tungumálakennslu og
hvernig hún skuli framkvæmd. Er
óþarfi að fjölyrða um hana hér, en í
kjölfar þeirrar umræðu lagðist af sá
gamli siður að kenna tungumál eins
og dautt bókmál, leggja mesta
áherslu á þýðingar og málfræði-
kennslu. í staðinn komu upp stefn-
ur sem einkenndust af hinu gagn-
stæða. Bannað var að þýða úr einu
máli á annað, nemendur skyldu
læra að tala sem allra fyrst, og ekki
mátti útskýra formgerð málsins
með málfræðireglum, heldur læra
hana með því að endurtaka í sífellu
sams konar setningar, líkt og þegar
barn lærir móðurmál sitt.
Nú segja fræðingar okkur aftur á
móti að líklega sé hvorug aðferðin
sú rétta, heldur skuli þær notaðar í
bland. En hinar öru breytingar í
viðhorfum til tungumálakennslu
hafa eflaust gert það að verkum að
kennarar hafa verið óöruggir,
hræddir um að gera ekki rétt, og
hefur það án efa haft slæm áhrif á
kennsluna.
Annað atriði sem mikið hefur
verið rætt um er þarfir nemenda,
það er að segja til hvers þeir ætluðu
að nota málið. Sú skoðun að nem-
endur vilji nota málið fyrst og
5