Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 9
Aitor Yraola: Aöferdir og kenningar sem notaðar eru við spænskukennslu í þessari grein er ætlunin að rannsaka niðurstöður þeirra kenninga og aðferða sem notaðar eru við tungumálakennslu, með sérstöku tilliti til spænsku- kennslu. Hinar ýmsu kennsluað- ferðir sem fjallað er um og eru að meiri hluta byggðar á málvísinda- kenningum hafa getið af sér alls konar kennsluefni sem notað hef- ur verið við spænskukennslu fyrir útlendinga með misjöfnum árangri. Ég mun fjalla um mikilvægasta kennsluefnið út frá sjónarhorni tilheyrandi kenninga og fylgja þróuninni frá hinni hefðbundnu aðferð, sem byggir á málfræði og þýðingum til þess sem á ensku kall- ast „notional-functional syllabus". Hin hefðbundna aðferð byggir á málfræði og þýðingum. Það er litið á málið sem staðlaðan grunn sem innihald kennslunnar hleðst smám saman ofan á. Hið málfars- lega dæmi sem venjulega er boðið upp á kemur frá því sem kallað er: „argumentum auctoriatatis“. Til eru þeir sem halda því fram að málferli séu rökræn ferli sem fengin séu með afleiðslu og renni það stoðum undir nám á málfræðireglum. Hugtakið tal- mál er því samheiti á alþýðumáli eða jafnvel óhefluðu máli og lögð er áhersla á utanaðbókarlærdóm. Sú tækni sem mest er notuð við kennsluna eru þýðingar, bæði á tungumálið og af því yfir á annað mál, og orðaforðinn sem notaður er tekur einungis mið af málfræði- reglum en er ekki á neinn hátt tengdur samskiptum manna á milli. Til gætu verið aðrir efnis- þættir en að mínu mati væri hin hefðbundna aðferð sú sem væri saman sett af meirihluta þessara forsenda. Dæmi um þessa aðferð er bókin „An essential Course in Modern Spanish. Ramsden, H. London: Harrap. 1959. í þessari kennslubók, sem er frumgerð hins hefðbundna sjónarhorns, er hverjum kafla skipt í málfræði, orðaforða og æfingar. Málfræðin situr í öndvegi og fyllt er upp í með formlegum málfræðidæm- um. Orðaforðinn fylgir í engu hinu daglega málfari og í æfing- unum er megináherslan lögð á þýðingar. Það væri barnalegt að reyna að meta einhverja spænsku- kennsluaðferð á afgerandi hátt og er hér því frekar um að ræða rök- studdar vangaveltur. Ekki leikur vafi á því að hin hefðbundna aðferð hafi sýnt jákvæðar niður- stöður með tilliti til þeirra mark- miða sem þar er keppt að: að læra að lesa og þýða tungumálið. í dag er þess auðvitað krafist umfram þetta að nemandanum sé „kennt að tjá sig á tungumálinu“, sem er markmið sem ekki hefur verið að finna í viðhorfi hinnar hefð- bundnu aðferðar. Hin beina aðferð. M.D. Berlitz er einn helsti fulltrúi þessarar stefnu. Meðal mikilvægustu efn- isþátta í aðferð hans er: a) bein tenging skynjunar og hugsunar við tungumálið og hljóð þeirrar tungu sem numin er og b) stöðug notkun á tungumálinu sem verið er að læra, og er það einungis notað. Áherslan á notkun umhverfisþátta, sem á sér rætur í kenningum Pestalozzis og seinna einnig hjá F. Francke meðal ann- arra, leggur áherslu á eftirfarandi graf: H : hugtak ET: erlent tungumál MM: móðurmál H m'' ET Ef hluturinn er uppspretta orðsins, eins og greinilega á sér stað hjá börnum, og er því upp- spretta þess sem hljóðið er tengt við, er engin ástæða til þess að nota utanaðkomandi tungumál né þýðingatæknina, né heldur að leggja mikið upp úr málfræði með tilheyrandi útskýringum á mál- fræðireglum. Þessi stefna, að læra tungumálið „beint“, án málfræði, 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.