Málfríður - 15.03.1987, Page 14
mér penna í hönd. í umræddri grein
segir: „Beinar þýðingar hafa sem sé
verið lagðar niður fyrir löngu.
Seinni árin hefur hins vegar læðst sá
grunur að málakennurum að þetta
gæti verið slæmt og nýverið hafa
borist athugasemdir frá H.í. í þessa
veru.“ Það skyldi þá eiga fyrir
okkur að liggja að þýðingar öðluð-
ust aukinn sess, m.a. vegna órök-
studds gruns kennara og einhverra
athugasemda frá H.Í.!
Ef eitthvað er ekki eins og það á
að vera í málakennslunni hjá okkur
eins og margir virðast sammála um
því þá að hverfa aftur í tímann? Er
það svo gefið mál að aðferðir sem
gáfust vel (?) í menntaskólum
landsins fyrir 20—40 árum henti í
dag? Hefur skólinn ekkert breyst?
Hefur nemendahópurinn ekkert
breyst? Hafa ekki kröfur þjóðfélags-
ins breyst? Því ekki horfa fram á við
og færa kennsluhætti í það form að
þeir svari betur kröfum tímans?
Það sem m.a. má lesa út úr OECD
skýrslunni er að málakennsla hér sé
nokkuð ómarkviss og gamaldags og
það er ástæða fyrir okkur að hug-
leiða þessi ummæli. Og í framhaldi
af því: Eru ekki þýðingar enn við
Iýði í talsverðum mæli hér á landi?
Þýðingar geta verið góðar í hófi.
En eiga þær heima í tungumála-
náminu nema að litlu Ieyti? Eiga
þær ekki fyrst og fremst heima í
móðurmálskennslunni? Eða sem
samþættingarverkefni milli er-
lendra mála og móðurmáls? Bein-
ar þýðingar ýta undir slæmar lestr-
arvenjur. Lesturinn verður hægur,
staldrað er við hvert orð og merk-
ingin verður útundan. Þannig eru
þýðingar ekki nema að litlu leyti
þjálfun í lesskilningi. Það er okkur
íslendingum mjög mikilvægt að ná
góðu valdi á lestri erlendra texta,
hvort sem leið okkar liggur í fram-
haldsnám eður ei, þar sem stór
hluti þeirra heimilda sem við þurf-
um að leita í er á erlendum málum.
Það þarf að þjálfa mismunandi
lestrarlag eftir eðli textans hverju
sinni. Það þarf að þjálfa nemendur í
að vera fljótir að vinsa upplýsingar
úr texta, ráða í merkingu orða út frá
samhengi, skilja aðalatriði frá
aukaatriðum, skilja samhengi texta
o.s.frv., o.s.frv. í stuttu máli: Það
þarf að þjálfa sams konar lesfærni
og við beitum daglega í okkar móð-
urmáli. Aukin áhersla á þýðingar er
að mínu mati ekki til þess fallin að
örva slíka færni. Hvað viðkemur
vandlesnum textum efast ég um að
auknar þýðingar skili árangri mið-
að við þann tíma sem í þær fer.
Að lokum eitt. Þorvarður minn-
ist á gengi nemenda. Sem betur fer
heyrum við kennarar oft frá fyrr-
verandi nemendum okkar sem telja
sig hafa fengið hjá okkur gott vega-
nesti og gleður það okkar kennara-
hjarta. Oftast eru þetta þeir sem
hefur gengið vel í námi almennt og
hefðu sjálfsagt lært sitt mál hvaða
aðferð sem við hefðum beitt. En frá
hinum heyrum við sjaldnar. Mér
vitanlega hafa engar kannanir verið
gerðar á því hvernig t.d. tungu-
málanámið nýtist nemendum þegar
í framhaldsnám er komið. Meðan
svo er, er hæpið að draga nokkrar
ályktanir út frá þeim fáu sem við
heyrum frá.
Saga tungumálakennslunnar í
gegnum tíðina sýnir að þar hefur
gætt tilhneigingar til sveiflukenndra
breytinga milli tveggja öfga sem
segja má að hafi staðið eðlilegri
þróun fyrir þrifum. Hvar skyldum
við vera stödd núna? Stefna okkar í
tungumálakennslu hefur mjög lítið
verið rædd. Mismunandi skoðanir
eru á kreiki og það er nauðsynlegt
að ræða þær opinskátt (sbr. hring-
borðsumræður Málfríðar 2. tbl. 2.
árg.). Látum umræðuna ekki logn-
ast út af.
Auður Torfadóttir er
lektor í ensku við
Kennaraháskóla íslands og
formaður félags enskukennara.
Athugasemd ætlud
enskukennurum
og ödrum
velunnurum
engilsaxneskrar
tungu
Okkur langar til að vekja athygli
á tveimur bókum, sem hafa verið
ófáanlegar um árabil, en margir
þekkja. Þetta eru tvær bækur, sem
Sigurður heitinn Pálsson mennta-
skólakennari á Akureyri, tók sam-
an og reynzt hafa afar gagnlegar í
enskunámi og kennslu. „Ensk orð
og orðtök“ er nú fáanleg í sinni
þriðju útgáfu og „Ensk málfræði"
Sigurðar í sinni áttundu, og er það
líklega met, ef frátaldar eru guðs-
orðabækur.
„Ensk orð og orðtök“ er að því
leyti einstök í sinni röð, að í henni
er miðlað reynslu, sem einungis
lærist á löngum starfsferli. Það er
ekki lítill akkur í því að eignast það
sem í kolli Sigurðar heitins bjó, því
að maðurinn var annálaður kennari
og smekkmaður á enska tungu. Hér
er því um að ræða happafeng fyrir
alla þá, sem unna því sem óbrjálað
er og fagurt á enski tungu.
Guðni Guðmundsson
Magnús Fjalldal
14