Málfríður - 15.03.1987, Síða 17

Málfríður - 15.03.1987, Síða 17
Fréttir Aðalfundur STÍL Aðalfundur STÍL var haldinn 6. nóvember 1986 í húsakynnum þýska bókasafnsins. Fundurinn var allvel sóttur. Dagskráin var í hefð- bundnu formi. í skýrslu formanns kom m.a. fram að stjórnin hefur unnið að því að kynna tilvist sam- takanna bæði hér heima og erlend- is, og erum við komin í náið sam- starf við sambærileg samtök á Norðurlöndum. Benti hún á að þegar væri komið í ljós hversu mikilvægt væri að hafa sterk sam- tök að baki þar sem þær raddir sem draga vildu úr tungumálakennslu heyrðust æ oftar hér á landi á sama tíma og önnur lönd, t.d. Norður- lönd, væru að reyna að auka tungu- málakennslu vegna mikilvægis hennar fyrir atvinnulífið. — Enn fremur var skýrt frá því að STÍL hygðist halda námskeið/náms- stefnu annað hvert ár og stefndi að því að það yrði sem oftast haldið utan Reykjavíkur. Vonast hafði verið eftir að hægt yrði að stofna „Aðfara“ félag tungumálakennara sem kenna önnur mál en dönsku, ensku, frönsku og þýsku en enginn fulltrúi þeirra hafði samband við stjórnina svo það verður að bíða enn um hríð en STÍL hefur mikinn áhuga á að fá þá til liðs við sig. Reikningar STÍL og Málfríðar voru lagðir fram og samþykktir og ljóst er að fjárhagur beggja er þröngur. Að fundarstörfum loknum tóku menn upp léttara hjal yfir ljúffeng- um veitingum að hætti franskra. Stjórnin vill að lokum þakka forstöðumanni þýska bókasafnsins, Dr. Coletta Burling fyrir afnot af þessu vistlega húsnæði. Námstefna á Laugarvatni Stjórn STÍL vill vekja athygli á námsstefnu sem fyrirhugað er að halda að Laugarvatni um miðjan september. Aðalefni námsstefnunn- ar verður „Bókmenntir í tungu- málakennslu". Fyrirlesari verður erlendur. Við hvetjum alla tungumála- kennara til að fjölmenna á þessa fyrstu námsstefnu sem STIL stend- ur fyrir. Nánari upplýsingar verða sendar félagsmönnum. Með kveðju stjórnin. Oröuveitingar Það er Málfríði mikil ánægja að geta tiikynnt um nýja orðuhafa úr hópi tungumálakennara, en orðu- veitingarnar áttu sér stað á sl. vetri. Á kvennafrídeginum, þann 24. okt. 1986 sæmdi sendiherra Dan- merkur á íslandi, herra Hans Andreas Djurhuus, Guðrúnu Hall- dórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, riddarakrossi Danne- brog-orðunnar fyrir störf að mál- efnum í þágu dönskukennslu og störf að félagsmálum dönskukenn- ara. Þann 26. nóv. 1986 sæmdi sendi- herra Frakklands á íslandi, herra Yves Mas, tvo frönskukennara, Herdísi Vigfúsdóttur, formann FFÍ, og Sigríði Magnúsdóttur, kennara í MR, orðunni „Les Palmes Acadé- miques“, sem menntamálaráðherra Frakka veitir fyrir störf í þágu franskrar menningar. Er þessum félagsmönnum óskað innilega til hamingju með heiður- inn. MEIMNIIMGARFERÐIR TIL KÍIMA í JÚLÍ OG OKTÓBER. KÍKIÐ VIÐ OG FÁIÐ SÉRPRENTAÐA ÁÆTLUIM 17

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.