Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 25
Frá félagi enskukennara Félag enskukennara á íslandi — FEKÍ — var stofnað árið 1969. Aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður var Heimir Ás- kelsson. Félagsmenn eru nú um 140. Núverandi stjórn skipa: Auður Torfadóttir, formaður, Kennarahá- skóla íslands, Ingi Viðar Árnason, varaformaður, Hagaskóla, Kolbrún Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Fjöl- brautaskólanum Breiðholti, Guð- rún Jónsdóttir, ritari Hagaskóla og Björn Ingi Finsen, meðstjórnandi, Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Fundir eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði (oftast síðasta laugardag hvers mánaðar) á tíma- bilinu frá september til apríl. Þar eru tekin fyrir málefni er snerta enskukennslu eða annað sem teng- ist áhugasviði enskukennara. Félagið hefur gengist fyrir nám- skeiðum, ýmist eitt sér eða í sam- vinnu við aðra. Mikill áhugi er á að koma námskeiðsmálum í fastari skorður en hingað til hefur verið. Þetta á einkum við framhaldsskól- ann, en fjárveitingar til endur- menntunar þar hafa verið mjög skornar við nögl og við þær aðstæð- ur hefur verið erfitt að gera lang- tímaáætlanir eins og nauðsynlegt er. Félagið vill berjast fyrir því að félagsmenn eigi kost á námskeiðum sér að kostnaðarlausu með reglu- legu millibili. Félagið hefur verið aðili að al- þjóðasamtökum enskukennara — IATEFL —frá 1974 ogá nú fulltrúa í stjórn samtakanna. Félagsmenn geta fengið einstaklingsaðild að IATEFL og fá þá tímarit samtak- anna og geta auk þess fengið með afslætti áskrift að öllum helstu tímaritum um enskukennslu sem gefin eru út í Bretlandi. Árlega gangast samtökin fyrir veglegri fjög- urra daga ráðstefnu þar sem boðið er upp á mikla fjölbreytni og úrvals fyrirlesara. Félagið hefur átt full- trúa á ráðstefnunum undanfarin ár. Samtökin hafa greitt uppihalds- kostnað á ráðstefnum fyrir einn fé- lagsmann. Því miður hefur félagið enn ekki bolmagn til að veita neina verulega styrki, en ferðastyrki er hægt að sækja um til starfsmennt- unarsjóða stéttarfélaganna. Nú er verið að endurskoða starfsemi IATEFL og er þess að vænta að þjónusta við aðildarfélögin verið aukin. Menningarstofnun Bandaríkj- anna hefur verið félaginu hliðholl, hefur m.a. gengist fyrir námskeið- um og skipulagði í samvinnu við fé- lagið námskeið í Bandaríkjunum sumarið 1978. Nú er kominn tími til að athuga hvort ekki sé hægt að efna til annars slíks námskeiðs. Menningarstofnunin sendir öllum félagsmönnum tímaritið English Teaching Forum. The British Council hefur á und- anförnum árum sent hingað leið- beinendur á námskeið og hafa einn- ig gefið gott safn handbóka um enskukennslu. Bókum þessum hef- ur verið komið fyrir í bókasafni Kennaraháskóla íslands sem er öll- um opið. Félagið er opið öllum sem kenna ensku og ef einhver sem þetta les hefur áhuga á að gerast félagi, getur hann sent nafn sitt, heimilisfang og nafn skóla til: Félags enskukennara Pósthólf 7122 127 Reykjavík Enskukennarar athugið! Munið námskeiðið í Norwich í sumar. Skráning er á aðalskrifstofu Háskólans, sími 25088, en nánari upplýsingar veittar á skrifstofu endurmenntunarstjóra í síma 23712 og 687664. 25

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.