Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 12
skiptingu ríkis Karlamagnúsar í tvennt. Þessi eiður var skráður á máli sem þótti það slæm latína að hann er almennt álitinn fyrsti textinn ritaður á franska tungu. Eins og gefur að skilja yrði Strassborgareiður- inn þó líklega illskiljanlegur íslenskum frönskunemum í dag. Bæði hefur máhð þróast svo í tímans rás að erfitt er að lesa svo gamla texta og svo var eiður þessi rit- aður á eina af tj ölmörgum mállýskum sem runnar eru undan latínu og talaðar voru á því landsvæði sem almennt er kallað Frakkland í dag. Það er mun seinna sem ein af þessum mállýskum, parísarfranskan eða „francilien" ryður sór til rúms sem þjóðtunga í Frakklandi. Ef litið er á helstu alþjóða- stofnanir má þó sjá að franskan heldur að nokkru leyti stöðu sinni sem samskiptamál því hún er vinnumál innan Evrópusam- bandsins, hjá Evrópuráðinu og Sameinuðu þjóð- unum. 12 Franskan leggur land undir fót í raun hefst útrás frönsku með sigri Vil- hjálms Sigurvegara á Bretum við Hastings 1066 því eftir það er einungis töluðuð franska2 við ensku hirðina um nokkurra alda skeið eins og fjölmörg frönsk tökuorð í ensku bera vitni um. A 17. öld fer franskan hins vegar að láta virkilega á sér bera sem alþjóðamál er Foðvík XIV og hirð hans verða fýrirmynd allra aðalsmanna í Evrópu. Frá þeim tíma og allt fram á 19. öld er Frakkland menn- ingarlegt og pólitískt stórveldi í álfunni í samanburði við nágrannalöndin sem oft eru sundruð í mörg smáríki og mállýskur. Frakkland hagnast gríðarlega á nýlendu- braski á þessu tímabili og þrátt fýrir frem- ur óstöðugt stjórnmálaástand er landið þó sameinað þjóðríki, fýrsta lýðveldið í Evr- ópu með styrka miðstjórn og eina þjóð- tungu. Frakkland var einnig ffam á 19. öld langfjölmennasta ríkið í Evrópu og má nefna sem dæmi að árið 1835 bjuggu um 35 milljónir í Frakklandi en aðeins 29 milljónir í Þýskalandi og 26 milljónir í Englandi3. Það er því litið til Frakklands sem fýr- irmyndar og franskan verður vinsælt tungumál í Evrópu og víðar. Á 18. öld er hún málVoltaire og annarra upplýsingar- 2 Hér væri í raun réttara að tala um « norm- andísku » því það er sú mállýska sem Vilhjálmur og afkomendur hans töluðu. 3 Calvet, Louis-Jean, 1999. manna og keppir við latínu sem fræðimál. Franskan er þar með boðberi nýrra hug- mynda í Evrópu á þessum tíma og diplómatar og heimsborgarar kjósa að tjá sig á þessu máli bókmennta og Hsta. Á 17. og 18. öld festir franskan rætur í Ameríku og á þeirri 19. í Afríku. Þarmeð er hún orðin mikilvægt mál í þremur heimsálf- um. En þó franska hafi verið tungumál að- alsmanna, listamanna og fræðimanna í Evrópu og víðar á þessum tíma verður að hafa í huga að hún var þó fýrst og fremst samskiptamál fárra útvaldra því alþýðan var enn að mestu ólæs og óskrifandi. Það má því segja að franskan hafi verið ein- hvers konar „ehtuheimsmál“ og því er forvitnilegt að kanna hver staða hennar er í heiminum á okkar dögum. Staða frönskunnar í heimsþorpinu Fáir efast um yfirburðastöðu ensku sem samskiptamáls í heiminum í dag og al- mennt er talið að útbreiðsla ensku sé á kostnað annarra samskiptamála og þá sér- staklega frönsku. Ef litið er á helstu al- þjóðastofhanir má þó sjá að ffanskan held- ur að nokkru leyti stöðu sinni sem sam- skiptamál því hún er vinnumál innan Evr- ópusambandsins, hjá Evrópuráðinu og Sameinuðu þjóðunum. I þeirri síðast nefndu er raunar nærri þriðjungur fasta- fulltrúa frönskumælandi og margir þeirra koma frá Afríku þar sem ffanskan er mik- Hvægt samskiptamál í mörgum ríkjum4. Staða frönskunnar er þó mjög misjöfn í þeim löndum sem hún er töluð: í Kanada er hún minnihlutamál þó að nær 85% Kvíbekkbúa tali ffönsku. I Senegal eru aðeins um 20% íbúa ffönskumælandi þrátt fýrir að ffanska sé þar opinbert mál. Aftur á móti tala mun fleiri ffönsku í Al- sír, Marokkó ogTúnis þó svo að þar hafi arabíska tekið við af frönskunni sem opin- bert mál. I fýrrum nýlendum Frakka í Asíu svo semVíetnam og Laos er ffanskan nær algerlega horfin en á Indlandshafi heldur hún veUi t.d. á Máritíuseyju og Madagaskar. En hvernig væri þá hægt að skilgreina hlutverk frönskunnar í heiminum í dag? 4 Calvet, Louis-Jean 1999.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.