Málfríður - 15.09.2002, Qupperneq 14
Það kostar hvorki
færri tár né
svitadropa að ná
tökum á máli
Cervantes og
Marquez en máli
Voltaire og Tahar
Ben Jalloun.
og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og
hægt er að velja spænsku í öðrum skólum
og ljúka tilteknum einingafjölda í öld-
ungadeildum MH og FB. Einnig er hægt
að taka nám í spænsku í fjarnámi viðVerk-
menntaskólann á Akureyri.
Ef franskan er borin saman við þýsk-
una kemur í ljós að fleiri velja þýskuna og
hafa gert lengi. Þýskan er skyldari íslensk-
unni en franskan og því verður hún ef til
vill fremur fýrir vahnu. Önnur hugsanleg
skýring er sú að þýska er víðar kennd en
franska í efstu deildum grunnskólans, en
vegna þess að kennarar hafa litla kunnáttu
í frönsku og spænsku hefur helst verið
hægt að bjóða upp á nám í þýsku. Þetta
nám er síðan hægt að meta á framhalds-
skólastigi. Ganga má út frá því að sumir
nemendur velji þýsku þegar í framhalds-
skóla kemur vegna þess að þeir hafa ein-
hveija kunnáttu í henni og forðist hin
málin sem þeim eru alls ókunnug.
Með tilkomu spænskunnar hefur staða
hinna tungumálanna tveggja breyst nokk-
uð því dregið hefur úr aðsókn nemenda í
framhaldsskólum í frönsku og þýsku á
meðan að nemendum í spænsku þölgar
jafnt og þétt í þeim skólum sem bjóða upp
á hana. Ef litið er á tölur frá 1999 og 2000
sem finna má á upplýsingavef Hagstof-
unnar11 kemur í ljós að haustið 1999 voru
5.444 nemendur skráðir í þýsku í fram-
haldsskólum landsins, 2.554 í frönsku og
894 í spænsku. Haustið 2000 eru þýsku-
nemar orðnir 4.939, ffönskunemar 2.403
og spænskunemar 1.071. Bráðabirgðatölur
firá 2001 sýna ffam á að nemendum fjölg-
ar enn í spænsku, á sama tíma dregur úr
aðsókn nemenda í þýsku og frönsku.12
Rétt er að ítreka að ekki er boðið upp á
spænsku í öllum ffamhaldsskólum lands-
ins.
Þetta er því þróun sem ástæða er til að
skoða nánar.Tölur í MH sýna að verulega
hefur dregið úr aðsókn nemenda í þýsku,
en franskan heldur nokkurn veginn velh
og ætla má að spænskunemum haldi áfram
að fjölga á komandi árum og þá væntan-
lega á kostnað hinna málanna tveggja. Á
sama tíma hefur dregið úr aðsókn nem-
enda í máladeildir skólanna almennt.
14
11 www.hagstofan.is
12 Idem.
En hvers vegna velja íslenskir ffam-
haldsskólanemendur ffemur spænsku en
ffönsku? I fyrsta lagi virðast nemendur
telja að spænskan sé auðveldari. Það sé
léttara að ná tökum á ffamburði, ritun og
málffæði og því auðveldara að tjá sig á
spænsku. í öðru lagi eru spænskumælandi
mun fleiri en frönskumælandi í heiminum
eins og fram kemur hér að ffaman. En
einkum og sér í lagi virðist málsvæði
spænskunnar hafa mikið aðdráttarafl fyrir
ungt fólk, sérstaklega Rómanska-Ameríka
því suður-amerísk menning nýtur mikilla
vinsælda hvarvetna í heiminum í dag, aht
ffá kúbverskri tónlist til kólumbískra bók-
mennta. Að lokum má svo nefna að nem-
endur eru oft kunnugri spænskunni en
ffönskunni vegna sumarferðalaga á sólar-
strendur Spánar.
Aux armes les citoyens !
Það er því ekki laust við að ffanskan sé
hálf „púkaleg“ í samanburði við spænsk-
una og til þess að breyta þeirri ímynd er
þörf á að bretta upp ermarnar. Af samtöl-
um höfunda við kennara víða að á Norð-
urlöndum og Eystrasaltslöndunum á mál-
þinginu í Tahinn má ráða að nemendur
eiga það til að gefast upp um leið og nám-
ið þyngist og því hafa þeir tilhneigingu til
að taka „stuttar námsbrautir“ í tungumál-
um öðrum en ensku. Um leið og kröfur
eru gerðar til nemendanna um betri
ffammistöðu og þekkingu vilja þeir hætta
í náminu, eigi þeir þess kost. í Svíþjóð er
staðan sú að nemendur velja einkum
enskuna sem annað mál og kynna sér htið
sem ekkert önnur tungumál. Mikilvægt er
að uppffæða nemendur og beijast gegn
ranghugmyndum. Fagfólk í tungumála-
kennslu veit að spænskan er auðvitað
engu „léttari“ en ffanskan og það vita hka
allir sem lagt hafa á sig að læra þessi
tungumál. Hérna er um afar skyld tungu-
mál að ræða og það kemur ahtaf að því að
námið verður erfiðara og leggja þarf meira
á sig til að ná árangri. Það kostar hvorki
færri tár né svitadropa að ná tökum á máh
Cervantes og Marquez en máliVoltaire og
Tahar Ben Jahoun.Til að efla veg frönsk-
unnar þarf að kynna hana betur og sýna
ffam á að hún er áhugavert tungumál sem
talað er í mörgum spennandi löndum og