Málfríður - 15.09.2002, Side 17

Málfríður - 15.09.2002, Side 17
Sumarnámskeið í Cambridge Við stöllurnar ákváðum síðasta vetur að reyna að komast saman á kennaranám- skeið í Bretlandi þá um sumarið.Töldum við okkur geta haft af því bæði gagn og gaman. Við ákváðum að sækja um Comenius-styrk, en með því að fara inn á heimasíðu Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins (www.ask.hi.is) má finna skrá yfir námskeið sem Menntaáætlun Evrópusam- bandsins telur styrkhæf, svo og umsóknar- eyðublöð og leiðbeiningar. Rétt er að hafa tímann fyrir sér, því það er nokkuð tíma- ffekt að fylla út umsóknareyðublöðin og umsóknarfrestur fyrir sumarnámskeið rennur út 1. mars ár hvert.Við höfðum úr yfir 80 námskeiðum að velja.Við skoðuð- um nánar nokkur námskeið sem okkur leist vel á. Það sem réði vah okkar var vita- skuld fyrst og frernst námskeiðslýsing og hagnýtt gildi þess fýrir okkur sem ffam- haldsskólakennara, en einnig réði nokkru á hvaða stað námskeiðið var hald- ið.Við vildum til að mynda ffekar vera í fallegum smábæ en einhverri stórborg- inni.Að lokum varð námskeið sem nefnd- ist „Cultural Awareness in ELT“, haldið í Bell School í Cambridge, fyrir vahnu. Skemmst er ffá því að segja að umsókn okkar hlaut náð fyrir augum úthlutunar- nefndarinnar, og okkur var lofað styrk upp á 1500 evrur. Þegar ljóst var að við fengjum styrkinn ákváðum við að reyna að finna okkur sjálfar gistingu í stað þess að taka þá gistikosti sem skólinn bauð upp á (gistingu og fæði í heimahúsi eða her- bergi á stúdentagarði með mjög takmark- aðri aðstöðu).Við fundum fljótlega ágæta íbúð í góðu göngufæri ffá skólanum. Þeg- ar aht kom til ahs reyndist þessi kostur ekkert miklu dýrari en garðvist, en óhkt visdegri. Þar fyrir utan var bæði gagnlegt og skemmtilegt að geta horft á breskt sjónvarp og rætt viðfangsefni dagsins í ró- legheitum heima í stofu eða geta kippt með sér heim „Chicken Tikka Masala“ á „Indian take-away“ á horninu. Við komumst reyndar að því á námskeiðinu að þessi réttur er nú sá vinsælasti í Englandi — hinn nýi breski þjóðarréttur, en ekki „fish and chips“, sem segir sína sögu um breyttar aðstæður í Bretaveldi. Staðarheitið Cambridge hefúr þann töffa- mátt að fólk gerir sjálfkrafa ráð fýrir því að námskeið í þeim söguffæga háskólabæ hljóti að vera öðrum námskeiðum betra. Það var sannarlega skemmtilegt að vera á leið til Cambridge og gaman að dvelja þar í tvær vikur í ágúst í félagsskap kjarna- kvenna ffá ýmsum löndum Evrópu. Við komumst til dæmis að því að enn eru kjör kennara einna lélegust á Islandi (fýrir utan Póhand og Ungveqaland) og sumarffíið það lengsta. Svo sem engin ný tíðindi það. Aðalkennarinn var sjarmerandi og sérvit- ur. Hann var ættaður ffá Skodandi en menntaður á staðnum, hjólaði um bæinn sinn og nágrenni en forðaðist London. Hins vegar gat hann vel hugsað sér að ferðast tU Islands við tækifæri. Ekki var hann mjög tæknisinnaður, kunni varla á Word. Okkur fannst bæði skrítið og jafn- vel bara svolítið notalegt á þessari tölvuöld að fá handskrifuð og teiknuð ljósrit. En hann kunni því betur að spekúlera um bága sjálfsmynd Breta, sem eftir stór- veldistímann virðast varla vita sitt rjúkandi ráð er „cultural identity“ ber á góma, og óska sér þess helst að vera á leið til Provence, Toscana eða annarra suðlægra sælureita. Fannst okkur stundum nóg um barlóminn eftir að hafa sjálfar hrifist svo af ensku máh og breskum bókmenntum á unga aldri að gera enskukennslu að ævi- starfi! Víst er að smáþjóðin „á mörkum hins byggUega heims“, o.s.frv., á ekki í nokkrum vandræðum með ímyndina í samanburði við Breta. „Cultural Awareness“ er mikið tU umræðu meðal tungumálakennara um þessar mundir. At- hyghn beinist æ meira að menningarleg- um grunni tungumálsins og því að enginn getur stundað tungumálanám nema læra um leið um samfélagið og menninguna sem máhð er sprottið úr. A námskeiðinu fengu þátttakendur fjölda ljósritaðra dag- blaðagreina um það sem var ofarlega á baugi og var rætt ffam og aftur um ýmsa þætti í bresku þjóðhfi, fjallað um dagblöð, sápuóperur, unghngamenningu, mat og drykk og fleira, og hvaða áhrif þetta hefur Við höfðum úr yfir 80 nám- skeiðum að velja.Við skoð- uðum nánar nokkur nám- skeið sem okkur leist vel á. Það sem réði vali okkar var vita- skuld fyrst og fremst nám- skeiðslýsing og hagnýtt gildi þess fyrir okkur sem framhalds- skólakennara. 17

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.