Málfríður - 15.09.2002, Qupperneq 30

Málfríður - 15.09.2002, Qupperneq 30
Orstutt um notkun ljóðlistar við frönskukennslu Sigurður Ingólfsson. 30 Það hefur komið fyrir að ég hef látið nemendur þýða ljóð úr frönsku og það hefur hjálpað þeim að kynnast mismun- andi merkingu orða og setninga. Ljóð eru margfalt skemmtilegri en nokkrir aðrir textabútar sem finnast í kennslubókum eða annars staðar. Þess vegna held ég að ljóðlistin geti komið til hjálpar í tungu- málakennslu og kannski einmitt hvað snertir frönskuna, sem er afskaplega marg- ræð. Nemendur verða tiltölulega fljótt dá- lítið pirraðir á því að það virðist ekki hægt að þýða fýrir þá bara si svona hvert orð og orðasamband. Frönsk málfræði er í þokka- bót með fleiri undantekningar en reglur og er á ýmsan hátt afskaplega tormelt. Samt er hún, þegar öllu er á botninn hvolft, rökrétt á sinn hátt rétt eins og ljóð- ið getur verið þegar því hentar, eins og tungumálið sjálft, hvort sem um er að ræða íslensku eða frönsku. Þegar þarf að færa margræðar setningar einfalds, fransks ljóðs yfir í íslensk orð, lenda margir í vandræðum. Eg hef stund- um notað ljóðabók eftir ljóðskáld sem býr í Suður-Frakklandi, rétt hjá Montpellier. Þetta skáld heitir Jean Joubert og hefur sent frá sér allnokkrar bækur. Ljóðabókin sem um er að ræða heitir „La maison du poéte“ og kom út árið 1999. Þetta er htið kver og er á vissan hátt ætlað til kennslu ljóðlistar í frönskum skólum. Ljóðin eru einfold en samt margræð eins og góð ljóð geta orðið. Þau fjalla um náttúruna, lífið, skáldskapinn sjálfan. A eftir hvegu ljóði eru nokkurs konar verkefni. Þetta eru fyrst og fremst ritunarverkefni fyrir Frakka en geta nýst í frönskukennslu fyrir Islendinga. I bókinni er þessi hæka: La nuit d’été a semé des vers luisants dans le jardin du poéte. Þetta ljóð er tilvalið til þess að benda á mismunandi merkingu orðsins ,,vers“ og einnig til að benda á öll orðin sem sögð eru á sama hátt. Mörg ljóðanna eru bráð- falleg, einföld við fýrstu sýn en dýpka við skoðun og vekja iðulega skemmtilegar umræður. I þessum ljóðum er fjallað um orðin sem allt að því hfandi verur, um samverkandi þætti þessara orða og hvern- ig ljóðin byggja á vissan hátt hús skáldsins. Þetta hús er orðahús þar sem myndir og upplifanir eiga heima en einnig draumar og ýmislegt sem í raun ætti ekki að vera hægt að færa í orð. Þannig er í þessu litla kveri byggð lítil veröld, þar sem tungu- máhð er efniviðurinn. Þegar unnið er með ljóð þarf að leggja áherslu á meira en hvert orð, hveija setn- ingu. í alvöruljóði er nefnilega svo marg- slungin merking á bak við orðin. I ljóðinu gerist það sem gerist stundum í venjulegri orðræðu, enginn heimur þess sem talar, það verður allt á einhvern hátt persónu- legt. Alveg eins og það sem við segjum er á svo margan hátt meira ætlað okkur sjálf- um en nokkurn tíma þeim sem við tölum við. Það er sá sem talar sem veit hvað hann er að segja og það jaðrar við að hann sé hissa á því að sá sem hlustar skilji ekki ná- kvæmlega hvað við er átt. Með því að fást við ljóð verður maður að setja sér það markmið að skilja allt það sem við er átt í nokkrum orðum. Það er ekki nóg að segja sem svo að þetta sé bara eins og það er. Lesandinn verður að teygja sig eftir merk- ingu orðanna, merkingu tungumálsins sem notað er, teygja sig eftir því sem er handan við orðin, teygja sig eftir tungu- málinu sjálfu. Og það að teygja sig eftir tungumáhnu felur í sér leit sem allt nám á að fela í sér, leit að merkingu. Og þar er kannski komið að því hvers vegna ljóð eru bæði vandmeðfarin og þó skemmtileg í kennslu, það er nefnilega svohtið erfitt að kenna merkingu. Það að segja einhvequm að þetta ljóð þýði eitthvað ákveðið, er varasamt. Það að leiðbeina nemanda þá leið sem felst í því að finna þá merkingu sem honum finnst vera í einu ljóði er að mínu viti nokkurn veginn það sem kennslan snýst um. Að fá nemanda til þess að fara sína leið að settu marki sem hlýtur alltaf að vera skilningur. Kennsla tungu-

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.