Bæjarins besta

Eksemplar

Bæjarins besta - 09.12.1992, Side 12

Bæjarins besta - 09.12.1992, Side 12
BÆJARINS BESTA' Miðvikudagur 9. Desember 1992 1 2 kynningar oq (lujtamif TEXTI: ATLI VIGFÚSSON TEIKNINGAR. HÚLMFBlÐUB BJARTMARSDÓTTIR Ponni og fuglamir er glæsi- Ieg íslensk barnabók um lífs- baráttu fuglanna í íslenskri náttúru. Skemmtilegur texti Atla Vigfússonar og vandaðar litateikningar Hólmfríðar Bjartmarsdóttur færa náttúru landsins inn í barnaherbergið. Einn fagran vordag gengur drengurinn Ponni niður að vatninu og gefur sig á tal við fuglana sem segja honurn frá lífi sínu og aðsteðjandi vanda- málum. Drengurinn tekur virkan þátt í að vernda var- stöðvarnar fyrir mink og ref. Þetta er hugljúf bók sem fræðir börnin um líf fuglannaá lifandi og skemmtilegan hátt. Rebbi fjallarefur SKJALDBORG hefur sent frá sér bókina ;;Rebbi fjalalrefur” eftir Helga Kristjánsson og með teikningum Róberts Schmidt. HelgiKristjánssonfjallarhér í söguformi um óblíða Iífs- baráttu íslenska fjallarefsins. Grenjaskyttur sjá til þess að Rebbi fjallarefurmissirforeldra sina ungur og þarf að bjarga sér á eigin spýtur. Eins og segir í bókinni: „Gamli refurinn er mesti dugnaðarforkur og hygginn. Hún er líka drjúg hún lágfóta litla eftir að hún fór að yfirgefa yrðlingana til veiða. Hjónin eru samlynd og ráða góðu svæði. Þríryrðlingar eru mórauðir og einn verður hvítur. Hann er langstærstur, enda eftirlæti gamla refsins. Þar að auki er hann frekur og við systkini sín.” é wmf$§ — . - mL. Á Á fik lik. W k' Á A m W Á ■ / Mú./ k tt m wm Sagan um Svan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina „Sagan um Svan” eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson, höfunda hinna vinsælu bóka um Bert og dag- bækurnar hans. Svan er í fyrsta bekki í skólanum. Hann er nú þegar dálítið kvennagull. En það er leyndarmál. Ef strákamir sem Svanur þekkir kæmust að því mundi hann deyja af smán. Sagan um Svan er ætluð yngri lesendunum. Fjörið og kímnin er hvort veggja á sínum stað. Svanur er sjö ára og ævintýri hans í skólanum eru engu Iík. Þetta er bók fyrir yngri prakkara. Dætur regnbogans Það er vissara að panta... • Snitturnar • Samlokurnar • Langlokurnar eða • Hamborgarana rnð nokkrum fyrimra, sérstaklega um helgar. jSSÍ / Hafið þiðséð Eigum allskonar / ÚFV&Hð Sif lótí skóinn / konfektinu? m HAMRABORG HF. HAFNARSTRÆTI 7 • SIMI 3166 SKJALDBORG hefur sent frá sér bókina „Dætur regnbogans” eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Dætur regnbogans heitir nýjasta spennubók hún vetnsku skáldkonunnarBirgittu H. Hall- dórsdóttur. I þessari bók leiðir Birgitta lesendur sína aftur í aldir. Aðal söguhetjan, Margrét er nauðug gefin sýslu- manninum aðeins 16 ára að aldri. Sagan lýsir baráttu hennar við örlögin og ástina. Dularfullt morð er framið á prestsetrinu og hinn grimmi og lostafulli böðull, Blóðugi Bergur, kemur við sögu ásamt Andrew, myndarlegum Englendingi sem kemur hjörtum kvennanna til að slá hraðar. Þessi nýjasta bók hinnar vinsælu skáldkonu er hlaðin spennu, dulúð og rómantík frá upphafi til enda og lesandinn leggur hana ekki frá sér fyrr en að lokinni síðustu blaðsíðu. Bækur bamanna um dýrín SKJALDBORG hefur sent frá sér bækurnar „Bók barnanna um dýrin” og „Bók barnanna um fjölskyldur dýranna” eftir Angelu Sayer Rixon með teikningum eftir Doreen McGuinnes. Bækurnar eru lifandi og skemmtilegar og ætlaðar til að fræðabörnin um fjölbreyti- leika dýralífsins á jörðinni. Dýrunum og lifnaðarháttum þeirra er lýst og teiknaðar lit- myndir af 100 dýrum eru í hvorri bók. Þessar bækur vekja fögnuð allra barna sem hafa áhuga á dýrum. Horft til lands SKJALDBORG hefursent frá sér bókina „Horft til lands” eftir Þorstein Stefáns- son. Þorsteinn er skáld og rit- höfundur og var borinn og barnfæddur árið 1912 að Nesi í Loðmundarfirði austur, en sá fjörður er nú kominn í eyði. Lífsbaráttan í Loð- mundarfirði var hörð í upp- hafi aldar eins og víðast hvar í dreifðum byggðum Islands og oftskammtmilli lífsogdauða. Ohjákvæmilegasettulífskjörin í uppeldinu sitt mark á líf þessa fólks sem kynntist þessari baráttu, jafnvel þótt því tækist að hefja sig yfir erfiðleikana og sjá þá síðar á ævinni frá öðru sjónarhorni. Þorsteinn fluttist ungur til Danmerkurog býr þar enn. FULLIiUGAR Á FIMBULSLÓÐUM SVIIW SlVIliNOSSON Fullhugar á fimbulslóðum FRÓÐI hefur sent frá sér bókina „Fullhugar á fimbulslóðum” - þættir úr Grænlandsfluginu eftir Svein Sæmundsson. Bókin hefur að geyma frá- sagnir af merkum þætti íslenskrar flugsögu. Um langt árabil hafa Islendingar stundað flug til Grænlands og áttu þar með rikan þátt í að rjúfa einangrun þessa granna okkar í vestri. Oft voru aóstæður í Grænlandsfluginu ótrúlega erfiðar, ekki sist í sjúkrafluginu þegar teflt var á tæpasta vað enda oft líf að veði. Sveinn Sæmundsson hefur ritað margar bækur. Hann er þrautkunnugur því efni sem hann fjallar um í bókinni enda var hann um langt árabi 1 blaða- fulltrúi Flugfélags Islands og síðar Flugleiða. Saga EM í knattspyrnu FRÓÐI hefur sent frá sér bókina „Saga Evrópukeppni landsliðaíknattspyrnu”eftir Sigmund Ó. Steinarsson blaðamann. Evrópukeppni landslióa í knattspymu hefur nú farið fram alls níu sinnum. Keppnin hófst árið 1958 og fyrsta úrslita- keppnin fór fram í Frakklandi árið 1960. Síðast fór úrslita- keppnin fram í Svíþjóðá liðnu sumri og lyktaði þá með ó- væntum og eftirminnilegum sigri Dana sem komust „Bakdyramegin” inn í úrslita- keppnina. Höfundur bókarinnar Sig- mundur Ó. Steinarsson, á að baki langan starfsferil sem blaðamaður. Hann hefuráður sent frá sér nokkrar bækur, m.a. sögu heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem kom út árið 1990 og fékk þá mjög góðar viðtökur. FRÓÐI hefur sent frá sér bókina „Lalli ljósastaur” eftir Þorgrím Þráinsson en þetta er fyrsta barnabók höfundar sem er kunnur fy rir unglingabækur sínar. Aðalsöguhetja bókarinnar, Lalli ljósastaur, er ellefu ára, ósköp venjulegur strákur, sem tekur þátt í prakkarastrikum með félögum sínum og vinum. Veröldhansbreytistsíðan allt í einu þegar hann tekur að stækka og verður rúmir þrír metrar á hæð. Það er hreint ekki svo auðvelt m.a. vegna þess að það er ekkert auðvelt að fá skó númer 49 og föt á slíkan risa eru tæpast til. BÆJARINS BESTA Jólablað BB kemur út mánudaginn 21. desember nœstkomandi. Skilafrestur auglýsinga er til hádegis miðvikudaginn 16. desember.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.