Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 7

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 7
Þá sagði vígslubiskup ennfremur að sá háttur hefði verið á að hafa mánaðarlega æskulýðsguðsþjónustu í kirkjunni. Væri sérstaklega til þess tekið hve vel guðsþjónustur þessar væru sóttar, og til að mynda var full kirkja við síðustu guðsþjónustu af þessu tagi - bæði fermingarbörn og æskulýðsfelagar fylktu liði. Notað er æskulýðsmessuform það sem gefið hefur verið út fyrir æskulýðsdaga undanfarin ár, og gefst það mjög vel. Að lokum sagði sr. Pótur Sigurgeirsson að mikill stuðningur væri að starfi æskulýðs- félagsins, og væru félagarnir með á takteinum tónlist, sem iðulega væri flutt x guðsþjónustum, og væri það ekkert álitamál að þann söng þyrfti að gefa út á hljómplötu eða "cassettu". Viljum við taka undir þessi orð vxgslubiskups, því vissulega væri kirkjulegu starfi akkur x slíkri útgáfu. FRá AUSTURLANDI Við höfðum samband við sr. Sigurð Guðmundsson á Eskifirði og spurðum helstra tíðinda í kirkjulegu starfi á Austurlandi Sr. Sigurður sagði okkur að það sem væri r-; stærsta málið hjá þeim núna væri bygging sumarbúða, sem áformað er að reisa nú í vor að Eiðum í S-Múlasýslu, nánar tiltekið f Prestavík við Eiðavatn. Það er prestafélag Austurlands sem stendur fyrir byggingunni, en húsið er nú þegar í byggingu, þ.e. að unnið er að smíði útveggja á Eskifirði, en sam- setning hefst í vor á Eiðum. Standa vonir til þess að húsið verði fokhelt nú í vor. Bygging þessi er hugsuð fyrir sumarbúðanotkun og sem kirkjuleg miðstpð á Austurlandi Fjármögnun hefur gengið all-vel, en fyrirhugað er að leita eftir fjárstuðningi frá sveitarfélögum á Austurlandi. Það er stórhugur í prestum austanlands eins og sjá má af frétt þessari, og ber að fagna að svo stutt virðist í slíka kirkjulega miðstöð fyrir Austurland, en ekki þarf að minna á gagn slíkrar miðstöðvar, þegar haft er í huga hvílíkt gagn er af slíkum stað, svo sem sýnir sig að Norðurlandi, þar sem Vestmannsvatn er. er a

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.