Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 11

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 11
Hann vissi og, að talað orð hefur annað líf en skrifað, og að þau áhrif prédikunar, sem einhverju skipta, eru náðar- verk heilags anda x hjarta áheyrandans. Sjálfur hafði hann þann metnað einan sem prédikari, að hann mætti vera trúr því helga erindi, sem hafði höndlað hann ungan og orðið honum því dýrmætari eign sem hann varð reyndari maður. Svo myndi hann biðja fyrir þessari bok, að hán yrði til vitnis um trúnað hans og þegnskap í þjónustunni við orð og kirkju Drottins síns. Og í þeirri bæn væri félgin von hans um blessun þeim til handa, sem lesa orð hans löngu skráð. Ræður hans, sem hér birtast, hljéta að staðfesta. það álit, sem hann naut, hvort sem metið er út frá áferð eða veig. En mestu skiptir, að þær lýsa hollustu hins heilsteypta trúmanns og ábyrga kennimanns við köllun sína og höfund eilífs hjálpræðis." FRÉTTABRÉF FRá BISKUPSSTOFU Útgefandi: Biskupsstofa, Klapparstíg 27, Reykjavík. Sími: 26440 og 15015. Ritstjéri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Einarsson. Til lesenda Eins og fram kemur f grein biskups hér á fremstu síðu, er samkomulag á milli framkvæmdanefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar og biskups, að ég undirritaður taki að mér fyrst um sinn að koma á framfæri fréttum frá kirkjulegu starfi hér heima, og jafnframt því helzta sem rekur á fjörur okkar af erlendum kirkjulegum tíðindum. Mun þar einkum stuðst við fréttabréf Lúterska heimssambandsins "Information", svo og fréttabréf World Council of Churches E.P.S. - Ecumenical Press Service. Ennfremur norræn kirkjuleg fréttabréf. Er það von mín að prestar og aðrir sem láta sig kirkjuleg mál varða hafi samband við mig ef þeir hafa eitthvað frétt- næmt úr smu héraði, og eins hinu, ef koma þarf slíkum erindum á framfæri. Ekki er unnt að svo stöddu að segja til um framhaldið, en stefnt er að því að fréttabréf, sem þetta komi reglulega út, jafnvel mánaðarlega. Með kveðju, Guðmundur Einarsson.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.