Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 10

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 10
VESTMANNSVATN Á baksíðu Æskulýðsblaðsins er grein, sem ber yfirskriftina Ný áform, þar er greint frá því að á sumri komanda muni horfist handa um byggingu kapellu í sumarbúðunum að Vestmannsvatni, svo og húsnæðis fyrir eftirlitsmann, sem hugsanlega byggi þar allt árið. "DAGUR Æ.S.K." I Æskulýðsblaðinu er greint frá því að til eflingar starfs- semi Æ.S.K. (Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti), munu hin ýmsu félög innan Æ.S.K. halda upp á daginn vxtt og breitt um Hólastifti, með samkomum og helgistundum. HIMINN I AUGUM í desember s.l. kom út vönduð bók, sem inniheldur úrval predikana sr. Þorsteins Briem. Vissulega ber að fagna því að bók þessi er komin út og víst er að öllum þeim sem eitthvað láta sig varða meistaraverk kristinna pródikana munu fagna útgáfu þessari. Á bókarkápu segir m.a. Hér kemur fyrir almenningssjónir úrval prédikana eftir sr. Þorstein Briem fyrrverandi prófast og ráðherra. Formála að bókinni ritar biskupinn yfir Islandi herra-Sigurbjörn Einarsson og segir þar m.a. "Síra Þorsteirin.prófastur Briem hefði orðið níræður á þessu ári 3. júlx. Hann var auð- kenndur maður,hvar sem hann fór og lét til sín taka. Og orðum hans fylgdu jafnan áhrif þeirrar persónugerðar, sem minnir á hin djúpu vötn, stillt og tær. Það var einmælt,að hann væri sá prestur sinna daga hérlendis, sem einna mest kvæði að. Bar þó frá um það álit, sem hann hafði á sér sem prédikari. Þar þóttu fæstir komast jafnfætis honum og enginn framar. Hann samdi ekki svo ræðu, að hann legði sig ekki allan x verkið. Missmíðum undi hann ekki og mundi seint hafa treyst þvi, að engin væru. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og gagnrýninn. Hugsjón hans um ábyrgð predikarans gagnvart Guði og mönnum var há og kröfumikil.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.