Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 3

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 3
EKKNASJÓÐUR ÍSLANDS Árlegur söfnunardagur fyrir Ekknasjóð Islands er 2. sunnudagur í marz. Það var sjómannskona, sem stofnaði þennan sjóð, ásamt manni sínum, á stríðsárunum, með höfðinglegu stofnframlagi. Hlutverk sjóðsins er að hlaupa undir bagga með ekkjum, sem eru í nauðum staddar fjárhags- lega. Slíkar ekkjur eru vissulega til, þrátt fyrir tryggingar. Getur styrkur bætt úr brýnni þörf, þótt ekki só hann hár. Sjóðurinn hefur getaö orðið mörgum að liði í tímabundnum erfiðleikum. En hann hefur ekki orðið nægilega öflugur til þess að geta bætt úr nema broti af þeirri þörf, sem greiða þyrfti úr. Á síðast liðnu ári veitti sjóðurinn 4 ekkjum úrlausn, samtals 250 þúsund krónur. Ráðstöfunartekjur hans eru nær eingöngu ágóði af merkjasölu hór í Reykjavík, svo og söfnunarfó í kirkjum. Stofnandi sjóðsins, frú Guðný Gílsdóttir, hefur um árabil sjálf annast umsjón með merkjasölunni x Reykjavík af miklum dugnaði og fórnfýsi. Undanfarin ár hefur hún notið ágætrar aðstoðar frú Margrótar Þórðardóttur, form. Mæðrafólags Reykjavíkur. Víðast um landið hefur árangur af fjársöfnun til Ekkna- sjóðsins verið lítill eða enginn að undanförnu. Það eru vinsamleg tilmæli, að menn muni sjóð þennan og hlutverk hans. Gjafir til hans eru kærleiksverk. Prestar eru beðnir að gera viðvart á Biskupsstofu um það, hvort þeir telji æskilegt að fá merki til sölu. Einnig er mælzt til þess, að þeir láti vita um ekkjur, sem hafa þörf fyrir styrk, og sæki um fyrir þær með sem gleggstum upplýsingum. Umsóknir sendist form. sjóðsstjórnar, biskupi. Framlög sendist Biskupsstofu.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.