Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 4

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 4
4. FERMIHGARNAiMSKEIÐ í KALL6RÍMSKIRKJU 16. OG 17. SEPTEHBER Eins og kynnt var á prestastefnunni í sumar, veröur haldið námskeið um ferminguna og fermingarundirbúning fyrir guðfræðinga og guðfræðinema í september. Að því standa Æskulýðsstarf og Menntamálanefnd þjóðkirkjunnar. Norrænir fermingarleiðtogar gera grein fyrir markmiði fermingar- undirbúningsins og helstu vandamálum hans. Þá verða kynntar félagsfræðilegar kannanir, sem þeir hafa gert á afstöðu fermingar- barnsins til Guðs, guðþjónustunnar, bænar og andakta, skólans, vina,tómstunda o.s.frv. Síðari daginn verður kynning á hjálpar- gögnum við fermingarundirbúning og sýnt hvernig beri að nota þau. Þá gefst þátttakendum kostur á að "líta inn í tíma'1 x fermingar- undirbúningi. Þar sem tími er naumur til stefnu, þurfa væntanlegir þátttakendur að tilkynna þátttöku nú þegar, annaðhvort skrifa strax, en þó helst hringja til skrifstofu æskulýðsfulltrúa. Þátttökugjald er ekkert. Veittir veröa tíu fararstyrkir, hver að upphæð kr. 5.000,- fyrir þá sem koma lengst að (Vestfjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum). Að öðru leyti verða þátttakendur að sjá um sig sjálfir hvað varðar fæði og húsnæði. Þess má geta að lokum að nýja fermingarbókin "Líf með Jesú" verður væntanlega til sýnis á námskeiðinu, en höfundur hennar Jan Carlquist er annar fulltrúi Svía á námskeiðinu.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.