Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 6

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 6
6. HÖNDIN, FRÉTTABRÉF HJALPARSTOFNUNAR KIRKJUNNAR 3. TLB. KOMIÐ ÚT í júlímánuði s.l. kom út 3. tlb. fréttabréfs Hjálparstofnunar kirkjunnar HÖNDIN, en sem kunnugt er er áformað að gefa út slíkt fréttabréf ársfjórðungslega til gefenda stofnunarinnar. Frétta- bréfið er prentað í dagblaðsformi í Blaðaprenti h.f. og gefið út x 10.000 eintökum sem send eru skv. spjaldskrá stofnunarinnar um land allt. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur á bessu ári einkum beitt sér fyrir tveimur ólíkum verkefnum,annars vegar að afla stofnuninni fastra gefenda, og hins vegar að vekja athygli á þörfum vangef- inna barna í landinu. í fréttabréfinu kemur fram að hundruð nýrra styrktarmanna hafi bæzt stofnuninni á þessu ári og nemi framlög þeirra hundruðum þúsunda á ári. í fréttabréfinu er enn haldið áfram að minna á þarfir þroskaheftra barna, og í því skyni eru m.a. viðtöl við tvo ráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og mennta- málaráðherra. Þá er viðtal við Torfa Tómasson framkvæmdastjóra Styrktarfélags vangefinna og einnig sagðar stuttar fréttir frá þróunarlöndum og helstu verkefnum á því sviði. Þess má að lokum geta í þessu sambandi að ráðgerð er önnur fjár- söfnun á hausti komanda ásamt Öllum þeim er að söfnuninni í fórnarviku stóðu, til sama málefnis, en í fórnarviku söfnuðust um 5 milljónir króna til þroskaheftra barna. Eru helst uppi áform um byggingu sérstaks afþreyingarheimilis fyrir vangefna, en nánar verður frá því skýrt síðar. ÞJÓÐRÆKNISBÚÐIR NÚ í sumar dvöldust hér 8 ungmenni frá Vesturheimi í boði æsku- lýðsstarfs kirkjunnar. Dvöldu þau nokkra daga í Reykjavxk, heimsóttu forseta íslands, biskup og ferðuðust um Suðurlandið og voru yfir helgi í Skálholti. Seinni hluta júlímánaðar störfuðu þau svo við að snyrta að umhverfi Stórutjarnarskóla, þar sem þau höfðu aðsetur þá daga. Um helgina 25. júlí tóku þau þátt í æsku- lýðsmóti á Vestmannsvatni. Þá hafði Landvernd boðið aðstöðu í Skaftafelli og voru þau þar í viku í vinnubúðum ásamt nokkrum íslenskum unglingum. Þær voru auglýstar sérstaklega í blöðum og útvarpi fyrir unglinga á aldrinum 16-20 ára og var merkilegt að

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.