Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Síða 11
11.
hvaða sálrænar breytingar eiga sér stað, á hvern hátt má hjálpa
honum að ná aftur jafnvægi, hvað segir kristin trú um dauða og
sorg. Síðan gat sr. Tomas helstu líkamlegra og sálrænna einkenna
hins syrgjandi skv. könnun sem gerð var í Bandarxkjunum á 100
einstaklingum. Þau fyrri voru einkum þau að viðkomandi á erfitt
með andardrátt, fær vöðvalömun, meltingartruflanir og lystarleysi.
Sálrænu einkenni nins syrgjandi voru skv. könnuninni aðallega þau
að hinn syrgjandi er bundinn við mynd hins látna, hefur sektar-
tilfinningu, framandi framkoma, reiði og eða örvænting gegn Guði
o.þ.h., óróleiki, taugaspenna, viðkvæmni, neitun á raunveruleik-
anum. Sr. Tómas ræddi þá ýmis ráð sem að gagni mættu koma, en
lagði höfuð áherslu á hlutverk prestsins að hjálpa syrgjandi að
vinna sig sjálfan í gegnum þá sálrænu truflun sem nefnd er sorg.
Þá ræddi hann hvað kristin trú hefði að segja syrgjendum. Truin
hjálpar syrgjanda aö horfast í augu við raunveruleikann. Hún
mælir ekki gegn sorgartjáningu. Kristin trú, persónulega reynd
og skilin, hefur alltaf andlegt lækningagildi á hæsta. stigi.
Þess vegna er allt starf kirkjunnar, boðun fagnaðarerindisins
fyrirbyggjandi starf og mikilvægur undirbúningur hverjum og
einum sem mætir sorginni og dauðanum.
Esra Pétursson flutti erindiö: "Sálgæsla prests frá sjónarmiði
læknis1'. Verður sxðar greint frá því.
Á prestastefnunni flutti og sr. Björn Jónsson erindi um "íslensk
safnaðarblöð. Rakti hann útgáfu þessara blaða í tímaröð, en þau
hafa reyndar fæst orðið langlíf, enda oftast verið einstaklings-
framtak. Frumkvöðull þessarar útgáfustarfsemi Valdimar V.
Snævarr, sem gaf út fyrsta safnaðarblaöið áriö 1937 (eða 1938) á
Noröfirði. Sr. Jón Kr. ísfeld, sem lengst af var sóknarprestur
á Bíldudal, mun í sambandi við útgáfumál safnaöarblaðs vera hvað
mikilvirkastur allt til þessa dags. Að lokum hvatti sr. Björn
sóknarpresta til þess að gera tilraun í einhveri roynd með slíka
útgáfustarfsemi í söfnuðunum. Sé hún unnin af einlægum huga,
þá fylgir henni ótvíræc blessun, sagði sr. Björn að endingu.
Sr. Jón Einarsson greindi frá störfum starfsháttanefndar og
lagði fram nokkra greinargerð uro stcrf hennar enda þótt hún
lyki ekki störfum fyrr en á næsta ári. Óskaði hann eindregið
eftir viðbrögðum manna við þessari greinargerð, þegar þeir hefðu
kynnt sér hana. Er því hér m.eð skorað á viðkomandi að verða
við þessum tilmælum.