Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Qupperneq 13
13.
UHSÖKKIR UM AUGLÝST PRESTAKðLL
Hinn 6. ágúst s.l. var annað prestsembættið við Dómkirkjupresta-
kall x Reykjavík auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti
til 27. ágúst. Tvær umsóknir bárust, frá þeim sr. Hannesi
Guðmundssyni, sóknarpresti, Fellsmúla, og sr. Hjalta Guömundssyni
sóknarpresti, Stykkishólmi.
Þá hefur verið auglýst laust til umsóknar annað prestsembættið
við Háteigsprestakall x Reykjavík. Umsækjendur eru þrxr,
sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrrv. sóknarprestur, Súgandafirði,
sr. Magnús Guðjónsson, fríkirkjuprestur,Hafnarfirði, og sr. Tómas
Sveinsson, sóknarprestur, Sauðárkróki.
Engar umsóknir bárust um þrjú prestsembætti, sem auglýst voru
nýverið laus til umsóknar, en það voru Hólaprestakall í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi, Siglufjarðarprestakall í Eyjafjarðarprófasts
dæmi og embætti farprests.
Þá hefur Vallanesprestakall í Múlaprófastsdæmi verið auglýst
laust til umsóknar, og er umsóknarfrestur til 20. september n.k.
Staða aðstoðaræskulýðsfulltrúa var auglýst laust til umsóknar
með umsóknarfresti til 1. ágúst. Tvær umsóknir bárust um
starfið frá Ragnari Snæ Karlssyni,Reykjavík og Stínu Gísladóttur,
kennara, Hafnarfirði. Stína Gísladóttir hefur verið ráðin til
starfsins frá 15. ágúst að telja.
NÝR ÆSKULÝÐSFULLTRÚI
Hinn 1. ágúst s.l. tók sr. Þorvaldur Karl Helgason við starfi
æskulýðsfulltrúa bjóðkirkjunnar.
Sr. Þorvaldur Karl er fæddur í’ Reykjavík 9. apríl 1950 , sonur
hjónanna Gunnþóru Kristmundsdóttur og Helga Þorlákssonar,
skólastjóra.
Sr. Þorvaldur lauk embættisprófi í guðfræði við H.I. vorið 1975
og tók þá vígslu sem farprestur. S.l. ár hefur hann þjónað
Vallarnesprestakalli í fjarveru sr. Gunnars Kristjánssonar.