Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Síða 15

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Síða 15
efst eru á baugi í hverju landi fyrir sig og sameiginleg í öllum þessum löndum, þaö eru: Skírnin og skírnarfræðslan og samband ríkis og kirkju. Hvert þessara mála birta vanda Norrænu kirkjnanna í hnotskurn. Auk þessa var tekin upp umræða um samvinnu Norðurlandanna í helgisiðamálum, og um gagnkvæman rétt til prestsþjónustu innan norrænna kirkna. Þar er ákveðin lagasetning í hverju landanna til hindrunar og auk þess hvað varðar íslendinga og Finna, tungumálaörðugleikar. Ungur finnskur biskup Paa vo Kortekaugas frá Knopio flutti stórmerkt erindi um frelsi mannsins x nútímaþjóðfélagi. Fundargestir sátu kvöldverðarboð í Hallgrímskirkju og Neskirkju x boði safnaðanna og auk þess sátu þeir boð forseta íslands og borgarstjórans í Reykjavík. A föstudeginum var haldið í skoðunar ferð til Þingvalla, þar sem kirkjumálaráðherra hélt hádegisverðar boð, en þaðan var haldið að Gullfoss og Geysi og lcks til Skálholts, þar sem fundinum var formlega slitið með guösþjónustu í kirkjunni. Aö kvöldi þessa dags var síðan snæddur kvöldverður í Lýðháskólanum í Skálholti. Það kom fram á blaðamannafundi með biskupunum að þeir væru sérlega ánægðir með allan undirbúning og framkvæmd fundarins og rómuðu þeir gestrisni og vinaþel, sem þeim hafði mætt hér á landi. Biskuparnir héldu síðan hver til síns heima sunnudaginn 8. ágúst.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.