Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Side 14

Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Side 14
Kópavogsblaðið14 Kynning TónLiST KópavogSKirKja Nýjar felgur undir bílinn geta gjörbreytt útliti hans og aukið verðmæti. Hjá Dekkjahúsinu við Dalbrekku í Kópavogi er nú hægt að mæta koma með bílinn og máta á hann nýja felgu, eigandanum að kost- naðarlausu. Eiður Örn Ármanns- son hjá Dekkjahúsinu segir að 15“ til 20“ felgur frá framleiðend- unum Viper, 4RATIS og Forzza séu vinsælar. „Glænýjar felgur, hvort sem þær eru svartar, dök- kgráar eða í öðrum lit gefa alg- jörlega nýtt útlit á bílinn, hvort sem er um smábíl eða jeppa að ræða. Þetta er eitthvað sem hefur verið ófáanlegt hér á landi hing- að til og er gaman að bjóða,“ segir Eiður og bætir því við að það hafi allir áhuga á að hressa upp á útlit bílsins á heimilinu með litlum tilkostnaði. „Að setja fallegar felgur á bílinn er ódýr og góð leið til að bæta útlit og verðmæti hans. Oft þarf ekki mikið meira til,“ segir Eiður. Dekkjahúsið býður einnig hágæða dekk sem heita Aurora, sem þykja mikil gæðadekkj. Einnig má nefna Gripmax dekkin. „Gripmax er okkar nýjasta lína í dekkjum fyrir jeppa og jepplinga. Þau dekk eru framleidd í Kína undir ströng- ustu gæðakröfum frá byrgjum í Evrópu og þykja í senn ódýr og góð,“ segir Eiður og bætir því við að Gripmax sé öflugur framleiðandi með gæðavöru á góðu verði. Hægt er að velja á milli fimm tegunda á dekkjum með mismunandi gripi, allt eftir því við hvaða aðstæður oftast er ekið. „Gripmax hefur gefist gríðarlega vel og er hagstæður kostur þegar kemur í vali á góðum og öruggum dekkjum á viðráðanlegu verði.“ Starfsári Samkórs Kópavogs fer nú senn að ljúka. Mikil gróska er í starfi Samkórsins og hefur félögum fjölgað og eru nú um 60 talsins. Friðrik S. Kristinsson tók við söngstjórastarfi kórsins haustið 2013. Hann hefur náð góðum árangri í að bæta hljóm kórsins og hafa kórfélagar tekið tilsögn hans vel enda ríkir metnaður og góður andi í kórnum. Samkórinn undirbýr nú afmælisár sitt en á næsta ári verður kórinn 50 ára. Hann var stofnaður af söngglöðum Kópavogsbúum 18. október árið 1966. Á afmælisárinu er meðal annars fyrirhugað ferðalag á Íslendingaslóðir í Kanada. Nú í vor efnir Samkórinn til tveggja tónleika sem bera yfir- skriftina: Vorgyðjan kemur. Tón- leikarnir verða haldnir í Digraneskirkju, þeir fyrri laugar- daginn 9.maí kl. 17.00 og þeir seinni á 60 ára afmælisdegi Kópavogsbæjar þann 11.maí kl. 20.00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og við allra hæfi. Ein- söngvari á tónleikunum verður sópransöngkonan María Konráðs- dóttir en hún hefur hlotið mikið lof Mátaðu nýja felgu á bílinn hjá Dekkjahúsinu Vorgyðjan kemur Dagur aldraðra í Þjóðkirkjunni Guðsþjónusta verður á degi aldraðra í Þjóðkirk-junni á Uppstigningar- María Konráðsdóttir syngur með Samkór Kópavogs 9. og 11. maí Uppstigningardagur í Kópavogskirkju fyrir sönghæfni sína. María hefur búið í Berlín síðan 2010 en hún kemur sérstaklega til landsins til að syngja á tónleikunum. Í Berlín stundar hún framhaldsnám í söng við listaháskólann í Berlín (Uni- versität der Künste) þar sem hún mun ljúka Bachelornámi nú í vor. María á sterkar rætur í Kópavogi en níu ára gömul fetaði hún í fót- spor föður síns Konráðs Konráðs- sonar og hóf nám í klarinettuleik í Skólahljómsveit Kópavogs undir handleiðslu Össurar Geirssonar og Margrétar Birnu Sigurbjörnsdóttur. Hún lauk burtfararprófi í klari- nettuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór í framhaldi af því í söngnám við sama skóla. Söng- kennari hennar þar var Dr. Þórunn Guðmundsdóttir. María kenndi klarinettuleik í Skólahljómsveit Kópavogs á árunum 2005 til 2010 áður en hún hélt til náms til Ber- línar. Það er sannarlega gleðilegt fyrir Kópavogsbúa að fá tækifæri til að hlýða á söng Maríu í þessari heimsókn hennar í heimabæ sinn. Orgel-og píanóleikari á tónleik- unum verður Lenka Mátéová en Lenka starfar sem organisti í Kópavogskirkju og er þetta í annað skipti sem hún sér um hljóðfæra- leik á tónleikum Samkórsins. Stjórnandi kórsins er eins og fram hefur komið Friðrik S. Kristinsson. Samkórinn býður alla bæjarbúa sem og aðra hjartanlega velkomna á tónleikana. Miðaverð er kr. 3.000 en miðar eru í boði í forsölu hjá kórfélögum á kr. 2.500. Einnig má panta miða með því að senda póst á: samkor@samkor.is Heimasíða kórsins er www.samkor.is Samkór Kópavogs óskar öllum Kópavogsbúum til hamingju með 60 ára afmælið! Birna Birgisdóttir formaður. degi 14. maí. Sr. Sveinn Valgeirs- son, prestur í Dómkirkjunni og fyrrum Kópavogsbúi, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti Kópavogskirkju. Kór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Julian Hewitt. organista og kvennakór undir stjórn Kristínar Ragnhildar Sig- urðardóttur syngur einnig. Á eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd Kárssnessóknar upp á meðlæti og kaffi í safnaðarheimilinu Borgum. Áðurnefndir kórar munu þá einnig syngja. Kársnessöfnður býður íbúum á hjúrkunarheimilinu Sunnuhlíð upp á akstur til og frá kirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Dómkór frá Lundúnum Fimmtudaginn 28. maí klukkan 20 heldur kór Soutwark dóm- kirkjunnar í Lundúnum tónleika í safnaðarheimilinu Borgum. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

x

Kópavogsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.