Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Blaðsíða 2
KÓPAVOGSBLAÐIÐ2 Fimmtudagur 27. október 2016
Full búð af nýjum
spennandi úrum
GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI
Álfabakka 16 • sími 587 4100
Axel Eiríksson úrsmíðameistari
Stál
50 m
Öryggislás
18.900 kr.
14.980 kr.
Stál 50 m
Auka leðuról fylgir
19.900 kr.
Vönduð & falleg úr
í lei & starfi F 16592 stál-50m
verð kr. 19.900
Kópavogsblaðið slf
Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson
Sími: 899 3024
Netfang: audun@kopavogsbladid.is
Heimasíða: www.kopavogsbladid.is
Hönnun: Guðmundur Árnason
Prentun: Landsprent
Dreifing: Íslandspóstur
Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi: Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni
samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á
skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog
að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.
Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi
NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 10. NÓVEMBER
SKIL Á AUGLÝSINGUM OG EFNI Í BLAÐIÐ ER FYRIR 7. NÓVEMBER
Samkóp hvetur alla foreldra
grunnskólabarna að taka þátt í
foreldrastarfi síns skóla.
Samkóp eru regnhlífarsamtök
foreldrafélaga grunnskóla
Kópavogs.
www.samkop.is
Alþjóðlega listahátíðin Cycle fer fram í Kópavogi dagana 27.-30. október og opnar
sýningin Þá sem hluti hátíðarinnar
í Gerðarsafni fimmtudaginn 27.
október kl. 18.
Listahátíðin Cycle er vettvangur
samtímatónlistar og myndlistar.
Hátíðin verður nú haldin í annað
skipti í listhúsum Kópavogs auk
þess sem hún teygir anga sína út
um alla Hamraborgina. Hátíðin
samanstendur af sýningu í Gerðar-
safni, fjölmörgum tónleikum og
gjörningum auk þess sem stofnað
hefur verið til samstarfs við Lista-
háskóla Íslands þar sem nemend-
um gefst kostur á að taka þátt í vinnu-
stofum og fyrirlestraröðum með
listamönnum hátíðarinnar. Hátíðin
er því vettvangur listsköpunar og
rannsókna sem er öllum opinn.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þá
og ná efnistökin yfir sífelldar endur-
tekningar, framtíðarspár og fortíðar-
minni, tíminn sjálfur er í forgrunni.
Um eitt hundrað íslenskir og al-
Alþjóðlega
listahátíðin
Cycle
MENNING
þjóðlegir listamenn taka þátt í hátíð-
inni og er samsýning erlendra og
innlendra listamanna opnuð í
Gerðarsafni sem hluti hátíðarinnar.
Sýningin hverfist um tíma, tíma í tón-
list, tímalausar endurtekningar, æf-
ingartíma og þá hugmynd að mögu-
lega sé til annað tilverustig í öðrum
tíma. Sýningunni er stýrt af Evu Wil-
son, sýningarstjóra og rithöfundi með
aðsetur í Berlín og London.
Cycle listahátíðin stimplaði sig vel
inn í menningarsenu Íslendinga á
sínu fyrsta ári og var tilnefnd til Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna 2015
sem viðburður ársins í flokki sígildrar-
og samtímatónlistar og til Menn-
ingarveðlauna DV 2015 í flokki
myndlistar. Frumsýning hátíðar-
innar hlaut mikla umfjöllun og var
vel tekið. Í umsögn Íslensku tónlis-
tarverðlaunanna um hátíðina segir
að hátíðin sé ,,afar metnaðarfull
og spennandi listahátíð þar sem
sjónum var beint að tengslum tón-
listar, hljóðlistar, gjörningalistar,
myndlistar og arkitektúrs í sam-
tímanum. Hátíðin átti í frjóu sam-
tali við áhorfendur og gesti og var
flutningur í hæsta gæðaflokki.”
Dagskrá hátíðarinnar má finna
á cycle.is og eru allir viðburðir
hátíðarinnar gjaldfrjálsir.
Hátíðin verður nú haldin í annað skipti í listhúsum Kópavogs.
Ef myndin prentast vel má greina volduga reyksúlu úr Heklu sem gaus árið 1947.
Hér er horft austur Nýbýlaveg sem var fyrsta gatan sem lögð var til að tengja saman
byggð í Kópavogi.
Heklugos 1947
SAGAN
Árla morguns 29. mars 1947 mátti sjá mikinn strók hefja sig upp yfir austurfjöllin.
Flestir Kópavogsbúar voru vísast til
í fastasvefni enda laugardagur og
klukkan ekki orðin sjö. Víst er þó
að einn íbúi var kominn á ról og
leið ekki á löngu þar til hann barði
þessa mögnuðu sýn augum. Sveinn
Mósesson var nú fluttur á Nýbýlaveg
28 (sem seinna fékk númerið 54) en
hann bjó áður við Álfhólsveg eins
og fram hefur komið í fyrri greinum
mínum um þennan frumbyggja
Kópavogs. Sveinn gerði sér þegar
grein fyrir að hér væri eitthvað stór-
brotið á ferðinni og var því ekki lengi
að hafa upp á myndavél og festa
sjónarspilið á filmu. Á myndinni
stendur skrifað: „Í byrjun Heklugoss
kl. 7 fyrir hádegi“.
Byggð var mjög strjál í Kópavogi
þegar myndin var tekin en á henni
má greina hús Finnjóns, bróður
Sveins, sem bjó við Nýbýlaveg 30
(seinna númer 62). Tvö hús voru á
lóð hans, vinnustofa og íbúðarhús.
Hinum megin vegar var nýbýlið
Ástún þar sem hjónin Matthías
og Steinunn stunduðu búskap.
Nýbýlavegurinn var fyrsta gatan
sem gagngert var lögð til að tengja
saman byggð í Kópavogi. Nýbýlin
voru norðan megin vegar en blett-
irnir sunnan megin. Nýbýlin voru
nokkrir hektarar en blettirnir yfirleitt
einn hektari og voru þeir upphaf-
lega ætlaðir til garðræktar en ekki
búsetu. Á myndinni má sjá hvernig
Nýbýlavegurinn liðast til „austurs“
í svo til algerri auðn en meðfram
standa rafmagnsstaurar eins og
fyrirheit um þá blómlegu byggð sem
þarna átti eftir að rísa.
Heklugosið þótti tíðindum sæta
enda hafði þetta fornfræga eldfjall
legið í dvala í rúmlega 100 ár. Gosið
hófst með miklum látum og sendi
frá sér volduga reyksúlu sem er talin
hafa náð um 30 kílómetra hæð á
fyrstu stundum gossins. Rúmlega
fimm kílómetra sprunga reif fjallið
í sundur og ætluðu menn að „sjást
muni meðan heimur stendur“ og
vísuðu þar til annála fyrri alda þar
sem segir frá álíka hamförum.
Íslenskur vísindamaður lést þegar
hann varð fyrir glóandi hraunhellu
en annars olli gosið ekki teljandi
tjóni. Það stóð í 13 mánuði og var
það fyrsta sem rannsakað var í
þaula hérlendis. Almenningur fékk
betri tækifæri til að fylgjast með
framvindu þess en áður hafði þekkst
enda voru blöð og útvarp uppfull
af gosfréttum. Fjöldi mynda sýndi
ennfremur hvílíkt sjónarspil var hér
á ferðinni en ljósmyndir höfðu aldrei
áður náðst af Heklugosi – hvað þá
kvikmyndir.
Margir lögðu leið sína austur til að
komast nær sjónarspilinu og sögðu
blöðin frá umferðaröngþveiti á
Hellisheiðinni á fyrsta degi gossins.
Í þeim kom einnig fram að þeir
sem þangað fóru hafi ekki séð
meira en þeir sem voru um kyrrt í
bænum. Mynd Sveins Mósessonar
er alltént góður vitnisburður um þá
stórbrotnu sýn sem birtist íbúum
höfuðborgarsvæðisins í upphafi
Heklugossins.
Leifur Reynisson.
Grein þessi er viðbót við frásögn sem birtist
í smáritinu „Landnemar í Kópavogi“ sem
Leifur skrifaði fyrir Sögufélag Kópavogs og
Héraðskjalasafn Kópavogs. Í því riti setur Leifur
sögu Guðdísar og Sveins í samhengi við sögu
Kópavogs. Ritið má nálgast í Héraðsskjalasafni
Kópavogs.
Sími: 588 9705
www.skautaholl.is
Opnunartímar:
Mánud., Þriðjud. og Miðvikud.
12:00 til 15:00.
Fimmtudaga
12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30.
Föstudaga
13:00 til 19:00.
Laugardaga og Sunnudaga
13:00 til 18:00.
Skólar og sérhópar:
Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00.