Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Blaðsíða 12

Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Blaðsíða 12
KÓPAVOGSBLAÐIÐ12 Fimmtudagur 27. október 2016 Hringavitleysa pólitíkusa í Kópavogi BRÉF TIL BLAÐSINS Ég undirritaður hef verið í miklum skrifum við Um-hverfis- og skipulagsnefnd í nokkur ár. Þau hófust 2009 þar sem ég hef verið að benda á slysagildru á gatnamótum Dalvegar og Hlíðar- hjalla sem eru gríðalega hættuleg gatnamót. Þar sem engin gangbraut er fyrir notendur strætó hafði ég samband við Strætó bs og þeir sögðu mér að þetta væri mál Kópavogsbæjar. Nefndarmenn í Umhverfis- og skipulagsnefnd fundu þessu máli strax allt til foráttu og töfðu eins og þeir gátu. Að mörgum bréfum lokn- um sáu þeir vandamálið loksins. Gatnamót Dalvegar og Hlíðarhjalla er mikil slysagildra að mati bréfritara. En þá upphófst sundrung í nefnd- inni, hvort þar ætti að vera umferðarljós eða hringtorg. Það tók nokkra fundi að leysa það mál og loks kom niðurstaða 06.09.2016. Umferðarljós skulu það vera. Hélt maður að þetta væri þá leyst eftir bréfaskriftir frá 2009-2016. Nei það var ekki svo. Nú eru þessi gatna- mót ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi 2018. Og nú, þegar bæjarstjórn er í miðri fjárhagsáætlun, er hægt að breyta þessu. Miðað við umferðarþunga og hraða á Dalveginum verður búið að keyra á gangandi vegfarenda áður en nokkuð verður að gert. Og þeir sem nota almen- ningssamgöngur eru oftast börn og eldra fólk. Því miður verður það einhver sem okkur þykir vænt um. Þessi bæjarstjórn hefur haft það fyrir venju að gera ekkert fyrr en það birtist í sjónvarpinu eða á vefmiðlum.Svoleiðis vinnubrögð þarf að bæta. Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta, en ég vil bara Gunnar Birgisson aftur. Þá gerðust hlutirnir. Minna talað og meira gert. Sigurður Örn Sigurðsson Skógarhjalli 6 Framsókn fyrir fólkið Eygló Harðardóttir 1. sæti Suðvesturkjördæmi Willum Þór Þórsson 2. sæti Suðvesturkjördæmi 25% skattur á meðallaun Okkar orðum fylgja efndir Skuldaleiðréttingin Kaupmáttur aldrei verið meiri Ný úrræði í húsnæðismálum Hækkun hámarksgreiðslna í fæðingarorlofi Veruleg hækkun lífeyris til aldraðra Verðbólga í sögulegu lágmarki

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.