Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Blaðsíða 11
KÓPAVOGSBLAÐIÐ 11Fimmtudagur 27. október 2016
XKosningar 2016 KÓPAVOGSBLAÐIÐ
XKosningar 2016 KÓPAVOGSBLAÐIÐ
Hvernig get ég
flutt að heiman?
VIÐREISN
Hátt hlutfall ungs fólks býr enn hjá foreldrum sínum, eða nánar tiltekið 40% fólks
á þrítugsaldri. Það er einna helst
þrennt sem gerir þessum hópi erfitt
fyrir að flytja að heiman; ómarkviss
stuðningur, hár byggingakostnaður
og háir vextir.
Þær lausnir sem aðrir flokkar hafa
boðað að undanförnu taka ekki
almennilega á þessum þremur
atriðum. Þvert á móti ýta þær undir
eftirspurn án þess að lagðar séu fram
raunhæfar lausnir til að auka fram-
boð af húsnæði.
Bjarni Halldór Janusson, er í 4 sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Framboðsaukning
nauðsynleg
Sé ekki nægt framboð húsnæðis
miðað við eftirspurn má gera ráð
fyrir hækkun á húsnæðisverði. Í
dag er framboð af eignum langt frá
því að mæta vaxandi eftirspurn eftir
eignum. Fasteignaverð mun því að
öllum líkindum hækka næstu árin.
Í dag er það nógu hátt fyrir, en fast-
eignaverð hefur hækkað um ríflega
12% á þessu ári.
Til að mæta eftirspurn og byggja
húsnæði í meira mæli þarf að
tryggja nægt framboð lóða hverju
sinni, hvort heldur sem er til
leigu eða kaups. Draga þarf úr
byggingarkostnaði og skapa hvata til
að byggja húsnæði með hagkvæmum
hætti. Endurskoða þarf íþyngjandi
gjaldtöku og draga úr vægi úreltra
reglugerða. Horfa þarf til aukinnar
Af stórum og litlum
kökum
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Íslenskir vinstri menn eru ekkert öðruvísi en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Þeir trúa
því í einlægni að upphaf og endir
lífsgæða séu hjá ríkinu. Aukin umsvif
ríkisins og annarra opinberra aðila
er ekki aðeins æskileg, heldur mark-
mið og mælikvarði á velferð þjóðar.
Í fyrirmyndarríki vinstri manna
skiptir stærð þjóðarkökunnar ekki
mestu heldur hversu stóra sneið
hið opinbera tekur af kökunni. Því
Óli Björn Kárason, skipar 4 sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur-
kjördæmi
meiri sem samneyslan er – útgjöld
ríkis og sveitarfélaga – sem hlutfall
af landsframleiðslunni (sneiðin af
þjóðarkökunni) því meiri velferð.
Velferðin er sögð meiri þegar
samneyslan er 50% af 1.500 mill-
jarða þjóðarframleiðslu en ef ríki og
sveitarfélög taka „aðeins“ til sín 40%
af 2.000 milljörðum. Engu skiptir
þótt útgjöld hins opinbera séu 800
milljarðar í stað 750 milljarða þegar
kakan er stærri.
Stærri sneið – minni kaka
Áhugi vinstri manna beinist ekki að
því að baka stærri köku. Áhuginn
er að tryggja hinu opinbera eins
stóran og helst sístækkandi sneið
af þjóðarkökunni. Engum á að koma
á óvart að þeir séu uppteknir af því
að auka jöfnuð í þjóðfélaginu en
hafa takmarkaðar áhyggjur af því að
bæta almenn lífskjör. Samfylkingar
og vinstri grænir eru sérlega hreyk-
nir af „árangri“ hinnar norrænu
velferðarstjórnar sem jók jöfnuðinn,
en lífskjör allra versnuðu. Jöfnuður
niður á við er æskilegri en bætt lífs-
kjör allra.
Hugmyndafræði hlutfallstalna er
inngreipt í hugmyndafræðina. Að
einstaklingar og fyrirtæki fái að
halda meiru eftir er gagnrýnt enda
byggt á þeirri sannfæringu að aukin
samneysla sé æskilegri en hærri
ráðstöfunartekjur heimilanna og
bætt lífskjör.
Sjálfstæðismenn vilja stækka kökuna
og bæta lífskjör allra. Einfalt og
gagnsætt skattkerfi þar sem gætt er
hófsemdar í álögum á fyrirtæki og
einstaklinga, þar sem framtakssemi
fær að njóta sín, eykur hagsæld og
velferðar þjóðar.
Kosningarnar 29. október næst-
komandi snúast fyrst og síðast um
hvort til valda kemst vinstri stjórn
sem innleiðir að nýju hugmynda-
fræði stórrar sneiðar og minni köku,
eða hvort við höldum áfram að auka
hagsæld allra og styrkja velferðar-
kerfið, með dugmiklum bakstri
okkar allra.
nýsköpunar á íbúðamarkaði, þar
sem horft verði til íbúðarforma sem
endurspegla kröfur. Má þar fyrst og
fremst nefna smærri íbúðir og aukið
vægi sameigna.
Óstöðugleiki er ólíðandi
Á húsnæðismarkaði er óstöðugleiki
hagkerfisins og gengissveiflur
krónunnar mikill óvinur. Það er ekki
hægt að sjá fram á betra ástand á
húsnæðismarkaði nema með því að
gera breytingar í gengisfyrirkomu-
lagi. Æskilegt væri að festa íslenska
krónu við erlenda mynt með mynt-
ráði til að tryggja þann stöðugleika
sem nauðsynlegur er húsnæðis-
markaði. Slíkt mun einnig hafa
jákvæð áhrif á vaxtastig og bein
áhrif á möguleika ungs fólks til
fasteignakaupa með lækkun vaxta.
Af eigin raun veit ég hve erfitt það
er ungu fólki að flytja heiman – og
ekki síst hve erfitt það er reka sitt
eigið heimili þegar maður flytur
loks að heiman. Þar leikur gífurleg
vaxtabyrði eitt stærsta hlutverkið,
en íslensk heimili verja um 10%
ráðstöfunartekna sinna í vaxta-
greiðslur. Lækkun vaxta gæti þannig
verið ein mesta kjarabót í lífi okkar
unga fólksins sem er að stíga sín
fyrstu skref í lífi fullorðinna.
Vilt þú flytja
að heiman?
SAMFYLKINGIN
Allt of mikið af ungu fólki er fast heima hjá foreldrum sínum árum saman eða
á rándýrum og ótryggum leigu-
markaði. Slíkt veldur því að fólk þurfi
að flytja á nokkurra ára fresti, oft með
skömmum fyrirvara, og erfitt er að
Sema Erla Serdar, skipar 3. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðvestur-
kjördæmi.
gera framtíðarplön. Stærstu útgjöld
heimilisins eru í húsaleigu og lítið er
eftir fyrir aðrar nauðsynjar.
Margir í þeim sporum myndu
gjarnan vilja festa kaup á sínu eigin
húsnæði enda er mánaðarleiga hærri
en afborgun á húsnæði. Vanda-
málið er hins vegar að kljúfa
útborgunina, það er, munurinn á
kaupverði og hámarksláni, og því á
ungt fólk í vanda við að koma sér upp
þaki yfir höfuðið. Það er ómögulegt
að greiða húsaleigu og spara fyrir
öruggu húsnæði.
Samfylkingin vill hjálpa ungu
fólki að flytja að heiman og losna af
óstöðugum leigumarkaði. Það ætlar
hún gera með því að byggja 5000
leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, þar
af 1000 námsmannaíbúðir, og taka
upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka
skerðingarmörk og styðja betur við
barnafjölskyldur en nú er gert.
Samfylkingin ætlar einnig að hjálpa
ungu fólki að eignast eigið húsnæði.
Það ætlar hún að gera með því að
bjóða þeim sem ekki eiga fasteign að
nýta fyrirframgreiddar vaxtabætur til
að fjármagna útborgun í íbúð. Miðað
við tekju- og eignamörk vaxtabóta
myndi það þýða 3,0 m.kr. fyrir fólk í
sambúð, 2,5 m.kr. fyrir einstætt for-
eldri og 2,0 m.kr. fyrir einstakling.
Þrjár milljónir króna duga til dæmis
fyrir útborgun á 20 milljón króna
íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti
útborgunar í dýrari eign.
Með þessum stuðningi vill Sam-
fylkingin hjálpa okkur unga fólkinu
að komast úr foreldrahúsum eða
námsmannaíbúðum og leigjendum
í öruggt húsnæði. Hljómar það ekki
vel?
VG er treystandi
fyrir verkefnum
framtíðarinnar
VINSTRI GRÆNIR
Alþingiskosningar nálgast óð-fluga og margir kjósendur gera nú upp hug sinn síðustu
daga fyrir þær. Það er persónulegt
val hvers og eins að kjósa stjórn-
málaflokk en líka mikilvæg ákvörðun
sem skiptir máli fyrir okkur öll hin.
Þegar við tökum ákvörðunina um
hverjum við viljum gefa atkvæði
okkar, þá skulum við því líka spyrja
okkur um leið hvers konar samfélag
við viljum byggja upp til framtíðar.
Eins og allir vita, kjósum við nú
snemma í kjölfar hneyklismála ráð-
herra. Fjársterkir ráðamenn vildu
forðast að borga sanngjarnan hlut
til samfélagsins og reyndu að koma
undan fjármunum sínum í aflands-
félög. Þannig samfélag ójöfnuðar
viljum við ekki. Við sýndum það í
verki þegar við mótmæltum við Al-
þingishúsið 4. apríl síðastliðin. Það
voru ein fjölmennustu mótmæli Ís-
landssögunnar og gáfu mjög skýr
skilaboð um að hér eigi ekki að búa
tvær þjóðir í einu landi. Að fólk vill
skila sínu til samfélagsins og að við
eigum öll að gera það. Við viljum
ekki heldur fjársvelt heilbrigðis-
kerfi þar sem starfsfólk býr við tvö-
falt álag samanborið við sjúkrahús
í nágrannaríkjunum. Við viljum
ekki að öryrkjar og aldraðir fái ekki
mannsæmandi framfærslu eða að
lægstu laun dugi ekki til. Við viljum
ekki samfélag þar sem hinir ríku
verða miklu ríkari á meðan hinir
efnaminni og ungu hafa stöðugt
minna á milli handanna. Þar sem
ójöfnuður vex. Við viljum réttlátara
samfélag. Þar sem allir hafa jafnan
rétt til lífsgæða óháð fjárhag, stétt
eða stöðu. Að allir fái bestu heil-
brigðisþjónustuna og geta stundað
nám við hæfi. Samfélag með sann-
gjörnu og réttlátu skattkerfi. Þar sem
strákar og stelpur hafa jöfn tækifæri,
þar sem kynbundið ofbeldi á ekki
að líðast eða að konur fái lægri laun
en karlar. Við viljum mannúðlegt
samfélag sem býður fjölskyldur og
börn á flótta undan stríði velkomið.
Samfélag sem ber hag náttúrunnar
fyrir brjósti í hvívetna og þar sem
stigin eru alvöru skref til að draga
úr loftslagsbreytingum.
VG er treystandi fyrir þeim
verkefnum
Við stöndum frammi fyrir einstöku
tækifæri kæru kjósendur. Segjum
skilið við afturhaldssama og gamal-
dags hagsmunapólitík fortíðarinnar.
Stígum saman skref til framtíðar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er oddviti
Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.