Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Blaðsíða 18
KÓPAVOGSBLAÐIÐ18 Fimmtudagur 27. október 2016
Fögnuðu Evrópu-
meistaratitli
FIMLEIKAR
Evrópumótið í hópfimleikum fór fram í Slóveníu dagana 12.-15. október 2016. Íþrótta-
félagið Gerpla átti alls 19 fulltrúa í
landsliðum Íslands og 6 þjálfara sem
komu að verkefninu og fylgdu lið-
unum alla leið. Íslensku liðin áttu
einstaklega gott mót og er skemmst
frá því að segja að öll liðin komu með
verðlaun heim af mótinu þó svo há-
punkturinn hafi verið Evrópu-
meistaratitill stúlknaliðsins. Blönd-
uðu liðin nældu sér bæði í brons-
verðlaun og kvennaliðið fékk silfur-
verðlaun. Þriðjudaginn 18.október
fór fram skemmtileg samvera til
heiðurs keppendum og þjálfurum
Gerplu á Evrópumótinu sem fram
fór í Slóveníu. Gerpla afhenti kepp-
endum og þjálfurum blóm og Harpa
Þorláksdóttir, formaður Gerplu, og
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri,
töluðu til keppenda og þjálfara
og hvöttu þau áfram til frekari
afreka. Að lokinni myndatöku var
svo öllum boðið í osta- og köku-
veislu.
Evrópumeisturunum var vel fagnað.
Myndatexti.
Bárður Örn Birkisson, Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára.
Stephan Briem, Íslandsmeistari í flokki
13-14 ára.
Stephan Briem og Bárður Örn
Íslandsmeistarar
SKÁK
Stephan Briem, úr skákdeild Breiðabliks, sigraði í flokki 13-14 ára og Bárður Örn Birk-
isson, Smáraskóla, sigraði í flokki
15-16 ára á Íslandsmóti ungmenna
í skák sem fram fór í Rimaskóla á
dögunum. Stephan, sem er á yngra
ári í flokknum, hlaut sex vinninga
af sjö mögulegum. Bárður Örn
sigraði með 4,5 vinningum af fimm
mögulegum og leyfði einungis
jafntefli gegn bróður sínum. Aðrir
keppendur frá Skákdeild Breiðabliks
náðu einnig mjög góðum árangri.
Birkir Ísak Jóhannsson, unglinga-
meistari Breiðabliks, varð annar í
13-14 ára flokknum. Ísak Orri Karls-
son og Örn Alexandersson urðu í 3.
og 4. sæti í flokki 11-12 ára. Gunnar
Erik Guðmundsson lenti í 2.sæti
eftir úrslitaeinvígi í flokki 9-10 ára.
Óttar Örn Bergmann Sigfússon lenti
í 3.sæti og Benedikt Briem, bróðir
Stephans, lenti í því fjórða í sama
flokki. Tómas Möller varð svo annar
í flokki 8 ára og yngri.
Aðrir verðlaunahafar úr
Kópavogi (ýmist í Taflfélagi
Reykjavíkur eða Huginn):
Flokkur 15-16 ára
2. Björn Hólm Birkisson, Smáraskóla
3. Dawid Kolka, Álfhólsskóla
Flokkur 11.-12. ára
2. Róbert Luu, Álfhólsskóla
Flokkur 9.-10. ára stúlkur
2. Freyja Birkisdóttir, Smáraskóla
Flokkur 8 ára og yngri - stúlkur
2. Katrín María Jónsdóttir, Salaskóla
Það er gott að tefla í Kópavogi.
Óskað eftir
ljóðum í ljóða-
samkeppni
LJÓÐ
Lista- og menningarráð Kópa-vogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasam-
keppninnar um Ljóðstaf Jóns úr
Vör.
Skilafrestur í keppnina er til og
með 12. desember og skal ljóðum
skilað með dulnefni. Hverju ljóði
skal fylgja umslag merkt með dul-
nefninu sem inniheldur upplýsin-
gar um nafn, heimilisfang og síma-
númer skáldsins. Einungis umslög
sem tilheyra ljóðum sem fá verðlaun
eða viðurkenningu verða opnuð og
öllum gögnum verður fargað að
keppni lokinni. Athugið að ljóðin
mega ekki hafa birst áður.
Greint verður frá niðurstöðum
samkeppninnar og verðlaun veitt
21. janúar 2017. Þann dag verða 100
ár liðin frá fæðingu skáldsins sem
bjó nálega allan sinn starfsaldur í
Kópavogi. Verðlaunaafhendin-
gin er hluti af Dögum ljóðsins í
Kópavogi, árlegri ljóðahátíð sem
hefur þann tilgang að efla og vekja
áhuga á íslenskri ljóðlist. Núver-
andi handhafi Ljóðstafins er Dagur
Hjartarson skáld.
Utanáskriftin umslaga með
ljóðum skal vera:
Ljóðstafur Jóns úr Vör
Menningarhús Kópavogs
Fannborg 2
200 Kópavogur
Glíman við
vatnið
BÓKASAFN KÓPAVOGS
Myndlistarsýning Öllu Plug-ari var opnuð fyrr í mán-uðinum á aðalsafni Bóka-
safns Kópavogs. Alla hefur verið
búsett á Íslandi um árabil og íslensk
náttúra varð til þess að hún hóf
iðkun málaralistarinnar. Sérstak-
lega er það íslenska vatnið sem er
henni hugleikið, en í verkum hennar
má sjá ýmsar birtingarmyndir þess.
„Alla hefur verið einn af fastagest-
um okkar um árabil og hefur áður
verið með minni sýningar hjá okkur,“
segir Gréta Björg Ólafsdóttir, deild-
arstjóri á Bókasafni Kópavogs og
einn af umsjónarmönnum sýning-
arsalarins. „Það er skemmtilegt
þegar fólk sem hefur mikið verið
hérna nýtir rýmið til þess að miðla
því sem það er að gera. Það finnst
okkur skipta máli, þessi tenging við
samfélagið.“
Verkin sem Alla sýnir í Kópavogi
eru öll nýlegar olíumyndir á striga.
Landslag er viðfangsefni hennar,
bæði í borg og sveit, en líka má
finna á sýningunni uppstillingar og
draumkenndar staðleysumyndir.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin á afgreiðslutíma Bókasafns
Kópavogs og mun standa til 12.
nóvember.