Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Síða 2

Bæjarins besta - 06.01.1993, Síða 2
2 BÆJARINS BESTA • Mióvikudagur 6. janúar 1993 • í dag var formlega gengið frá kaupum Þorfinns hf. á togaranum Gylli ÍS og var hann um leið afhentur nýjum eigendum á Flateyri. Gyllir ÍS-261 afhentur nýjum eigendum í dag: Kaupverð skipsins er 378 milljónir • Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði: 101 fæðing á árinu -32 börnum fleira nú en í fyrra FÆÐINGUM á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði hefur fjölgað mjög frá fyrra ári en þá voru þær einungis 69. Fæðingarmetið síðan 1988 var þó ekki siegið en jafnað. Drengirnir eru í meirihluta nú eða 59 en stúlkurnar eru 42. Síðast birtum við tölur frá 13. nóvember en þá hafði 91 barn litið dagsins ljós. 10 börn hafa bæst í hópinn síðan þá og hér koma þau: 19. nóvember. Drengur, 3750 g. 53 cm. Foreldrar: Fríða Dóra Magnúsdóttirog Ari Birkisson, Lyngmóum 10, Garóabæ 21. nóvember. Drengur, 4150 g. 54 cm. Foreldrar: Hugrún Kristinsdóttir og Gunnar Gaukur Magnússon, Móholti 9, ísafirði. 26. nóvember. Stúlka, 3300 g. 52 cm. Foreldrar; Jóna Lind Karlsdóttir og Guðmundur Rafn Kristjáns- son, Arvöllum 2, Hnífsdal. 30. nóvember. Stúlka, 3960 g. 52 cm. Foreldrar: Sigríður Björgmundsdóttir og Sigmundur Þorkelsson, Holtabrún 10, Bolungarvík. 5. desember. Drcngur, 4080 g. 53 cm. Foreldrar: Sigríður Helena Smáradóttir og Hermann Oskarsson, Sundstræti 24, ísafirði. 6. desember. Drengur, 2985 g. 49 cm. Foreldrar: Margrét Osk Jónsdóttir og Sæ var Óskarsson, Skipagötu 4, ísafirði. 12. desember. Stúlka, 3520 g. 52 cm. Foreldrar: Sigrún Sigvaldadóttir og Kristján Jóakimsson, Urðavegi 51, ísafirði. 13. desember. Drengur, 3750 g. 53 cm. Foreldrar: Harpa Stefánsdóttir og Diego Garcia, Urðavegi 62, Isa- firði. 14. desember. Drengur, 4420 g. 56 cm. Foreldrar: Kristrún Einarsdóttir og Hermann Bjömsson, Múla- landi 12, ísafirði. 20. desember. Stúlka, 3160 g. 49 cm. Foreldrar: Sólveig Sigríður Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Hólm Torfa- son, Aðalgötu 2, Súðavík . -ma. SÍÐDEGIS í gær, þriðjudag, skrifuðu stjórnarmenn Þorfinns hf. og Hjálms hf. á Flateyri undir staðfestingarskjal vegna kaupa fyrrnefnda fyrir- tækisins á skuttogaranum Gyllir ÍS-261. Formleg undir- skrift kaupsamnings og af- hending skipsins fór síðan fram á Flateyri um hádegis- bilið í dag og er þar með TVÖ ný skip hafa bæst í flota ísfirðinga að undan- förnu. Útgerðarfélagið Iðunn hf. sem er í eigu Eiríks Böðvarssonar og eiginkonu hans festi fyrir stuttu kaup á vélbátnum Auðni frá Kefla- vík og nú hefur Asberg Pétursson einn aðaleigandi fiskvinnslunnar Leiti hf. í Hnífsdal fest kaup á Jöfri KE 17. Ekki tókst að ná sambandi við Asberg áður en blaðið fór í prentun en Eiríkur Böðvarsson eigandi m/b Auðuns sagði í sagði í sam- tali við blaðió að skip hans óvissuþætti um afdrif togarans lokið. Að sögn Þorleifs Pálssonar stjórnarformanns Þorfinns hf. og Ishúsfélags Isfirðinga hf. en þar mun togarinn landa afla sínum framvegis, var kaup- verð skipsins 378 milljónir króna og var í kaupverðinu reiknað með 1.145 þorskígilda kvóta. Óvíst er hvenær skipið heldur á veiðar en að sögn væri í í Noregi þar sem unnið væri að því að setja beitningarvélar í skipið. Aætlaði hann að þeirri vinnu yrði lokið um næstu mánaðar- mót og myndi skipið þá þegar halda á línuveiðar og yrði aflinn selduráfiskmarkaðiauk þess sem um beinan útflutning yrði að ræða. Hann sagði ennfremur að yfir sumartímann myndi Auðunn stunda úthafsrækju- veiðar og yrði aflinn lagður upp hjá Básafelli hf. en þar er Eiríkur meðal annars einn eigenda. -s. ísafjörður: Tvö ný skip í flotann Ðylgjan á ísafirði: Skammt stórra 1 •• / •!!• hogga a milli VIÐ SÖGÐUM frá því í síðasta tölublaði að út- sendingar útvarps- stöðvarinnar Bylgjunnar sem auglýstar höfðu verið á Stöð 2 á útsendinga- tíðninni 93,7 yrðu áfram eftir áramót og þá á sömu útsendingartíðni og verið hefur undanfarna mánuði eða á 97.9. Það sem gerst hefur síðan þá er einfaldlega það að ekkert hefur heyrst í stöóinni og hafa þeir aðilar sem stóðu að útsendingunum á ísafirði hætt starfsemi og bendir því allt til þess að Isfirðingar muni ekkert heyra t stöðinni í bráð. Sigurður Ingólfsson tækni- maður hjá íslenska Útvarps- félaginu, eiganda Bylgjunnar sagði t samtali við blaðið í gæraóþeiraðilarsem staðið höfðu að þessum út- sendingum hefðu guggnað á verkefninu vegna þesS hversu dýrar ú tsendi ngamar rey ndust þeim og tók hann þar sérstak- lega til leigu á þeim búnaði sem til þurfti og kom frá Pósti og stma. Hann sagði ennfremur að eins og staðan væri í dag þá benti ekkert til annars en að ísfirðingar yrðu án Bylgjunnar þar til ljós- leiðarakerfið hjá Pósti og síma yrði komið í gagnið og allt benti til þess aó það yrði með haustinu. ,,Eg get ekkert fullyrt um þaó á þessari stundu hvortíslenskaútvarps- félagið sé tilbúið til að koma upp sendi áísafirði, fyrst verð ég að ræða það við mína menn sem ég skal gera og ég vonast til þess að geta veitt þér nánari fréttir fljótlega” sagði Sigurður. Á meðan svo er verða Is- firðingar að láta sér nægja að hlusta á hió ríkisstyrkta útvarpsfélag hvort sem er Rás 1 eða Rás 2. -s. Þorleifs verður reynt að koma því á veiðar við fyrsta hentugleika og ekki er vitað hvort skipið kemur til Isa- fjarðar strax eða hvort það heldur á veiðar frá Flateyri. Skipið mun allavega koma til ísafjarðar til að landa eftir sína fyrstu veiðiferð hjá nýjum eigendum. Meirihluti áhafnar skipsins verður sá sami og var fyrir kaupin og verður Grétar Kristjánsson áfram skipstjóri. Aðspurður um hvort fleiri skipakaup væru á döfinni hjá fyrirtækinu sagði Þorleifursvo ekki vera, kaupin á Gylli væru nógu stór biti að glíma við en það er keypt að stórum hluta með yfirtöku lána. Skilyrði fyrir kaupunum var að Lands- bankinn myndi samþykkja þau og hefur hann gefið jáyrði sitt. • Jöfur KE-17 hefur nú verið keyptur til ísafjarðar. Kaupandinn er Ásberg Pétursson, einn aðaleigandi fiskivinnslunnar Leiti hf. í Hnífsdal. ísafjörður: Brunaútköllum fer fækkandi SAMKVÆMT upp- lýsingum frá slökkviliðs- stjóra á ísafirði fer brunaút- köllum þar fækkandi. Tölur frá sl. þremur árum sína það glöggt. í sjúkraflutningum hefur cinnig orðið töluverð fækkun á milli ára, allt að 30% fækkun. Árið 1990 voru 19 brunaút- köll á ísafirði. Árið 1991 voru þau 14 en 7 á síðastliðnu ári. Ástæðunafyrirþessari fækkun telur slökkviliðsstjóri vera fyrirbyggjandi starf á sviði eldvarnaeftirlits sem unnið er að slökkviliðinu. Mesta tjón á síðasta ári varð þegar Dröfn ÍS sökk við Máfa- garð. I öðrum tilfellum var yfirleittum litlarskemmdirað ræða og í einu þcirra kom slökkviliðið í veg fyrir stór- tjón með snarræði sínu. Sjúkraflutningar voru 203 á síðasta ári. Árið þar á undan voru þeir 212 en 243 árið 1990. Þarna er einnig um töluverða lækkun að ræða og er það góðs viti. Að meðaltali eru 2 flutningar á mánuði. Ábcrandi fæst slys hafa orðið í septembermánuói sl. þrjú ár en að öðru leyti stendur enginn mánuður upp úr sem sérstakur slysamánuóur. Útköllum innanbæjar hefur fækkað á sl. þremur árum úr 196 í 151 á sl. ári. Á Flateyri hefursjúkraflutningum fjölgað úr 15 1990 í 22 1992. Það er athyglisvert að á Þingeyri og í Bolungarvík er einungis um eitt útkall að ræða áárinu en á öðrum stöðum eru ekki áberandi breytingar. -ma.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.