Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 3
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 6. janúar 1993 3 ísafjarðardjúp: Rækjuveiðin gekk vel -þrátt fyrir otið 1 desember RÆKJUVEIÐIN við ísa- fjarðardjúp gekk vel á síðasta ári. Alls veiddust 906 tonn af rækju sem er þó mun minna en árið á undan. Rækjukvótinn í Djúpinu er 2500 tonn og eru því tæp 1600 tonn enn eftir sem veidd verða á vorvertíð. A sama tíma 1991 höfðu komið á land 990 tonn af rækju sem er 84 tonnum meira en nú. Astæðan fyrir þessum mun er talin vera mikil ótíð nú í desember sem varð til þess að lítið var hægt að róa. Horfur á þessu ári eru taldar góðar enn sem komið er og hefst vorver- tíð einhverja næstu daga. Aflahæstu bátamir á haust- vertíðinni voru með milli 40 og 50 tonn. A bátunum er þrí- skiptur kvóti 68,74 og 80 tonn. Aflahæstu bátamir á þessari haustvertíð eiga því ekki mikið eftir af sínum kvóta. -ma. • Hjálmar Björnsson var sigursælastur í A- jólamóts Studio Dan í skvassi. ísafjörður: Byrjendur komu skemmti- lega á óvart - greinilega mikill skvassáhugi hjá fólki JÓLAMÓT Studio Dan í skvassi var haldið fyrir skömmu og var keppt í þremur riðlum í karlaflokki en einum í kvennaflokki. Þátttakendur voru átta í hverjum riðli og að sögn Stefáns í Studio Dan var keppnin mjög skemmtileg og margir komu skemmtilega á óvart. í A-riðli karla var Hjálmar Björnsson í fyrsta sæti og Jón Rósman frá Reykjavík í öðru. í B-riðli var Sigurður Samúelsson sigurstrangleg- astur en öðru sæti deildu þrír kappar. Það voru þeir Níels Sveinsson, Halldór Antonsson og Pétur Guðmundsson. C-riðill var mjög skemmti- legur að því leytinu til að flestir þátttakendur í honum höfðu aldrei keppt áður og var því gaman að fylgjast með aðferðum manna þar. I þessum riðli lenti Sveinn Guð- jónsson í fyrsta sæti en Hálfdán Kristjánsson í öðru. I kvennariðli var Cataryn Lennon skiptinemi frá Astralíu í fyrsta sæti en hún er ekki óvön því hlutskipti. Margrét Geirsdóttir sem lenti í öðru sæti vakti athygli fyrir að hafa aldrei keppt áður en þó náð svona langt. Keppnirnar tókust í alla staði mjög vel og verður gaman að fylgjast með skvassfólki nýju og gömlu á næstunni. -ma. • Rækjubátar í Sundahöfn á ísafirði. MIOAPRENTUN HF. HÖFÐABAKKA 3 - 112 REYKJAVIK SÍMI: 91-676450 - TELEFAX: 676459 ið prentum Allar geröir límmiða - Tölvugataða - Lakkaða - Frostþolna - Strikamerkta og KVIK mm ímmiðinn Umboðsaðili á Vestfjörðum: er andlit vörunnar. Snyrtilega merkt vara ber framleiðslunni gott vitni. Komdu til okkar og við aðstoðum þig við hönnun og uppsetningu míðans eða útfærum þínar eigin hugmyndir. H-PRENT HF. Sólgötu 9, ísafirði Sími 4560 & 4570, fax 4564.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.