Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 3
BÆJARINS BESTA ■ Miðvikudagur 24. febrúar 1993 3 Eyjólfur Bjarnason bæjartæknifræðingur: Mjög vatnsfrekur mat- vælaiðnaður á Isafirði Vatnið í lindunum ekki nóg fyrir bæinn „ÉG VIL taka fram að ég var ekki á þessum fundi sem Jón Reynir talar um og það er ekki nema um vika síðan ég heyrði af þessum hug- myndum hans. Hann vill nýta lindirnar á Dagveðradal ein- göngu en þar höfum við ekki nema hámark um 5300 tonn af vatni á dag. Vatnsnotkun ísfirðinga er hins vegar um 7800 tonn af vatni á dag, þess vegna vil ég mcina að hug- mynd Jóns Reynis gangi ekki upp,” sagði Eyjólfur Bjarna- son bæjartæknifræðingur í samtali við BB. Jón Reynir segir vatnsnotkun hér á Isafirði óeðlilega mikla. Hverju svararðu því? „Það er al veg rétt hjá honum að vatnsnotkun hér er mikil og það er ábyggilega hægt að spara vatn eitthvað. Ef við skoðun notkun vatns per íbúa ásólarhring þáerum vió vissu- lega í hærri kantinum með 2300 lítra á sólarhring. A Siglu- firði er notkunin 1800 lítrar, 2100 í Bolungarvík, 2000 á Þingeyri og í Hafnarfirði en svo aftur á móti 820 í Vest- mannaeyjum. En við skulum gera okkur grein fyrir því að fiskiðnaður er mjög vatnsfrekur og við erum ekki einir um að nota mikið vatn. Þessar tölur eru þó ekki algjörlega saman- burðarhæfir. Fiskvinnsla er til að mynda minna per íbúa í Hafnarfirði en á Isafirði og þar sem fiskiðnaður er mjög vatnsfrekur iðnaður þá skekkir það hlutfallið.” Vatnsfrekur iðnaður er þá aðalskýringin á þessari miklu notkun? „Já, fiskiðnaður er mjög vatnsfrekur og þá ekki síst rækju- og skelfisksiðnaður. Þærmælingarsem gerðarvoru á árunum 1981 til 1985 sýna að vatnsnotkun í fiskiðnaði per tonn er ekki meiri á Isa- firði en í bæjum á hinum Norðurlöndunum. Til að lindirnar á Dagveðra- dal dugi þá þarf að minnka vatnsnotkun hér um 30 til 35 prósent og það er mín skoðun að það sé varla framkvæman- legt að ná niður notkuninni hér sem því nemur í einni andrá. Þessi fyrirtæki sem nota mest vatn eru líka öll með vatns- mæla og þurfa að borga auka- vatnsskatt sem skiptir hundr- uðum þúsunda eða milljónum króna...” ...þau spara þá væntanlega vatnið sem kostur er? „Já, maður skyldi ætla að þetta virkaði sem bremsa á notkunina.” Þannig að þegaralltertekið saman þá er notkunin hér ef til vill ekki svo óeðlilega mikil? „Samanburður við önnur sveitarfélög gefur okkur þá hugmynd að viö séum á svipuðu róli og þau en hins •Eyjólfur Bjarnason, bæjartæknifræðingur. vegar er ábyggilega hægt að spara vatnið meira hér og það gildir ugglaust líka um önnur sveitarfélög. Það sjáum við til dæmis á samanburðinum við Vestmannaeyjar. Hins vegar eru Vestmannaeyjar dæmi sem erfitt er að miða við þar sem Vestmannaeyingar hafa frá aldaöðli þurft að horfa í hvern lítra af vatni sem þeir hafa notað.” Er Jón Reynir þá að velja þarna hagstæðasta dæmið fyrir sinn málstað? „Vestmannaeyjar eru vissu- lega sá staður þar sem vatns- notkunin er minnst á landinu. Við notum mikið vatn per íbúa en á það ber að líta að við erum með mjög mikla fisk- og rækjuvinnslu miðað við landsmeðalatal.” Hvað munu þessar fram- kvæmdir kosta? „Miðað við þessa þriggja ára áætlun þá eru það 62 milljónir. Þáer allt inni í þeirri tölu, hönnunarkostnaður, um- sjón, kaupátækjum, breytingar húsa, uppsetning og annað.” Er gagnrýni Jóns Reynis þá byggð á sandi? „Mín skoðun er sú að við höfum ekki nóg vatn í lind- unum til þess að anna þörf bæjarins. Það er ekkert nema gott um hugmyndina að segja en forsendan er að nóg vatn sé fyrir hendi og það er ekki. Eins og málin standa í dag þá er þessi lausn okkar sú sem við sjáum réttasta. Vatns- mælingarnar á lindunum voru gerðar á sínum tíma af starfs- mönnum Isafjarðarbæjar undir handleiðslu VST og ég sé ekki neina ástæðu til að vantreysta þeim mælingum sem voru gerðar á þriggja ára tímabili og niðurstöður reyndust alltaf svipaðar og eru að mínu mati marktækar.” Hvað um ummæli Jóns Reynis um að menn verði að búa í Reykjavík og skrifa háa reikninga til að mark sé á þeim tekið? „VST hefur unnið að þess- um málum fyrir okkur gegnum árin og þar hafa einnig komið við sögu Orkustofnun, jarð- fræðingar og aðrir sérfræð- ingar og ég ber fyllsta traust til þeirra ráðgjafar. VST er með útibú á Isafirði og starfsmann þar sem vinnur að þessum málum þannig að þetta er ekki eingöngu unnið úr fjarlægð fráReykjavík,” sagði Eyjólfur Bjarnason bæjartæknifræð- ingur að lokum. -hj- • Isfirðingar nota u.þ.b. 7800 tonn af vatni á dag. v&Skattframtöl Uppgjör mpmmMt þjónusta Björn Hermannsson Hafnarstmti 6, ísafirði, simi 3777. ödýr oy áfc&uuwdc ávútdv&tð-cct d iauymdayaúwMdcð (fataáfiá/íuit Cau^etnda^iávHldiS 27. feánúan, fian oetu aiatdáemleiM. ULenðun Oifi A yiuMtuetúi- oy áeihunétti. 'Venii vetáoMu* - þeuttið 6enet ^ á *•• At cct úUtu 4t t f Viðskiptavinir Nýr umboðsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar í Boiungarvík er Ásgeir Sólbergsson, Dísariandi 2. Fyrst um sinn verður afgreiðsla og upplýsingar að Dísarlandi 2, mánudaga til föstudaga kl. 16-18. Síminn er 7490. í Bolungarvík Ásgeir Sólbergsson, sími 7490. @te&meUí-Of6<uu«tnéain-(ei<}6eúta*uáSifaúitÓ(afcdotUn ^iMtMttudo^iáuiUd 25. ay fiiitudaýiáwtfd 26. feinúan. Auetunttniámextanaení - tei&ieúuuuU Siyunttiu fyouuuuM*. tueffja áwitdu Hómiáeii 17. of J$, num. SýMiáeuHUa, uþfitánifcin ay nuöááuM ÍMMiþdii. 'Uj^UifiÍM^an oy iánÓMÍMf A '%Ótel <!áa^inái í íúhm <tl J t. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, Sigríðar Guðmundsdóttur Hlíf 1, ísafirði Samúel J Elíasson Guðjón Andersen, Sigrún Þ. Ágústsdóttir, Ragnheiður Samúelsdóttir, Sigmundur F Garðarsson, Sigurvin Samúelsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Samúelsson og barnabörn. Hótelið og Matreiðsluskólinn í samtarf Hótel Isafjörður og Mat- reiðsluskólinn okkar í Hafnarfirði hafa hafið samstarf og hyggjast bjóða uppá ýmis námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast nýjungum í matar- gerð. Leiðbeinendurnir á nám- skeiðunum munu síðan verða gestakokkar á Hótel- inu, þar sem þeir munu bjóða matargestum að smakka á ýmsum framandi réttum. Þá er ætlunin að bjóða uppá námskeið í vín- smökkun og vínþekkingu sem og fleiri námskeið ef næg þátttaka fæst. Magnús hættur sem bæjarritari Magnús Reynir Guð- mundsson hefur sagt upp starfi sínu sem bæjarritari cftir rúmlega tuttugu ára starf í þjónustu ísafjarðar- kaupstaðar. Magnús hefur verið í launalausu fríi frá bæjar- ritarastarfinu í eitt ár og finnst nú tími til að söðla um á nýjum vettvangi. Magnús hefur verið fram- kvæmdastjóri Togaraút- gerðar Isafjarðar í eitt ár og hyggst hafa þann starfa áfram. Róleg helgi Síðasta helgi var fremur róleg að sögn lögreglunnar á Isafirði og lítið bar á ölvun og óspektum. Einn dansgestur í Sjall- anum var þó sóttur þangað rétt eftir miðnætti aðfarar- nótt sunnudags og var hann vistaður í klefa um tíma. Hafði maðurinn sofnað á dansleiknum og vaknaði ekki fyrren bróóirhans sótti hann á lögreglustöðina síð- ar um nóttina. Þó tók lög- reglan annan öldauðan mann upp afSkutulsfjarðar- braut um kl. 08.30 á sunnu- dag og var honum ekið til síns heima.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.