Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 6
6 RÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 24. febrúar 1993 s Hvað gerðist á Islandi forir 40 árum? Hnífsdalur 27. febrúar 1953: Skókhús íHnífsdaljykur ofan af38 manns Hnífsdalur 24, febrúar 1993: Guð almáttugur; bjargið barninu! -Sigríður Þórðardóttir rifjar upp 27. febrúar 1953, þegar barnaskólahúsið í Hnífsdal sprakk í loft upp í hvirfilvindi í öldinni okkar segir svo um þetta atvik í Hnífsdal: 28.02.1953: Um kl. ellefu í gærmorgun fauk bamaskóla- húsið í Hnífsdal af grunni og gjöreyðilagðist. Þrjátíu og sex börn voru stödd í húsinu, er það fauk, ásamt báðum kennurunum. Einn af nemendunum sem var í barnaskólahúsinu í Hnífsdal, 27. febrúar 1953, þegar hvirfil- vindurinn skall á húsinu er Sigríður Þórðardóttir á Isa- firði. Sigríður var aðeins 9 ára, þegar atvikið átti sér stað og var yngsti nemandinn sem var í skólanum. Hún var líka það barn sem slasaðist mest og varð Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði því hennar samastaður næsta mánuðinn eftir slysið. Blaðamaður hitti Sigríði á heimili sínu á sunnudaginn: „Eg man ekki eftir því aó veórið hafi verið sérstaklega vont þennan dag. Það var eins og aó hvirfilvindurhafi skolliðáhúsinu. Það sem ég man er það að við sátum á skólabekkjunum og var ég í öftustu röð í yngri bekknum, við gluggann. Fyrir aftan okkur voru bekkir sem staflað hafði verið upp á meóan skólahald var og voru síðan notaðir þegar messuhald átti sér stað í húsinu. Allt í einu verð ég var við að það fýkur upp á gluggana og grjóti rignir yfir húsið. Síðan brotnaói glugginn og glerinu rigndi yfir okkur. Því næst hvolfdust bekkirnir. sem búið var að stafla upp fyrir aftan okkur, yfir okkur. Síóan veit ég ekkert fyrr en ég ranka við mér niður í garði sem var fyrir neðan húsið, hafði ég þá að öllum líkindum flogið um 50 metra leið frá skólahúsinu. Stuttu seinna verð ég var við að einhver maður kallar: Guð almáttugur, bjargið baminu! Og ég sé hann koma til mín með útbreiddan faðminn. Síðan man ég ekki meira frá slysstaó. En mér var sagt að húsió hafi splundrast og börnin með í allar áttir. Ég rankaði síðan við mér á spítalanum en var síðan með- vitundarlaus í 3-4 daga. Ég slasaðist mest af þeini bömum sem voru í skólanum. Ég höfuðkúpu- brotnaði, það blæddi úr nefi og eyrum en ég skarstekki mikið. Ég lá á spítalanum í heilan mánuð og mátti ekki hreyfa mig í þrjár vikur. Það var það erfiðasta. Ég hafði bæói kraft og vilja til þess að reisa mig upp en mátti það ekki.” -Hvaó var síðan gert í hús- næðismálum skólans? „Það var strax farið að vinna í þeim máluni. Pabbi var skóla- nefndarformaður á þessum tíma og fór strax að vinna að byggingu nýs skóla ásamt Einari Steindórs- syni og fleirum Hnífsdælingum. Það var ekki ár liðið frá því að skólinn fauk, þar til farið var að kenna í hluta af nýja skólanum. Þegar ég kem aftur í skólann í apríl. var byrjað að kenna í gamla sam- komuhúsinu en það var ekki burðugt, því það mátti ekki hreyfa vind, þá urðu allir mjög hræddir. Hræðslan vió vindinn blundaói lengi í mér og gerir reyndar ennþá. Þegar mikill vindur er nú til dags horfi ég alltaf á gluggana hér heima og hugsa um hvort rúðurnar • Sigríður Þórðardóttir á heimili sínu tæpum 40 árum eftir slysið mikla í Hnífsdal. brotni. Þetta situr alltaf í mér og það gerir þaó ábyggilega hjá okkur öllum.” -Nú, þið ætlið að koma saman á Hótel ísafirói á föstudags- kvöldið 26. febrúar nk. Hvemig veróur þessa atburðar minnst af ykkar hálfu? „Ég veit það ekki fyrir víst. Ég held að þessi hópur hafi aldrei komið saman til þess að ræóa þetta slys. Ætli við segjum ekki hvert öóru frá því hvemig vió upplifðum þennan atburð. Ég held að það hafi staðið yfir skólaljóð í hinum bekknum þegar húsið fauk og þarvareinn nemandinn aðfara með ljóó en náði ekki að Ijúka því. Það var Karl Geirmundsson og ég reikna með að hann verói látinn Ijúka við Ijóðið á föstudagskvöldið” sagði Sigríður Þórðardóttir. Um klukkan níu um morg- uninn skall á sunnan hvass- viðri, er hélzt fram eftir morgninum þar til um kl. 11, að hvirfilvindur reið skyndi- lega á suðurgafli skólahúss- ins. Skipti engum togum að rúður brotnuðu, húsið lyftist af grunni og dreifóist brakið úr því út um allt þorp. Fjögur börn meiddust allmikið og skólastjórinn fékk alvarlegan heilahristing, en þó þykir furðu gegna og einstakt lán að ekki skyldu verða enn alvarlegri slys. Fleiri börn urðu fyrir skrámum og sum fengu taugaáfall. Eyjólfur Bjarnason, rafvirki á Isafirði, var einn af sjónar- vottunum af slysinu og í sam- tali við Morgunblaðið rakti hann atburðinn á eftirfarandi hátt: ,,Eg var að vinna í nýju verkamannabústöðunum í Hnífsdal, sem er næsta hús við barnaskólann, þegar hvirfilvindur gekk yfir. Stóð ég þá við glugga og horfði út að skólanum. Sá ég þá að húsið lyftist af grunninum, fyrst þak þess, síðan önnur hliðin og loks svo að segja allt húsið, nema suðurg- aflinn. Hófst húshliðin á háa- loft og fauk niður að innstu húsum kauptúnsins, niður við sjó, 3-400 metra vegalengd. Borð og bekkir úr skólanum þeyttust einnig hátt í loft upp. • A þessum myndum, sem eru af rústum barnaskólahússins í Hnífsdal, sést greinilega hversu gjörsamlega sjálft húsið hefur splundrast. Aðeins grunnurinn og forstofan stendur eftir. A efri myndinni sést langsum yfir grunninn, út yfir þorpið til sjávar, en á neðri myndinni sést yfir grunninn þveran til fjallsins, sunnan við þorpið. (Ath! myndirnar hér að ofan eru aðeins Ijósrit af myndum úr Morgunblaðinu). Ljósmyndari : Árni Matthíasson, ísafirði. - Fauk brakið úr skólahúsinu yfir og á milli húsanna, sem stóðu fyrir neðan það. Þetta gerðist á örfáum sekúndum. Eg hljóp strax út úr húsinu og að skólanum, sem þá var í raun og veru horfinn. I hús- grunninum og við hann lágu börnin innan um brakið. Risu þau á fætur og forðuðu sér í ofsahræðslu burtu frá rústunum. -Lítil telpa sat eins og lömuð á hálfbrotnu gólfi skólastofunnar. Hafði hún hlotið mikinn áverka í andliti og hljóðaði þegar ég ætlaði að bera hana burtu. Skóla- stjórinn, Kristján Jónsson, lá meðvitundarlaus við skóla- grunninn. Hafði hann kastast út úr húsinu um leið og það fauk. Eg varð undrandi að sjá börnin rísa lifandi úr brakinu eftir það, sem á undan hafði gengið.” Fréttapunktar frá árinu 1953 * Þann 28. janúar 1953 skipaði þáverandi mennta- málaráðherra, Vílhjálm Þ. Gíslason í embætti útvarps- stjóra frá 1. febrúar sama ár, en Jónas Þorbcrgsson hafði þá fengið lausn frá embættinu. Hinn nýi útvarpsstjóri var útvarpshlustendum að góðu kunnur fyrir margvíslegan erindaflutning og afskipti af útvarpsmálum allt frá fýrstu starfsárum útvarps á landinu. * Þann 5. febrúar lagði Péiur Ottesen alþingismaður fram á alþingi tillögu til þingsályktunar, sem er á þessa leið. „Alþingi ályktarað skoraáríkisstjórnina að beranú þegar fram við ríkisstjórn Danmérkur kröfu um, að hún viðurkenni full yfirráð íslendinga yfir Grænlandi. Ef danska stjórnin fellst ekki á þá kröfu, lýsir alþingi yfir þeim vilja sínum, að leitað veröi um málið úrskurðar alþjóðadómstólsins i Haag.” * Þann 23. febrúar fórst vélbáturinn Guðrún frá Vést- mannaeyjum út.af Landeyjarsandi. Níu manna áhöf'n var á bátnum. Fórust fimm þeirra, en fjórir komúst af. Slysið bar að með þeim hætti, að brotsjór gekk yfir bátinn og skellti honum á hliðina. Síðan reið annar brotsjór yfir, og var þá öllu lokið. * Þann 26. febrúar varð sá hörmulegi atburður í Rey kja- vík, að Sigurður Magnússon lyfjafræðingur, kona hans og þrjú börn þeirra létust öll samtímis af því að taka inn eitur. * Þann L. september uróu stjómarskipti á íslandi, en sömu flokkarog áður, Sjálfstæðisflokkur og Franisóknar- flokkur, stóðu að hinni nýju ríkisstjóm. Höfðu samningar um stjórnarmyndun farið fram um nokkurt skeið og Var niðurstaðan sú, að Olafur Thors myndaði samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. * Þann 24. apríl var sagt frá því í blöðum að á fimmta tímanum sömu nótt hafi elds verið vart í hraófrystihúsinu Isver hf. í Súgandafirði. Varð húsið skjótt alelda. Hlaust af bruna þessum tjón, sem nemur milljónum króna. Hið óbeina tjón var ómælt, þar eð flestir Súgfirðingar byggðu afkomu sína á rekstri frystihússins. * Þann 17. nóvemberergreintfrá því aðþau hörmulegu tíðindi hafi gerst síðta nóttina áður aó vélskipið Edda frá Hafnarfirði hefði farist á Grundarfirði og með henni níu menn af áhöfninni. Atta komust lífs af eftir mikla hrakninga í opnun bát. Skipinu hvolfdi skammt framan við bryggjuna í Grafarnesi án þess aó menn á nærstöddum skipum eða í landi veittu því athygli. * Og 30. desember er sagt frá því að nokkurs atvinnu- leysis hafi gætt í sumum kaupstöðum og kauptúnum á því ári sem er að líða. Fjöldi fólks víðs vegar af landinu hafði farið í atvinnuleit til Suðvesturlands, einkum Keflavíkur- flugvallar, en þar hafði margt manna fengið atvinnu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.