Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 24. febrúar 1993
5
• Uppfyllingin við Suðurtanga. Á þessum stað er gert ráð fyrir að hin nýja sorp-
eyðingarstöð fyrir ísafjörð og nágrenni muni rísa.
Ný sorpeyðingastöð verður staðsett á Suðurtanga:
Engar athugasemdir hafa
komið fram um stað-
setningu stöðvarinnar
Á BÆJARRÁÐSFUNDI
sem haldin var á Isafirði á
Fóstudag var samþykkt til-
laga þess efnis að ný sorp-
eyðingarstöð fyrir Isafjörð
og nágrenni verði staðsett á
uppfyllingunni á Suðurtanga
við hliðina á Skipasmíða-
stöð Marsellíusar hf.
Á fundinum voru einnig
fulltrúarfráSorpsamlagi Vest-
fjarða, skipulagsarkitekt Isa-
fjarðar, Elísabet Gunnars-
dóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
frá umhverfisráðuneytinu,
Unnsteinn Gíslason frá Skipu-
lagi ríkisins og Birgir Þórðar-
son frá hollustuvernd ríkisins.
Að sögn Eyjólfs Bjarnasonar
bæjartæknifræðings á Isafirði
var fundurinn haldinn í tilefni
af hugsanlegri staðsetningu
stöðvarinnar á Suðurtanga og
hefur Elísabetu Gunnarsdóttur
verið falið að vinna að deili-
skipulagi af hafnarsvæðinu
öllu og þá með sorpeyðingar-
stöðina inni í myndinni.
Nokkrar umræður hafa orð-
ið á meðal bæjarbúa um stað-
setningu stöðvarinnar og finnst
mörgum sem að hún sé heldur
nálægt nokkrum verksmiðjum
sem eru í matvælaiðnaði.
Eyjólfur sagði að engar form-
legar kvartanir hefðu borist til
bæjarstjórnar um staðsetn-
inguna en forsvarsmenn Sorp-
samlags Vestfjarða hafa bent
á að stöðin sé með öllu hættu-
laus og benda í því sambandi á
svipaða stöð sem er staðsett í
Levanger í Noregi. Þar eru
aðeins nokkrir metrar á milli
stöðvarinnar og sjúkrahúss
staðarins sem og yfir í leik-
skóla bæjarins.
Eyjólfur sagði þetta mál
vera í höndum heilbrigðis-
nefnda á hverjum stað fyrir
sig og þá í samráði við
Hollustuvernd ríkisins.
„Hollustuverndin gefur út
starfsleyfi fyrirsvona starfsemi
þannig að bæjarsjóður þarf í
þessu tilfelli að sækja um
leyfið til heilbrigðisnefndar,
en það hefur ekki verið gert
enn. Forsendan fyriröllu þessu
er sú að það fer fram deili-
skipulagsvinna sem síðar
verður auglýst, og þar geta
bæjarbúar gert athugasemdir
við skipulagið” sagði Eyjólfur
í samtali við blaðið.
Grænmeti og
heilsuréttir
Fyrsta námskeiðið í
samstarfi Hótels ísafjarð-
ar og Matreiðsluskólans
okkar hefst á morgun
fimmtudag. Þá mun Sigrún
Olafsdóttir verða með
sýnikennslu um grænmet-
is- og heilsurétti og verður
nemendum boðið uppá að
smakka á réttunum.
Sigrún hefur langa reynslu
í gerð grænmetisrétta og
hefur meðal annars verið
starfandi á Reykhólum nokk-
ur sumur. Hún hefur haldið
mörg námskeið og er ekki
alveg ókunnug Isfirðingum,
því hún var hér á síðasta ári
með námskeið í makró-
bíotískri mátargerð. Nám-
skeið Sigrúnar kostar kr.
2.900 og eru uppskriftir og
smökkun innifalin. Sigrún
verður síðan gestakokkur á
Hótel Isafirði á laugardags-
kvöld.
Ólafur réð
konuna sína
FYRIR viku var eigin-
kona Olafs Kristjánssonar
bæjarstjóra I Bolungarvík
ráðin til að ræsta bæjar-
skrifstofurnar í Bolungar-
vík. Ellefu umsækjendur
voru um stöðuna.
Olafur segir í viðtali við
DV að hann hafi að sjálf-
sögðu komið nálægt ráðn-
ingunni og honum sé ekki
samahverjirgangi um skrif-
stofu hans. ,,Eg held nú að
byggðavandi Bolungarvíkur
sé meira og stærra mál en
það hver ræstir skrifstofu
mína,” segir Olafur í við-
talinu við DV.
Skemmdu bfla
Um klukkan 16 á sunnu-
dag fékk lögreglan til-
kynningu um að verið
væri að vinna skemmdar-
verk á bílum sem stóðu
fyrir utan Bílaverkstæði
Sigurðar og Stefáns við
Seljalandsveg.
Lögreglan fór á staðinn
og náði þar tveimur 12 ára
drengjum sem grunaöir eru
um verknaðinn.
-s.
• Bæjarstjóm ísafjarðar ákvað á fundi sínum f sfðustu viku að gera tilraun með
einstefnuakstur upp Aðalstræti og Hafnarstræti og tekur sú tilraun gildi frá og
með 1. júní nk.
ísafjörður:
Hafnarstræti verður einstefnugata
Á FUNDI bæjarstjórnar IsaQarðar sem haldinn var á fimmtudag í síðustu viku var
samþykkt að gera tilraun með einstefnuakstur upp Aðalstræti og Hafnarstræti, frá
SkipagÖtu að Mánagötu.
Tilraunin hefst 1. júní næstkomandi og stendur út árið eða til 31. desember. Á fundinum
var tæknideild ísafjarðar falið í samráði við umferðarnefnd að vinna að undirbúningi
þessa máls og koma með tillögur um breytingar á aksturstefnum nærliggjandi gatna, ef
ástæða þykir til. Umferðarnefndhefur ekki komiðsaman til fundar um þettamál en ráðgert
er að sá fundur verði í þessari viku. .s
Þrotabú Ferðaskrifstofunnar:
SKIPTAFUNDUR um
málefni þrotabús Ferða-
skrifstofu Vestfjarða hf.
var haldinn á skrifstofu
skiptastjóra búsins, Sveins
Sveinssonar hdl. kl. 10 í
morgun. Heildarkröfur í
búið námu rúmum 24 mill-
jónum króna, og voru for-
gangskröfúr samtals rúmar
3,4milljónir króna af þeirri
upphæð.
Almennar krðl'ur í þrota-
búið námu alls 20,8 mill-
jónum króna og voru Flug-
lciðir hf. þar stærsti kröfu-
hafinn með samtals 13,9
milljónir. Aðrirstórirkröfu-
hafar voru Ferðaskrifstofan
Urval-Utsýn með 3,1 mill-
jón, sýslumaðurinn á Isa-
firði meö 1,1 milljón og
Höldur sf. með rúmar 450
þúsund krónur. Ekki var
tekin afstaða til almennra
krafna, þar sem búið er nær
éignalaust.
Forgangskröfur voru sam-
tals 3,4 milljónir króna og
átti framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins Björn Hermannsson
stærstu kröfunnar þar eða
1,8 milijónir króna. Þeirrí
kröfu varhafnað. Tveir aðrir
starfsmenn fyrirtækisins áttu
kröfur í þrotabúið uppá kr.
1,1 milljón og var þeim
einnig hafnað að svo
stöddu. Einu kröfurnar sem
samþykktar voru, komu frá
lífeyrissjóðum Vestfirð-
inga, Bólungarvíkur og versl-
unarmanna auk kröfu frá
Frjálsa life\rissjóönum.
SÝSLUMAÐURINN Á ÍSAFIRÐI
Uppboð á
Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnir
upp að Fjarðarstræti 28 Isafirði (gömlu
lögreglustöðinni) laugardaginn 13. mars
1993, klukkan 13.00:
Payloder traktorsgrafa árg. '77
IY-781 Citroen BX GTI '88
ITF-286, Kawasaki KL 250, árg. '84
R-78735, (IÖ-640), Izusu Trooper, árg. '88
í-1488, (HV-464), Mazda árg. '86
GR-435, Daihatsu Charmant, árg. '82
ÍS-001, Lada 1200, árg. '87
R-76263, (HJ-952), Mazda árg. '85
G-14492, Lada Sport, árg. '87
R-41066, (IF-894), Daihatsu áig. '87
R-6486, (EG-688), Range Rover árg. '76
MB-411, Toyota Celica, árg. '82
IF-640, Eagle, árg. '87
SA-226, Scania P113, áig. '90
NH-887, Mitsubishi sendibifreið, árg. '91
í-4901, Darmler Benz vörubifreið, árg. '77
Diesellyftari, OK-25
R-10695, Volvo, árg. '82
Fífa ÍS-57
Hárgreiðslustólar, þrír vaskstólar og tvær
hárþurrkur.
Sýslumaðurinn d ísafirði
23. febrúar 1993.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, ftr.