Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 24. febrúar 1993 7 Austurlensk matargerð Síðara námskeiðiðsem haldið verður að sinni er tveggja kvölda námskeið í austurlenskri matargerð sem hefst miðvikudags- kvöldið 17. mars. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu verður Sigurvin Gunnarsson fyrrum yfirmat- reiðslumeistari á Hótel Sögu en hann er einn þeirra sem boðuðu breytta tíma í mat- reiðslu hér á landi á átt- undaáratugnum. Námskeið Sigurvins kost- ar kr. 4.800.- og eru upp- skriftir og smökkun inni- falin. Sigurvin verðurgesta- kokkur á Hótelinu föstudags- kvöldið 19. mars og laugar- dagskvöldið 20. mars. Allar frekari upplýsingarum nám- skeiðin og borðapantanir eru á Hótel Isafirði í síma 4111. Tíðar rafmagnstruflanir AÐ SÖGN Jakobs Ólafs- sonar hjá Orkubúi Vest- fjarða er ástæða tíðra raf- magnstruflana á Vest- fjörðum að undanförnu sú að vegna seltu og ísingar hefur vesturlínan ekki tollað inni. Það er sérstak- lega Iínan frá Geiradal að Mjólká sem verið hefur til vandræða. Jakob segir Orkubúið vera búið að fá tilkynningu frá Landsvirkjun þess efnis að Landsvirkjunarmenn ætli að auka einangrun á vesturlín- unni þar sem truflanir hafa verið tíðastar. „Við erum að vona að það verði til einhverra bóta en við erum orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að þeir geri einhverjar umbætur,” segir Jakob. Hann kveður þó óvíst hvenær hægt verður að ráðast í þessar lagfæringar; það veröi að gerast þegar gott er veður og álag lítió. Öldrunarþjónusta: Heimahjúkrun og heimilisþjónusta undir einn hatt Á DÖFINNI eru brey tingar á tilhögun heimahjúkrunar og heimilisþjónustu á Isa- firði. Ætlunin er að setja hvoru tveggja undir einn hatt en fram að þessu hefur heimahjúkrun heyrt undir Heilsugæsluna á Isafirði - það er ríkið - en heimilis- þjónustan undir Isafjarðar- bæ. Um síðustu mánaðarmót lét Guðrún Gunnarsdóttir deildar- stjóri heimahjúkrunarinnar af störfum en ástæða þess var, samkvæmt heimildum BB, ágreiningur við Guðmund Marinósson framkvæmda- stjóra FSI og Þorstein Jóhann- esson yfirlækni. Ágreiningur- inn mun hafa snúist um það hvert væri raunverulegt starfs- svið Guðrúnar. Fylkir Ágústsson, formaður stjórnar FSI, sagði í samtali við BB að ákveðnar breyt- ingar væru á döfinni en ekki ætti að minnka þjónustuna. „Við ætlum að setja heima- hjúkrunina og heimilisþjón- ustuna undir eina yfirstjóm svo ekki verði skörun þarna á milli. I stað tveggja stjórnenda og tveggjagreiðenda verðureinn stjórnandi og einn greiðandi,” sagði Fylkir. Hann sagði alls ekki standa til að skerða þjónustuna á neinn hátt, hún yrði veitt eins og áður. Hér væri verið að hagræða og koma á virkari og betri stjórn og sambærilegar breyti'ngar stæðu fyrir dyr í mörgum öðrum sveitarfé- lögum. -hj- Bolungarvík: Mjölnir kaupir Hák VÉLSMIÐJAN Mjölnir hf. í Bolungarvík hefur fest kaup á dýpkunarskipinu Háki sem áður var í eigu Dýpkunar- félagsins á Siglufirði scm varð gjaldþrota. Ráðgert er að Hákur verði fyrst um sinn notaður til að klára þau verkefni sem Dýpk- unarfélagið var með, en náði ekki að klára fyrir gjaldþrotið, m.a. á Isafirði, þar sem átti eftir að ljúka við dýpkun hafnarinnar. -s. Æfing Skutuls, Tinda og Ernis: Velheppnuð björgunaræfing UM SÍÐUSTU helgi héldu slysavarnarsveitirnar Skutull á ísafirði, Tindar í Hnífsdal og Ernir í Bolungarvík sameiginlega björgunaræfingu. Að sögn Jóns Guðbjartssonar hjá Erni gekk æfingin vel í flesta staði og mark- mið hennar náðust. ..Æfingin byggðist á því að við vildum fá stjórnþáttinn í skoðun og eins vildum við sjá viðbrögðin við því að lenda [ vandræðum í útkalli. Þess vegna settum við æf- inguna upp í þremur hollum og rugluðum þeim síóan mcð nýjum útköllum og nýjuni uppákomum í stanslaust þrjá klukkutíma,” sagði Jón í samtali við BB. Hóparnir þrír þurftu að glíma vió margvíslegar uppákomur á æfingunni og útköllin dundu á mannskapnum hvert ofan í annað og reyndi mikið á flokksstjóra og stjórnendur að nýta mannskap og tæki sem best á hverjum stað, færa menn á milli og deila út hinum margvíslega verkefnum sem leysa þarf. „Þetta tókst allt ágætlega en auðvitað komu í Ijós ýmsir mein- bugir sem laga þarf. Ut á það gekk einmitt æfingin; að sýna mannskap- num hvað þarf að laga. Og við munum fara yfir þaó með mönnunum hvað betur má fara næstu vikurnar,” sagði Jón. Hann sagði sveitirnar ágætlega tækjum búnarog mannskapurinn væri nijög góður og legði sig allan fram. Næsta æfing er fyrirhuguð að Núpi í Dýrafirði í vor og þá meó þátttöku allra slysa- og björg- unarsveita á Vestfjörðunt. -hj ísafjöröur: / UM SIDUSTL helgi fór fram á vcgum Bílaleigunnar Ernis hf. á Isafirði ein stærsta vélsleðasýning sem haldin hefur veriðá ísaftrði. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar, eins af eigendum Bílaleigunnar Ernis tókst sýningin í ulla stað vcl en um tvö hundruð manns litu inn hjá þcim fclögum þá tvo daga scm sýningin stóð yfir. Fjórir sleöar seldust á sýningunni og er því heildarsalan á þessurn vetri komin á fjórða tuginn. Magnús sagðist eiga von á góðri sölu á næstu vikum enda færi á næstunni í gang einn aöaltími vélsleðamanna. Framundan hjá fyrirtækinu eru bílasýningar þar sem það helsta og nýjasta t þeim geira verður til sölu og sýnis Mörg snjóflóö í gær: Bílar lokaðir inni milli snjóflóða VEGAGERÐIN gat ekki mokað veginn til Bolung- arvíkur né Súðavíkur í gær- morgun vegna sífelldra snjó- flóða sem féllu á veginn. Bílar lokuðust inni á milli flóða en vegagerðarmenn að- stoðuðu fólk við að komast leiðar sinnar. Klukkan tíu í gærmorgun varveginum lokað en einhverjir lögðu þó í hann út eftir. Þeir hinir sömu komust ekki langt á bílum sínum því þeir lokuðust inni á milli flóða. Þeirsem íbílunum voru komust þó fótgangandi á leið- arenda. Þegar síðast fréttist voru bílarnir enn fastir á veginum. Rétt um kl. tólf í gærdag féll snjóflóð á miðjum Hnífsdals- vegi og lokaði veginum. Hann var þó fljótlega opnaður aftur af gröfu frá bænum en áður hafði einni bifreið verið ekið upp í mitt flóðið en ökumaður hennar hafói lítið séð til vegna skafrennings. -hj Þróunarsamtökin: Fundur um vöruþróun smáfyrirtækja Á LAUGARDAG halda Þróunarsamtök Vestfjarða fund á Hótel Isafirði um vöruþróun í smáfyrirtækj- um. Frummælendur á fundinum verða Karl Friðriksson verk- efnisstjóri Iðntæknistofnunn- ar, Guðmundur Stefánsson deildarstjóri vinnslu og vöru- þróunardeildar Rannsóknar- stofnunnar fiskiðnarins og Guðbrandur Sigurðsson for- stöðumaður markaðs og þró- unarsviðs Islenskra sjávaraf- urða. Á alþjóðlegan mælikvaróa eru flest fyrirtæki á Islandi smá- fyrirtæki en frummælendurnir þrír eru þeir sem hvað mesta þekkingu hafa á vöruþróun á landinu í dag og stjórnendur allra fyrirtækja, sama á hvaða sviði er, ættu að geta haft gagn af þessum fundi. Fundurinn hefst klukkan tíu að morgni, verð er tvö þúsund krónur og er þá kaffi og meðlæti inni- falið. -hj Bæjarins besta: Nýr blaða- maður í SÍÐUSTU viku tók til starfa á blaðinu nýr blaða- maður, Haraldur Jónsson. Haraldurer27 áragamall og hefur starfað sem blaðamaður í Reykjavík undanfarin misseri. Hann er kvæntur Steinunni Þorsteinsdóttur, sagnfræöi- nema við Háskóla Islands. Blaðið býður Harald vel- kominn til starfa. Jafnframt er Margréti Björku Arnardóttur, fráfarandi blaðamanni þökkuð vel unnin störf, en hún er nú farin til heimabyggðar sinnar, Siglufjarðar. .s NYJAR MYNDIR VIKULEGA - SHINING THROUGH Shoning Through er frábær stórmynd með fjölda góðra leikara. Fara þar fremst í flokki þau Michael Douglas og Melanie Griffith í hlutverkum njósnara sem takast á við þýska herinn. Hann er yfirmaður í hernum, hún er ritari hans. Það átti fyrir þeim að liggja aó verða njósnarar og elskendur... THESUPER Louie Kritski er leigusali. sem hirðir lítt um hag viðskiptavina sinna. Hann er saniviskulaus og það bítur ekkert á hann, jafnvel þó húsnæði hans sé heilsuspillandi og beinlínis hættulegt. Hann hefur oft verið kærður, en er nú dæmdur til að búa í einni íbúðinni þar til nauðsynlegar viðgerðir hafa farið fram á húsinu... JR-VIDEO MÁNAGÖTU6 @ 4299

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.