Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 24.02.1993, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 24. febrúar 1993 Óháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður 3 94-4560 i 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson 3 4277 & 985-25362. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson 3 4101 &? 985-31062. Blaðamaður: Haraldur Jónsson. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ]jós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Einar Jónatansson ísamtali viðBB; Bamaskapur að tala um þriðjukynslóðardcemi Sögusagrtir um eignir og fé erlendis ekki svaraverðar EINAR Jónatansson fram- kvæmdastjóri EG í Bolung- arvík segir sögusagnir um að stjórnendur fyrirtækisins og afkomendur Einars Guð- finnssonar hafi étið upp auð fyrirtækisins með óhófiegri einkaneyslu á kostnað þess, úr lausu lofti gripnar. Þá segir hann rangt að stjórnendur fyrirtækisins eigi eignir og fé erlendis. Sú kenning hefur mikió verið rædd manna á meðal að gjaldþrot EG sé dæmigert „þriðjukynslóóardæmi.” Það er að segja að fjölskyldan hafi eytt auðæfum fyrirtækisins í taumlausri einkaneyslu á kost- nað þess; hver hafi þurft að fá sinn skerf af kökunni. Hvað viltu segja um slíkar vanga- veltur? „Það er náttúrlega bara barnaskapur að halda slíku fram. Þama er um að kenna mörgum samverkandi ástæð- um og þá fyrst og fremst erfið- leikum í greininni í heild til langs tíma. Það er náttúrulega númer eitt. Þar fyrir utan má bæta við að fyrirtækið hefur verið í rækjuvinnslu og loðnu- vinnslu en sem kunnugt er hafa þær greinar átt við mikil vanda- mál að glíma á síðustu árum.” Því hefur einnig verið hald- ið fram í mín eyru og þær sögusagnir ganga fjöllum hærra að þið stjórnendurnir eigið mikið að fasteignum og fé erlendis sem þið hafið komið undan þegar ljóst var hvert stefndi. Hvað segirðu um það? „Mér finnst þetta nú svo vitlaust að það er eiginlega ekki hægt að svaraþessu. Þetta eru að sjálfsögðu staðlausir stafur sem engin fótur er fyrir.” En eruð þið í miklum persónulegum ábyrgðum fyrir fyrirtækið? „Eg hef engan áhuga á að svara slíkum spurn- ingum opinberlega.” Hvað tekur við hjá þér núna? „Það er mjög óljóst.” Það er langt um liðið síðan fyrstu fréttir af erfið- leikum EG birtust í fjöl- miðlum. Var fyrirtækinu hleypt of langt? Hefði átt að gera fyrirtækið upp fyrir einhverjum tíma síð- an, var Ijóst að þetta var vonlítið dæmi? „Við vorum alveg klárir á því að það þurfti að grípa til aðgeróa og eins og þér er kunnugt þá var reynt að fara svokallaða nauðasamninga- leið. Það var samkomulag um þaö milli fyrirtækisins og bæjarins um að fyrirtæki á vegum bæjarins keypti skipin út og það ásamt nauðasamn- ingum hefði gert þetta fyrir- tæki rekstrarhæft. Það að sú aðferð var ekki farin kemur til með að skaða lánadrottn- anna og auðvitað atvinnulífið í bænum meira en sú aðferð hefði gert.” Það er Landsbankinn sem stoppaði það af? „Hann vildi ekki leggja til áframhaldandi greiðslustöðv- un.” En það er sannfæring þín að hefði sú aðferð sem þið og bærinn lögðuð til verið farin þá hefði staðið eftir rekstrarhæft fyrirtæki? „Já,” sagði Einar Jónatans- son. _hj Einar Jónatansson. ísafjörður: Verslun E. Guöfinnssonar hf: að sýna biðlund VERSLUN E. Guðfinns- sonar hf, hefur sent heild- sölum bréf þar sem hún biður þá um að sýna bið- lund gagnvart fyrirtækinu hvað varðar greiðsiur reikninga. í bréfinu segir að verslunin sésjálfstætthlutafélagoghafi því ekki starfað i tengslum við Einar Guðfinnsson hf, sem nú er gjaldþrota. Versl- unin verði því starfrækt áfram með óbreyttum hætti. Síðan segir: ,,Á hinn bóginn var Einar Guðfinns- son hf, sem helsta fyrirtækið í Bolungarvík, stór við- skiptavinur verslunar okkar. Gjaldþrot E.G. hf. mun því væntanlega hafa áhrif á tekju- streymi verslunarinnar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Vegna þessarar stöðu sem nú er komin upp vit ég óska eftir því að fyrirtæki okkar verði sýnd biðlund. Það er ásetningur okkar að gera upp skuldir okkur víð þá heild- sala sem við erum nú í skuld við. Vil ég í því sambandi minna á að er Verslun E. Guðfinnssonar hf. keypti og yfirtók verslunarrekstur Ein- ars Guðfinnssonar hf. fyrir rúmum tveimur árum, voru skuldir þess félags við heild- sala og aðra birgja að fullu gerðar upp.” Undir bréfið skrifar Krist- ján Jónatansson ,-hj. Við erum að „maska” • Á Bolludaginn mátti varla þverfóta fyrir ísfirskum börnum sem voru að „maska” eins og það er kallað hér fyrir vestan. Gengu börnin í hús í hinum furðulegustu búningum og sungu og fengu að launum sælgæti. Á Hlíðarskjóli „möskuðu” börnin um miðjan dag og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Leiðarinn: Eftir umhleypingasaman Þorra skyldu þrír fyrstu dagar Góunnar segja til um veðráttuna í mánuðinum. Um þau hin gömlu fræði er best að hafa sem frest orð og btða þar til Góan eröll. Eignast Öskudagurinn átján bræður? En hvað sem líður veðurspám, fornum kenningum eða þjóðtrú og nýjustu vísindum, getur mannskepnart verið ánægð með að gefa veðrinu ekkert eftir í að skipta um átt, eða skoðun, eftir því hvort betur fellur að efninu. Það þætti ekki búsældarlegur dalur þar sem alltaf blési úr sömu áttinni og áreiðanlega ekki farsæll leiðtogi sem aldrei hvikaði frá sínu, hversu fráleitt sem væri. Því er minnst á veður að þessa dagana eru tímamót sem gömlu mennirnir lögðu talsvert upp úr og því er ymprað á tilgreindum hæfileika mannsins, að nú virðist sem forusta Alþýóusambandsins hafi heldur betur söðlað um með því að leggjaþungann á úrbætur í atvinnumálum í stað taxtahækkunar í komandi samningaviðræðum. Atvinnuleysi hefur sem betur fer ekki verið landlægt fyrir- bæri á íslandi. Það er þó ekki með öllu óþekkt og vissulega hefur atvirina oft verið í lágmarki. Þá var það nokkuð algengt á árum áður að menn þurftu að leita í önnur byggðarlög eftir atvinnu þegar lítið lagðist heima fyrir. Því hefur verið haldið fram af sumurn hagfræðingum og reyndar stjórnmálamönnum Iíka, að til að unnt sé að stjórna þjóðfélagi þurfi ákveðið atvinnuleysi að vera til staðar. Þess munu dæmi að íslenskir stjómmálamenn fyrri ára hafi tekið undir þessa kenningu þótt lítt hafi henni verið haldið á lofti af skiljanlegum ástæðum. Þjóðfélagið hefur á undanfömum vikum verið heltekið af atvinnuleysisumræðunni og þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Þannig hafa t.d. stólræður margra presta fjallað um vandamálið. Er það út af fyrir sig hið besta mál, þótt ágætur maður orðaði það svo á sínum tíma, að það dygði ekkert bænakvak í utanríkismálum. En þótt það leysi á engan hátt vanda þeirra sem nú ganga atvinnulausir þá þarf ástandið í sjálfu sér ekki að koma á óvart. í sjávarútveginum hefur á undanförnum árum verið varið milljörðum króna til að tæknivæða greinina og leysa manns- höndina af hólmi. Lítum inn í frystihúsin hringinn í kringum landið. Stöðugt eru menn að byggja stærri og fullkomnari skip til aósækjafærri og færri fiska ár hvert. Til sveitaersama sagan. Þar anna ein til tvær manneskjur búi og bömin sem kunna að vera heima fyrir sumarlangt veröa að hafa ofan af fyrir sér með leikjum í stað vinnu. Atvinnuleysi iðnaðarmanna er búið aö feia í mörg ár með tilbúnum verkefnum, sem í raun var lítil eða engin þörf fyrir. Þessaerudæmi út um allt land þótt vafalaust séu skrifstofu- og verslunarhallimar á Reykjavíkursvæðinu, sem enginn veit til hvers voru byggðar, mest áberandi. Eftirað virkjunarframkvæmdum laukogstóriðjudraumarnir brugðust, hafa stórverktakafyrirtækin í landinu tekist á um brauðmolana með undirboðum, með alleiðingum sem öll þjóðin þekkir i dag. Spilaborgir hrynja hver af annarri og þeir eru margir sem lenda í skriðunni. En hvemig sem menn velta hlutunum fyrir sér er atvinnu- leysið versti óvinur vinnufúsra handa. Lamandi hönd þess eirir engu. Hver dagur verð hatrömm og harðsótt glíma þar sem tekist er á við andleg og félagsleg vandamál, tilverurétt einstaklinga og fjölskyldna. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.