Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.03.1993, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 17.03.1993, Qupperneq 7
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 17. mars 1993 7 Lesendur: Skíðakennsla á Hólmavík: Ibúð óskast > Oska eftir að taka á leigu 3ja herb. íbúð eða stærri frá 15. maí. Upplýsingar gefur Haraldur á BB í símum 4560 eða 4570 á daginn. Guðmann Guðmundsson á heimili sínu, 25 árum eftir björgunina frægu. ísafirði 17. mars 1993: Lífsbjörgin nœg laun fyrir mig Ungi drengurinn sem fann Harry Eddom í Seyð- isfirði í Isafjarðardjúpi þcnnan afdrifaríka feb- rúarmorgun árið 1968 er Guðmann Guðmundsson, skipstjóri á Isafirði. Guð- mann var 14 ára þegar hann fann Harry Eddom. Hann lýsir atburðinum á eftirfarandi hátt: „Eg var að reka kindurnar þarna í fjörunni og er ég kem á móts við sumarbústaðinn sem þar er verð ég var við spor. 1 sömu andrá taka hundarnir á rás og hlaupa upp að bústaðnum og virð- ist sem að Harry Eddom hafi orðið þeirra var og kallað. Þá sneri ég við og hélt upp að bústaðnum og fann hann þar. Hann varð mjög ánægður að sjá mig en gat lítið gert vegna líkams- ástands síns. Hann var blautur og hrakinn. Hann var í klofstígvélum og þau voru full af sjó. Eg hjálpaði honum síðan heim og var kominn upp á tún er pabbi kom á móti mér og hjálpaði til. Harry gat gengið við stuðning en ekki meir. Þegar inn kom háttuðum við hann, settum hann í þurr föt og gáfum honum kaffi og mat. Hann sofnaði síðan og svaf í um tværklukkustundir. Þá voru skipverjar á Svan- inum komnir til okkar en þeir voru við leit í Djúpinu. Þá var hann orðinn þokkalega hress og hann fór með þcim til Isafjarðar.” -Nú var hann enskur. Gátuð þið talað við hann? „Nei, nei vió gátum ekk- ert talað við hann en við vissum strax að hann væri af togaranum sem hafði farist. Við vissum bæði um Heiðrúnina og Ross Cleve- land.” -Þú fórst ekki meó út á ísafjörð í allt fjölmiðla- fárið. Hittir þú Harry Eddom aldrei aftur? „Ekki fyrr en ég var orðinn 18 ára. Þá hitti ég hann á Isafirði. Hann var þá kominn aftur tii Isafjárðar sem stýrimaður á öðrum breskum togara. Eg fékk boð þess efnis að hann væri kominn og vildi hitta mig. Eg fór og hitti hann heima hjá Ulfi Gunnarssyni lækni. Það var ágætt að hitta hann aftur. Hann var hress og talaði mikið. Þetta var á- nægjuleg stund. Hann bauð- st til að launa mér lífs- björgina en ég þáði það ekki, að hafa getað hjálpað hon- um voru næg laun fyrir mig.” -I ár eru liðin 25 ár frá þessum atburði. Hafið þið haft samband síðan? „Nei, ég hef ekki hitt hann síðan þarna á Isafirði 1972. Eg vissi að hann var skip- stjóri hér við land í þorska- stríðinu og fyrir rúmum tveimur árum var hann á einhverjum flutninga- pramma í Norðursjó. Síðar frétti ég að hann hefði verið orðinn atvinnulaus. Það er öll mín vitneskja um mann- inn.” -Nú vakti þessi atburður mikla athygli á sínum tíma. Reyndu fjölmiðlamenn mik- ið að ná tali af þér? „Jú, jú en það var bara allt símasambandslaust vik- una eftir óveðrið. Þeir komu þó inn eftir til mín til að taka viðtal. Það voru tveir enskir blaðamenn og Magnús Aspelund sem var túlkur þeirra. Það birtust viðtöl við mig, bæði í Morgunblaðinu og í enskum blöðum og á ég nokkrar úr- klippur ennþá til” sagði Guðmann Guðmundsson í samtali við blaðið á mánu- dag er við slógum á þráðinn til hans þar sem hann var viö veiðar á rækjubát sínum á Isafjarðardjúpi. Hólmvískir skíöamenn við skíðalyftuna sem sett var upp i Kálfanesi við Hólmavík fyrir stuttu. Ljósmynd: Kristján Jóhannsson. 300 metra skíða- lyfta tekin í notkun Kristján Jóhannsson, BB Hólmavík: SKÍÐAKENNSLA hófst á Hólmavík síðastliðinn föstu- dag og stendur yfir í tvær vikur. Mjög góð þátttaka er í kennslunni, en um 60 nemendur frá fimm ára aldri mættu til leiks. Kennari er Vilhelmína Geirs- dóttir frá Neskaupstað en hún hefur áður verið við kennslu í Ámeshreppi og á Drangsnesi. 300 metra skíðalyfta var sett upp í Kálfanesi, sem er rétt fyrir ofan Hólmavík og er þetta í fyrsta skipti á þessum vetri sem hún er notuð á þessum vetri.Erþaðvon Hólmvíkinga að aðstaða eigi eftir að batna á svæðinu svo hægt verði að lengja Iyftubrautina en þágetur allur veturinn nýst til skíða- iðkunar. Til þess að svo megi vera, verður að flytja til jarð- veg með jarðýtu og vonast heimamenn til að það verk verði unnið í sumar. Það er Ungmennafélagið Geisli á Hólmavík sem á og rekur skíðalyftuna. Þá hefur félagið séð um þjálfaramál og hefur m.a. fengið Þröst Jóhannesson frá Isafirði til þess að sjá um gönguæfingar dagana 19.-22. mars nk. til þess að stöðva skemmd- imar, sem að öðrum kosti gætu haft þær afleiðingar að mér verði ekki fært að halda akstrinum áfram með svo dýrum bíl. Ef allir Ieggjast á eitt til þess að koma í veg fyrir ósómann er málið auðleyst. Oryggis- tæki (öryggishamrar) voru teknir úr bílnum. Þá eða þann sem þar var að verki bið ég að skila tækjunum og mun ég ekki frekarminnastáþettamál og láta gleymt og grafið. Einnig vil ég biðja foreldra um að áminna börnin um það að þessar gerðir eru bæði rangar og þeim sjálfum verstar, sem gera. Asgeir Sigurðsson. Stúlkur -konur athugið! Tek að mér alla almenna förðun. Upplýsingar í síma 4535 POINT BREAK Nýliði í FBI, sem er fyrrum íþróttamaður er fenginn til að smygia sér inn í hóp grunaðra manna sem halda sig á ströndinni og stunda brimreið af miklum ntóð. Þeir sækjast eftir spennu og hættum og leggja mikið á sig til að svala þeim þorsta. En uppgjör er óumflýjanlegt þegar FBI- maðurinn uppgötvar hvaó hópurinn fæst raunverulega við og lokaslagurinn hefst. S'A'H TO SAVE A CHILD Stella og Garth Larson eru nýgift, hún ólétt og þau flytjast til Mangala-dalsins þar sem bíður hans læknisstarf. Ekki er allt sem sýnist í bænum og á bak við öll brosin og vingjarn- leg andlitin leynast Ijót og djöfulleg leyndarmál og það er ekki fyrr en Stellu er tjáð að barn hennar hafi fæðst andvana, að hún áttar sig á því hvað er að gerast í kringum hana. JR-VÍDEO MÁNAGÖTU6 3 4299 Gcstakekkar Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari Föstudagskvöld: Austurlenskir réttir Laugardagskvöld: „Milli fjalls og jjöru “ Hefðbundið íslenskt hráefni notað á nýstárlegan og spennandi hátt Pantið borð Verið velkomin 4i*u 4t 1 / Athugasemd til skólabarna - frá Asgeiri Sigurðssyni UNDANFARIN ár hefi ég átt því láni að fagna að um- gengni skólabarnanna við bíla mína hefur verið til slíkrar fyrirmyndar að tekið hefur verið eftir og mun trú- lega vera um einsdæmi að ræða hér á landi. Þessvegna þykir mér miður að nú nýverið urðu þar á snögg umskipti og verulegt tjón hefur verið unnið á einum bíla minna. Eg er ekki í nokkrum vafa um aó hér er um að ræða einstakling eða fáa einstakl- inga. Hér er um að ræða nýjan bíl, eða rétt rúmlega árs- gamlan. Það hefur verið skoðun mín að hreinn og fal- legur bíll höfðaði til barnanna og hefur svo verið að mínu mati til þessa. Þar sem hér er um að ræða einstaklingsverk en ekki hóps, það er mér að fullu ljóst, er það von mín að samvinna við börnin, sem enga sök eiga á þessum atvikum, geti orðið NYJAR MYNDIR VIKULEGA -

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.