Bæjarins besta - 28.07.1993, Page 2
2
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 28. júlí 1993
Bolvíkingar hafna sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum:
Bolungarvíkurkaupstaður uppfyllir öll markmið
sveitarfélaganefiidar sem sjálfstætt sveitarfélag
- segir m.a. í ályktun Kristins H. Gunnarssonar sem samþykkt var með fimm samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjórnar
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur samþykkti með fimm sam-
hljóða atkvæðum á fundi sínum sem haldinn var 22. júlí
síðastliðinn að hafna tillögu umdæmisnefndar Vestfjarða
um sameiningu allra sveitarfélaga á norðanverðum Vest-
fjörðum í eitt. Bæjarstjórnin ræddi tillöguna á tveimur
fundum og koms't að þeirri niðurstöðu að Bolungarvíkur-
kaupstaður uppfyllti öll markmið sveitarfélagsnefndar um
sjálfstæð sveitarfélög og Bolungarvík þurfi því ekki að
sameinast öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum.
Bæjarstjóm Bolungarvíkur
hefur sent Guðmundi H. Ing-
ólfssyni formanni umdæmis-
nefndar Vestfjarða eftirfarandi
ályktun Kristins H. Gunnars-
sonar um málið sem samþykkt
var á fundinum: „Bæjarstjóm
Bolungarvíkur hefur á tveimur
fundum rætt um sameiningu
sveitarfélaga í tilefni af loka-
skýrslu sveitarfélaga, laga-
setningu um sameiningu sveit-
arfélaga og skýrslu starfshóps
stjórnar Fjórðungssambands
Vestfirðinga, auk þess að
halda sérstakan fund með um-
dæmanefnd Vestfjarða.
Bæjarstjómin lýsir sig sam-
mála því meginmarkmiði að
treysta byggð í landinu. Arang-
ursríkasta leiðin til þess er að
skapa sjávarútveginum heil-
brigðan rekstrargrundvöll og
gæta þess að sjávarplássin
njóti nálægðarinnar við þá
auðlind, fiskimiðin, sem er
forsenda tilveru þeirra. Sé þess
gætt og dregið úr ofstýringar-
tilhneigingu miðstjórnarvalds-
ins er engin þörf á að skipa
nefndir og gefa út skýrslur um
vanda landsbyggðarinnar.
Ibúar þar eru fyllilega færir
um að bjarga sér og bera
ábyrgð á sínum atvinnurekstri
við eðlilegt ástand í atvinnu-
lífinu.
Bæjarstjómin bendir á að
tillögur sveitarfélagsnefndar
eru í meginatriðum fjórþættar.
Jafnhliða sameiningu sveitar-
félaga verði tekið til endur-
skoðunar umdæmamörk og
verkefni umboðsvalds ríkis í
héraði, reglum um Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga verói breytt
og aukið fé lagt til sjóðsins og
loks er áréttað að greiðar sam-
Bolungarvík. Bæjarstjóm Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag í síðustu viku með fimm samhljóða
atkvaeðum að hafna sameiningarhugmyndum byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum.
göngur eru forsenda stækkun
sveitarfélaga. Meta þarf öll
þessi atriði í heild sinni þegar
rætt er um sameiningu sveitar-
félaga. Ekkert liggur fyrir að
BaWarinn
SIMI 4770 » FAX 5065
hálfu ríkisvaldsins um endur-
skoðun stjórnsýslu ríkisins
m.a. um flutning ríkisstofnana
út á land, endar tillögur eða
ákvarðanir liggja fyrir um
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og
samgöngur á norðanverðum
Vestfjörðum komast ekki í
viðunandi horf fyrr en 1996,
eða tveimur árum eftir að
fyrirhugað er að sameining
sveitarfélaga verði. Þá liggur
ekkert fyrir um hvort eða
hvenær verður af verkefnatil-
færslu frá ríki til sveitarfélaga
og þá hvaða verkefni það
verða og ennfremur hvaða
tekjustofna sveitarfélögum eru
ætluð.
Bæjarstjórnin telur að skýra
verði rækilega fyrirætlan
stjómvalda í þessum málum
og tryggja efndir áður en hægt
er að taka ákvörðun um sam-
einingu á þessum forsendum
og minnir á aó óhjákvæmilegt
er að bæta samgöngur um Ós-
hlíð mun meir en ráðgert er í
gildandi vegaáætlun. I ljósi
reynslunnar af samskiptum
sveitarfélaga við ríkisvaldið
á undanförnum árum-telur
bæjarstjóm Bolungarvíkur ó-
ráðlegt að binda vonir við
ávinning á þessum sviðum og
miða ákvörðun um sam-
einingu sveitarfélaga nú við
þær vonir.
Afstaða til sameiningar
sveitarfélaga og tillögu starfs-
hóps stjórnar Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga um að
sameina öll sveitarfélög á
noróanverðum Vestfjörðum
í eitt, verður því að miðast
eingöngu við þau markmið
um stærð og gerð sveitar-
félaga sem lögð eru í loka-
skýrslu sveitarfélaganefndar á
bls. 28.
Eitt sveitarfélag á norðan-
verðum Vestfjörðum upp-
fyllir ekki það markmið að
90% íbúanna séu innan 30
mínútna akstursvegalengdar
frá aðalþjónustukjarna og þaó
getur ekki myndað heilstætt
samfélag né heilstætt atvinnu-
svæði með tilliti til vinnu-
sóknar. Af þeim sökum að
forsendur eru ekki uppfylltar,
er óraunhæft með öllu að ætla
að norðanveróir Vestfirðir
geti með góðu móti orðið
eitt sveitarfélag. Auk þess er
lega Bolungarvíkur þannig sem
endastöð að slík sameining
verður enn síður fýsilegur
kostur. Loks má benda á að
Bolungarvíkurkaupstaður upp-
fyllir öll markmið sveitar-
félaganefndar sem sjálfstætt
sveitarfélag, þar með talið
skilyrði um Iágmarksfjölda
íbúa og þar af leiðandi engin
þörf á breytingu af þeim
sökum.
Það er því niðurstaða
bæjarstjórnar Bolungarvíkur
að hafna tillögu starfshóps
stjórnar Fjórðungssambands
Vestfirðinga um sameiningu
sveitarfélaga á norðanverðum
Vestfjörðum.”
Ofangreind ályktun var sam-
þykkt með fimm samhljóða
atkvæðum, einn bæjarfulltrúi
tók ekki afstöðu og einn
greiddi ályktuninni mótat-
kvæði. Það var Ólafur Krist-
jánsson, bæjarstjóri sem gerði
eftirfarandi grein fyrir atkvæði
sínu:
„Undirritaður tekur undir
þau varnarorð sem fram komu
í fyrri hluta ályktunar Kristins
H. Gunnarssonar. Bæjarstjórn
Bolungarvíkur hefur átt þess
kost að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri á fundi með
umdæmisnefnd Vestfjarða
hinn 9. júlí 1993,þarsem ítar-
lega var rætt um kosti og galla
sameiningar sveitarfélaga.
Með tilliti til þeirrar um-
ræöu s?m þar fór fram og
veikrar stöðu byggðar á norð-
anverðum Vestfjörðum tel ég
ekki rétt aó taka jafn afdráttar-
lausa afstöðu til synjunar
nefndrar tillögu starfshóps
Fjórðungssambands Vest-
firðinga um sameiningu sveit-
arfélaga á norðanverðum
Vestfjörðum og fram kemur í
ályktun K.H.G. Því greiði ég
atkvæði á móti ályktuninni.”
„Mín skoðun er sú að við
eigum ekki að álykta svona
sterkt á móti þessum sam-
einingarhugmyndum og ég tel
að það veiki Bolungarvík og
veiki byggó á Vestfjörðum ef
við reynum ekki að standa
saman um að sameinast þessi
6.400-6.500 manns sem búa á
svæðinu frá Þingeyri og norð-
ur að Djúpi. Eg er al veg harður
sameiningarmaður og hef alla
tíð verið,” sagði Ólafur
Kristjánsson, bæjarstjóri í sam-
tali við blaðið.
Afmæli:
PETUR Pétursson,
skíðafrömuður með
fleiru á Grænagarði í
Skutulsfirði er 90 ára í
dag, miðvikudaginn 28.
júlí.
Pétur mun taka á móti
gestum í Húsamæðraskól-
anum á ísafirði eftir kl. 20
í kvöld og eru allir vel-
komnir.