Bæjarins besta - 28.07.1993, Side 6
6
RÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 28. júlí 1993
Bandarískur skiptinemi kemur Jieim” eftir tíu ár:
Það varfrábœrt að
koma heim aftur
- segir Chris Finch sem stundaði nám í Menntaskólanum á ísafirði
fyrirtíu árum og er ná í heimsókn hjá íslenskum foreldrum sínum
UNGUR banda-
ríkjamaður Chris
Finch sem
stundaði nám sem
skiptinemi í
Menntaskólanum
/
á Isafirði fyrir tíu
árum kom aftur til
bœjarins um
þarsíðustu helgi
til að heimsœkja
íslensku „mömmu
og pabba” þau
Hafstein
Vilhjálmsson og
Höllu Sigurðar-
dóttur og í tilefni
heimkomunnar
héldu þau vinum
/
hans á Isafirði
veglega grillveislu
þar sem ekkert var
til sparað og
muna menn vart
aðra eins grill-
veislu að sögn
viðstaddra. Auk
matar og drykkjar
sem stóð á
borðum frá kl. 16
til kl. 01 lék hjóm-
sveitin Snigla-
bandið fyrir við-
stadda og var
góður rómur
gerður að leik
þeirra enda ein
vinsœlasta hljóm-
sveit landsins þar
á ferð. Chris leit
við á ritstjórn
blaðsins á
mánudag og sagði
okkur aðeinsfrá
heimkomunni og
hvað hefði drifið
á daga hans
síðustu tíu ár.
„Það er frábært að koma
aftur heim til Isafjarðar og sjá
fjölskylduna og vini. Ég eign-
aðist marga vini á meðan ég
var í Menntaskólanum, bæði
skólafélaga og vini sem ég
eignaðist þegar ég var að spila
körfubolta með Körfuknatt-
leiksfélagi Isafjarðar. Þeim
vinum mínum sem eru á Isa-
firði í dag buðu Hafsteinn og
Halla til grillveislu á laugar-
daginn var og bar veislan
einmitt uppá 29 ára afmæli
mitt. Ég hef aldrei haft svona
skemmtilega afmælisveislu
áður og toppurinn var að fá
Sniglabandið til að spila. Þá
var maturinn einn sá besti sem
ég hef borðað og það er ljóst
að svona gott lambakjöt er ekki
hægt að fá í Bandaríkjunum.
Við drukkum mikinn bjór, en
hann gat ég ekki fengið þegar
ég var hér í skóla, fórum í leiki
og dönsuðum eins og lífið lá.
Síðan var farið á dansleik með
Sniglabandinu áFlateyri og þar
með endaði skemmtilegasti
afmælisdagur minn til þ?ssa.”
-Hvernig kom það til að ein
vinsælasta hljómsveit landsins
mætti á svæðið?
„Þaó var vegna þess að
frændi Hafsteins er í hljóm-
sveitinni og hún var stödd hér
og bauðst til að spila. Þetta
var gaman og ég held að hljóm-
sveitarmeðlimir hafi skemmt
sér jafn vel og allir aðrir sem
voru í veislunni. Ég vil þakka
þeim fyrir frábæra skemmtun.“
Það hefur mikið
*
breyst á Isafirði
-Hvernig var að koma til
Isafjarðar eftir tíu ára fjarveru?
„Það var mjög gott að koma
aftur til Isafjarðar og sérstak-
lega að sjá fjölskyldu mína
sem ég bjó hjá veturinn 1982-
1983. Ég kom reyndar árið
1985 í einn mánuð til að læra
íslensku en hef verið í Banda-
ríkjunum síðan. Mér finnst
hafa liðið alltof langur tími á
milli og ég vona að það líði
ekki eins langur tími þar til ég
kem aftur. Það hefur mikió
breyst á Isafirði á þessum
árum, stærsta breytingin var
sú að skólafélagar mínir voru
flestir giftir og komnir með
börn en ég er ennþá ólofaður
eins og flestir vinir mínir í
Bandaríkjunum. Islendingar
gifta sig mun fyrr en Banda-
ríkjamenn og stofna heimili og
eignast böm.“
-En hvaó með bæinn sjálf-
an, finnst þér hann hafa breyst
á þessum tíu árum?
„Bærinn hefur breyst mikið
til batnaðar, það er kominn
golfvöllur, það er að koma
nýtt íþróttahús og mikið hefur
verið byggt á þessum árum.
Þegar ég var hér 1982-1983
var t.d. ekki búið að malbika
leiðina inn á Isafjarðarflug-
völl svo dæmi sé tekið. Ég sé
hlutina með allt öðrum augum
nú en ég gerði fyrir tíu árum,
en fjöllin eru á sínum stað og
ennþá jafn falleg.”
Verndaði regn-
skóga í sex ár
-Hvað hefur þú verið að
gera síðan þú fórst frá Isa-
firði?
„Þegar ég fór héðan fór ég í
Háskólann í Massachusetts á
austurströnd Bandaríkjannaog
var þar í fjögur ár. Þar lærði ég
enskar bókmenntir og hvernig
á að skrifa smásögur. Þá lærði
ég um umhverfió o.fl. Eftir
háskólanámið fór ég til Wash-
ington DC að vinna hjá um-
hverfisvemdarfélagi frá Alaska
sem hafði það að markmiði
að vernda regnskóga Alaska.
Ég vann í Washington DC í
eitt ár og fór síðan til Alaska
þar sem ég var í sex ár.
Fyrsta árið var ég við
veiðar á laxi og lúðu á haf-
svæðinu undan strönd Alaska.
Síðustu fimm árin hef ég
unnið að mestu leyti hjá um-
hverfisverndarfélaginu og
stundað veiðarnar yfir sumar-
tímann. Aöalstarf okkar hjá
umhverfisvemdarfélaginu var
að hjálpa íbúum Alaska að
lifa lífinu í sínu landi án utan-
aðkomandi áhrifa. Éghef lítið
á móti hvalveiðum eða öðrum
veiðum en öll veiði verður
að vera í hófi. Ég vil að fólk
geti lifað á sínu landi, sátt við
náttúruna og menn.“
/
Island var eitt af
óskalöndunum
-En hvernig stóð á því að
þú valdir Islands til að stunda
nám sem skiptinemi og af
hverju Isafjörð?
„Ég kom frá suður Kali-
forníu og þar sem ég gat ekki
valið um staö skrifaði ég
niður óskalönd. Það voru
Sviss, Svíþjóð, Noregur,
Grænland og Island. Ég vildi
fara til þessara landa vegna
þess að þau voru svo ólík því
sem ég hafói lifað við. Eg sé
það núna að koma mín til Isa-
fjarðar var það besta sem fyrir
mig gat komió.
Hérna tókst mér að læra
nokkuð í íslensku og þakka ég
það hversu bærinn er lítill, allir
þekkja alla og líka það að ég
var eini skiptineminn í skól-
anum og því varð ég að tala
íslensku til að skilja skóla-
félaga mína. Þá var fjölskylda
mín, þau Hafsteinn og Halla
mér mjög hjálpleg. Þau reynd-
Afmœlisbarnið Chris Finch við blómagjafímar að skemmtun lokinni.
Chris í góðum félagsskap vina sinna þeirra Rúnars Jónatanssonar, Hrefnu Sif
Heiðardóttur og Mörtu Magnadóttur.
Halla „mamma” og Þórður Einarsson stjoma hér einum af mörgum leikjum kvöldsins.
ust mér frábærlega vel og þeim
á ég mikið að þakka.“
/
A leið kringum
hnöttinn
Blaðamaóur getur staðfest
það að Chris hefur lært ís-
lenskuna vel á ekki lengri tíma
og fór viðtalið allt fram á
íslensku enda blaðamaður
kannski ekki sá besti á enskri
tungu. En hvað ætlar Chris að
dvelja hér lengi að sinni?
„Ég verð í eina viku í við-
bót. Þá fer ég með Höllu og
Hafsteini til Þingvalla og
þaðan til Reykjavíkur að
heimsækja fjölskyldu þeirra og
vini mína sem fluttir eru frá
Isafirði til Reykjavíkur. 3.
ágúst fer ég síðan til London
og þaðan til Togo í vestur
Afríku þar sem ég ætla vera í
einn eða tvo mánuði í heim-
sókn hjá systur minni. Band-
arískir vinir mínir koma síðan
til Afríku og þaðan ætlum við
annað hvort yfir Sahara eyði-
mörkina eða í regnskógana í
Zaire og þaðan til Evrópu. Ég
vonast til að við komust í
framhaldi af því í kringum
hnöttinn og ég reikna með að
það ferðalag taki 5-12 mán-
uði. Síðan förum við heim.“
-Hvenær á Chris von á því
að koma næst til Islands?
„Vonandi kem ég sem fyrst.
Það verða ekki tíu ár þangað
til ég kem aftur. Ég vona líka
að Hafsteinn, Halla og Dag-
björt láti sjá sig í Banda-
ríkjunum en þau hafa hótað
mér því að koma ekki fyrr en
ég hef kvænst og því er völin
hjá mér“” sagði þessi geðþekki
Bandaríkjamaður í samtali við
BB. Blaðið óskar honum
góðrar ferðar umhverfis hnött-
inn og við vonum að hann
verói búinn afinna sér ekta-
maka áður en íslensku „for-
eldrarnir'* verða komnir á elli-
heimili, þótt á besta aldri séu í
dag.
-í.