Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 23.03.1994, Qupperneq 7
REJARINS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994 7 Sigurjón Samúelsson bóndi að Hrafnabjörgum: OlíUegtað Sighvatur hafni jaln góðum kosti - segir Sigurjon um umsókn sína um stöðu Seðtabankastjóra í SÍÐUSTU viku var kunngert hverjir sóttu um þær tvær bankastjórastöður í Seðla- bankanum sem auglýstar voru lausar eigi alls fyrir löngu. Rúmlega þrjátíu umsóknir bárust auk umsókna frá nemendum eins menntaskóla. A meðal umsækjenda var bóndi vestan úr ísafjarðardjúpi, Sigurjón Samúelsson að Hrafnabjörgum í Uaugardal. Margir Vestfirðingar þekkja til mannsins vegna áhuga hans á íslenskri tónlist en Sigurjón mun eiga eitt stærsta safn íslenskra hljómplatna. Þá er maðurinn þekktur af laxveiðimönnum því hann hefur verið veiðivörður við Uaugardalsá um árabil en fæstir áttu þó von á því að hann væri á meðal umsækjenda um þá eftirsóttu stöðu, sem bankastjórastaðan í Seðlabankanum er. A hann von á því að fá stöðuna og hvenær mun hann þá taka við? „Já, því ekki ég eins og hver annar. Eg veit ekki hvenær ég myndi taka við, það fer allt eftir því hvað hann verður röskur að þessu, hann Sighvatur,” segir hann og hlær. -En hvemig stóð á því að hann sótti um stöðuna? „Það er samdráttur í land- búnaði og Alþýðuflokksmenn hafa mikið hvatt bændur til að reyna að stunda einhverja aðra atvinnu á þeim forsendum að það geti ekki verið fullt starf í framtíðinni að sinna sauðtjár- búi og því verður maður að bera niðurþarsem sæmilegaatvinnu er að fá og þokkaleg laun. Að þessu athuguðu sendi ég mína umsókn inn.” -Var ekki krafist háskóla- menntunar til starfsins? „Nei, nei, það er það nú ekki. Þetta er eitt af þeim störfum í þjóðfélaginu þar sem ekki er krafist neinna sérstakrar mennt- unar.” -Ertu vongóður um að fá stöðuna? Sigurjón Samúelsson, bóndi að Hrafnabjörgum var á meðal umsækjenda um stöðu Seðlabankastjóra og bíður spenntur eftir niðurstöðu Sighvats. Hér er Sigurjón við laxateljarann við Laugardalsá en hann gegnir þar starfl veiðivarðar. „Mér þykir ólíklegt að Sig- hvatur hafni jafn góðum kosti og ég er. Eg var ekki hvattur til að sækja um þessa stöðu af hinum almenna borgara, þetta var alfarið mín ákvörðun. Þetta var ekki gert í neinu spaugi. Það er full alvara á bak við þessa umsókn. Menn sækja ekki um slíka ábyrgðastöðu nema að það sé full alvara þar á bakvið. Eg held því fram að bændur séu ekkert lakari menn en aðrir og geti sinnt þessari stöðu alveg eins og hver annar.” -Ertu farinn að pakka niður? „Nei, nei. Eg bíð nú fyrst eftir veitingunni.” -En fáir þú stöðuna. Hver tekur þá við starfi veiðivarðar við Laugardalsá? „Ég veit það ekki svo gjörla. Ég á nú ekki von á því að Jón Sigurðsson taki það að sér. Annars skilst mér að Jóhannes Norðdal hafi getað sinnt hinum ýmsum störfum með banka- stjórastöðunni og því ætti ég ekki alveg eins að geta verið veiðivörður og bankastjóri? Þetta virðist ekki vera svo erfitt starf og það þarf víst ekki nema mann með meðalvit í það,” sagði Sigurjón. -v Flekkefjord i Noregi: Ný Guðbjörg sjósett LAUGARDAGINN 12. mars síðastliðinn var hið nýja frvstiskip útgerðarfélagsins Hrannar hf., á Isafirði sjósett í Flekkefjord í Noregi en þar hefur skipið verið í sniíðum frá því í lok síðasta árs. Viðstaddir sjósetningu voru eigendur skipsins og það var SigríðurBrynjólfsdóttir.eigin- kona Asgeirs Guðbjartssonar, skipstjóra sem gaf skipinu nafnið Guðbjörg en þetta er þriðji togarinn með Guð- bjargamafninu sem hún skírir. Verkið hefur gengið vel hingað til og er áætlað að skipið verði aflient eigendum sínum um miðjan september nk. Þegar skipið var sjósett átti eftir að setja á það brú og gálga sem og að innrétta það hátt og lágt. Hin nýja Guðbjörg er 68 metra löng og 14 metra breið. -í. Framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar í Flekkfjörd (l.t.v.) ásamt þeim Sigríði Brynjólfsdóttur og Bárði Hafsteinssyni hjá Skipatækni hf., sem hannaði skipið. I baksýn er svo meistarastykkið. Hin nýja Guðbjörg komin á flot. ísafjarðardjúp: Fagranesið á ferð- inni á Skíðaviku BILFERJAN Fagranes mun verða í ferðum a nulli ísafjarðar og Arngerðareyrar í Isafjarðardjúpi á Skíðaviku auk þess sem útgerð skipsins hefur ákveðið að bjóða upp á skemmtisiglingu um Isafjarðardjúp, laugardaginn 2. apríl kl. 18.30. Næstkomandi föstudag, 25. mars fer skipið frá Isafirði kl. 12.00 og frá Arngerðareyri kl. 15.00. Mánudaginn 28. mars verður farið frá ísafirði kl. 08.00 og frá Arngerðareyri kl. 11.00. Miðvikudaginn 30. mars fer skipið frá ísafirði kl. 09.00 og frá Arngerðareyri kl. 12.30. Mánudaginn 4. apríl verður farið frá ísafirði kl. 10.00 og frá Arngerðareyri kl. 13.30 og föstudaginn 8. apríl verðurfarið frá ísafirði kl. 08.00 og frá Arngerðareyri kl. 11.00. Þá mun útgerð skipsins bjóða upp á skemmtisiglingu um ísaljarðardjúp og verður sú ferð farin kl. 18.30, laugardaginn 2. apríl. Skráning í þá ferð sem og aðrar pantanir með skipinu eru í síma 94-3155 en einnig er hægt að hringja í heimasíma 94-4655 og 94-3016. Þeir sem Bílferjan Fagranes verður í siglingum um ísaljarðar- djúp á Skíðaviku’94. verða á faraldsfæti ofangreinda daga og hyggjast notfæra sér þjónustu Fagranessins eru hvattir til að panta pláss fyrir bílinn tímanlega. _s/f ísafjörður: „HeitT konukvöld í Krúsinni annað kvöld - karlpeningnum oheimill aðgangur ANNAÐ kvöld, þ.e. fimmtudagskvöld, heldur ísafjarðar- deild Kvennaklúbbs íslands svokallað „heitt“ konukvöld í skemmtistaðnuin Krúsinni og hefur deildin kallað til leiks fjóra stælta, ameríska draumasveina til að skemmta vest- firsku kvcnþjóðinni. Hércru áferðinni American male-dansflokkurinn. sá hinn sami og hefur tryllt íslenskar konur á öllum aidri um allt land undanfama viku, en Isa- fjörður cr einn tíu viðkomu- staða þeirra. „Húsið opnar kl. átta og gæjamir birtast fljót- lega uppúr kl. níu. Þeir eru að sjálfsögðu aðalnúmer kvölds- ins, cn einnig verður tísku- sýning í boði, kynningar af ýmsu tagis.s. skúringavél sem síðan verður gefín, happdrætti og lleira.” sagði Guðrún Sig- ríður Matthíasdóttir, fonnaður ísafjarðardeildar Kvenna- klúbbs íslands. Að sögn Guðrúnar eru sýn- ingaratriði „kyntröllanna" allt að tveimur klukkustundum að lengd en það fer allt eftir stemmningunni í salnum. Hún bendir á að vinsælt og árang- ursríkt sé að gestir gefi strák- unum smá þjórfé og fær viðkomandi þá a.nt.k. koss í staðinn. Guðrún sér um miða- og borðapantanir í vinnusíma 3578 og í Sjallanum á kvöldin í sírna 3925. Eins og nafn sýningarinnar bendir til. er karlmönnum aðganguróheini- ill. Miðaverð er kr. 1500._/iy,

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.