Bæjarins besta - 23.03.1994, Qupperneq 8
8
BpiINS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994
SFíBT
SÍÐAKT
Snóker:
Einar í
topp-
barátlu
EINAR Gunnlaugsson
sigraði í fimnita og næst-
síðasta riðli Opna Ís-Rek
mótsins sem fram hefur
farið í Billiardstofunni
Gosa í vetur og er því
efstur Isfirðinganna að
stiguin með samtals 400
stig. I vetur var samtímis
keppt í sania móti á Ing-
ólfsbilliard og Billiard-
stofunni Klöpp í Revkja-
vík oger Einar því kominn
í toppbaráttuna, en nú er
aðeins sjálfur úrslitariðil-
inn eftir og fer hann fram í
Revkjavík í maí nk.
í öðru sæti í fimmta riðli
um helgina var Atli Geir
Atlason og í því þriðja var
Ásbjöm Bjamason. í saman-
Iögðum stigafjölda Isfirð-
inganna, er Ásbjörn i öðru
sæti, Víðir Amarson í því
þriðja, Atli Geir í fjórða og
Davíð Sveinsson í fimmta.
Alls tóku fjórtán keppendur
þátt í ísafjarðarhluta móts-
ins.
Sex efstu menn, auk
tveggja annarra úr sérstöku
móti, frá hverjum þriggja
keppnisstaðanna um sig,
keppa til lokaúrslitanna í
Reykjavík og jafnframt til
ísafjarðarmeistaratitils.
í kvöld hefst svo ung-
lingameistaramót 21 árs og
yngri í Gosa og lýkur keppni
annað kvöld. Tveir efstu
rnenn keppa til unglinga-
meistaratitils íslands í
Reykjavík í apríl. Það er
Eimskip á ísafirði sem greið-
ir farseðlana fyrir ísfirð-
inganatil höfuðborgarinnar.
-hþ.
Laugardalsvatn í ísafjaröardjúpi:
Bændur bjóða veiði í gegnum ís
Á SÍÐASTLIÐNUM vetri gáfu bændur í Laugardal í Isa-
fjarðardjúpi fólki kost á að veiða silung og lax í gegnum ís á
Laugardalsvatni. Fáir reyndu fyrirsér þann veturinn en þeir
sem prófuðu fengu góða veiði. Bændurnir hafa nú ákveðið að
endurtaka leikinn og geta því þeir sem áhuga hafa á slíkum
veiðiskap haft samband við Jón Helga á Birnustöðum, en
hann mun sjá um úthlutun veiðileyfa.
Sigurjón Samúelsson, bóndi
að Hrafnabjörgum og um-
sækjandi um stöðu Seðlabanka-
stjóra sagði í samtali við blaðið
að lítið hefði verið spurt um
leyfi í vetur enda aðalveiði-
tíminn ekki hafinn. „Eg reikna
með að aðalveiðitíminn hefjist
í lok þessa mánaðar og því geta
þeir sem áhuga hafa, farið að
kynna sér málin. Þetta gafst vel
á síðastliðnum vetri. Þá komu
hingað björgunarsveitarmenn
frá Isafirði og þeir fengu 36
fiska í annað skiptið og yfir 50
í það síðara.
Þetta var allt silungur en í
hitteðfyrra veiddist lax í
gegnum ísinn í marsmánuði.
Þetta er ódýr og góður veiði-
skapur, dagurinn kostar ekki
nema 400 krónur og því er um
að gera að drífa sig,” sagði
Sigurjón.
Hann sagði ennfremur að til
stæði að opna Laugardalsá 12.
júní og vonaðist hann til að
sumarið yrði ekki lakara en
verið hefur en á öllu Laugar-
dalssvæðinu veiddust 266 laxar
á síðasta sumri. Verðið verður
óbreytt frá síðasta sumri og er
það sama verð og var á veiði-
leyfunum árið 1988.
„Mér virðist sem að ásóknin
sé meiri í veiðileyfi í áren verið
hefur. Það eru fleiri sem biðja
um leyfi nú en áður og það er
lítið um að menn hætti. Við
misstum nokkuð af okkar fasta-
kúnnum á síðasta ári en það
komu bara aðrir í staðinn,”
sagði Sigurjón.
Verðlaunahafar á mótinu að keppni lokinni.
Skíöaganga:
Ólafur sigraði
í flokki 12 ára
SHELL-MOTIÐ í skíða-
göngu 10-12 ára barna fór
fram á Seljalandsdal á sunnu-
daginn var.
í 2 km. göngu 10-11 ára
stúkna sigraði Katrfn Ámadóttir
á tímanum 11.30 og Elísabet G.
Björnsdóttir varð í öðru sæti á
12.24. í 2 km. göngu 10-11 ára
drengja sigraði Gylfi Olafsson
á tímanum 10.45, annar varð
Einar J. Finnbogason á 10,50
og Greipur Gíslason varð í
þriðja sæti á tímanum 10.54.
Salóme Elín Ingólfsdóttir
sigraði í 3 km. göngu 12 ára
stúlknaátímanum 17.09, Sess-
elja Guðjónsdóttir varð í öðru
sæti á 23.15 og Helga Rún
Gylfadóttir varð í þriðja sæti á
25.17. í 3 km göngu 12 ára
drengja sigr-
aði Olafur
Th. Árnason
á tímanum
14.01 og Há-
varður Ol-
geirsson varð
í öðru sæti á
t í m a n u m
18.07.
Ólafur Th. Árnason sigur-
vegari 12 ára drengja.
Unglingameistaramót íslands 1994:
Helst á Seljalands-
dal á föstudag
UNGLINGAMEISTARA-
MÓT íslands 1994 verðursett
á Isafirði á morgun fimmtu-
dag kl. 20.30 í kapellunni á
Torfnesi. Strax að mótssetn-
ingu lokinni verður haldinn
fararstjórafundurog keppnin
sjálf hefst á föstudag kl. 09.45
með svigi drengja 13-14 ára.
Rúmlega 250 þátttakendur
hafa skráð sig til keppni og
koma þeir víðsvegar að af
landinu. Fjölmennt lið Is-
firðinga mun standa daglega
vakt við mótið en áætlað er að
starfsmenn verði um 60 talsins
og eru þá ótaldir menn frá
Hjálparsveit skáta sem munu
verða til taks á svæðinu ef
eitthvað óvænt kemur upp á.
Flestir keppenda eru væntan-
legir til bæjarins á morgun og
munu þeir gista á öllum þeim
gististöðum sem eru til umráða
í bænum. Læknir mótsins verð-
ur Einar Axelsson, yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar á Isa-
firði.
Mótið hefst eins og áður
sagði með svigi drengja 13-14
ára á föstudag kl. 09.45. Á sama
tíma hefst svig drengja 15-16
TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL
HAFNARSTRÆTI 1 • ISAFIRÐI
3940 & 3244 • FAX 4547
Fasteignaviðskipti
Einbýlishús/raðhús:
Hrannargata 1: 240 m2 einbýl-
ishús á tveimur hæðum ásamt
kjallara og háalofti.
Miötún 45: 189 m2 raðhús á
tveimur hæðum ásamt bílskúr.
Smárateigur 2: 125 m2 einbýl-
ishús á einni hæð ásamt bílskúr.
Strandgata 17: 120 m2 einbýl-
ishús á2 hæðum ásamtsólstofu
og bílskúr.
Fitjateigur4:151 rrúeinbýlishús
á einni hæð + bílskúr. Skipti
möguleg á minni eign á Eyrinni
eða í Reykjavík.
Fagraholt 11: 140 m2
einbýlishús á einni hæð ásamt
bílskúr.
Bakkavegur 29: 2x129 m2 ein-
býlishús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr.
Hnífsdalsvegur 8: 102 m2 ein-
býlishús á tveimur hæðum ásamt
kjallara.
Strandgata 3b: 2x20 m2 einbýl-
ishús á tveimur hæðum ásamt
kjallara.
4-6 herbergja íbúðir
Seljalandsvegur 44: 80 m2 4ra
herb íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi
ásamt bílskúr.
Sundstræti 14: 80 m2 4ra herb.
íbúð á 2 hæðum, v-enda í þrí-
býlishúsi. Endurnýjuð að hluta.
Pólgata4:136m25herb. íbúðá
2. hæð í þríbýli + lítill bílskúr.
3ja herbergja íbúðir
Seljalandsvegur 44:72 m2 íbúð
á neðri hæð í tvíbýlishúsi.
Brunngata 12a: 88 m2 íbúð í risi
að hálfu, á efri hæð í tvíbýlishúsi.
möguleg skipti á góðum bíl.
Engjavegur 33: 56 m2 íbúð á
e.h. í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr.
Skipti á stærri eign möguleg.
Stórholt 7:76 m2 íbúð á 2. hæð
fyrir miðju í fjölbýlishúsi.
Stórholt 11: 75 m2 íbúð á 2.
hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi
Pólgata 6:55 m2 íbúð á 3. hæð
til hægri í fjölbýlishúsi.
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar 4-6 herbergja íbúðir á skrá!
Isafjarðarvegn r 4: 96 m2 einbýlishús á tveimur
hæbum ásamt bílskúr.
Urðarvegur 80: 66 m2 íbúð á
jarðhæð í fjölbýlishúsi. Sérinn-
gangur
Strandgata 5: 55 m2 íbúð í s-
enda, efri hæð, nýuppgerð.
Sundstræti 14: 86 m2 íbúð á
e.h. n-enda í þríbýlishúsi.
Endurnýjuð að hluta.
Aðalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri
hæð, s-enda í fjórbýli. Sérinng.
Aðalstræti26a: íbúðáefri hæð,
v-enda í þríbýlishúsi.
2ja herbergja íbúðir
Tangagata 10a: íbúðáefrihæð
i tvíbýlishúsi.
Ymislegt:
Fjarðarstræti 16: Iðnaðarhús-
næði Efnalaugarinnar Alberts.
Tilboð óskast.
ára og kl. 10.20 er ráðgert að
stórsvig stúlkna 15-16 ára
hefjist. Stórsvig stúlkna 13-14
árahefstsíðankl. 11.00. Klukk-
an 13.00 hefst sfðan 7,5 km
ganga 15-16 ára drengja, kl.
13.40 hefst 3,5 km ganga 13-
15 árastúlknaogkl. 14.10hefst
5 km ganga 13-14 ára drengja.
Á laugardag fer síðan fram
svig stúlkna og stórsvig drengja
auk þess sem boðganga fer fram
í norrænum greinum. Mótinu
lýkur síðan á sunnudag með
samhliðasvigi allra aldurs-
flokka og göngu drengja og
stúlkna með hefðbundinni að-
ferð. Nánar verður sagt frá
mótinu og úrslitum í blaðinu
sem kemur út á þriðjudag í
næstu viku.
Ársþing ÍBI:
Fjöldi mála
afgreiddur
- stórafmæli framundan
ÁRSÞING íþróttabandalags ísafjarðar var haldið dagana
15. og 16. mars síðastliðna í Sigurðarbúð og voru mörg mál
afgreidd á þinginu. Jens Kristmannsson var endurkjörinn
sem formaður, og tvær mannabreytingar urðu í stjórn banda-
lagsins. Nýju stjórnina skipa nú, Jens Kristmannsson, Samúel
Grímsson, Tryggvi Sigtryggsson, Marinó Hákonarson og
Sigurborg Þorkelsdóttir. Þau tvö síðastnefndu eru ný í stjórn
en úr stjórn gengu þau Hilmar Pálsson og Signý Rósantsdóttir
þar sem þau gáfu ekki kost á sér.
Blaðið hafði samband við Jens Kristmansson og spurði
hann um helstu mál þingsins og hvað væri framundan á
starfsárinu.
„Það voru mörg mál rædd á
þinginu en utan hefðbundinna
þingmála, má nefna að sam-
þykktar voru nýjar reglur um
veitingar viðurkenninga til
íþróttafólks. Nýju reglumarfela
í sér að nú verða árlega veittar
sérstakar viðurkenningar í
hverri íþróttagrein, óháðar kjöri
íþróttamanns ísafjarðar, til
handa þeirra sem skarað hafa
fram úr í íþróttagrein sinni eða
sýnt annan lofsverðan árangur
á viðkomandi ári.
Einnig var samþykkt stórt og
mikilvægt mál þess efnis að öll
aðildarfélög innan ÍBÍ noti
samskonar ytri búninga, þ.e.a.s.
æfingagalla í sama lit og með
merki ÍBÍ og aðildarfélagsins
sjálfs. Þannig verða ísfirðingar
auðþekkjanlegirástærri íþrótta-
mótum þar sem mörg félög
koma saman.
Annað mál, sem tengist ári
tjölskyldunnar og hálfrar aldar
afmæli lýðveldis á íslandi, var
að meðlimir íþróttahreyfing-
arinnar munu gróðursetja trjá-
plöntur á afmörkuðu svæði
innan bæjarmarkanna sem enn
hefur ekki verið úthlutað. Það
hefur heldur ekki verið endan-
lega ákveðið hversu mörgum
trjám verður plantað, en hugs-
anlega verður um að ræða allt
að sex hundruð tré. Einnig er
fyrirhugað að halda eina alls-
herjar íþróttahátíð í bænum í
tengslum við lýðveldisafmælið
helgina 18. og 19. júní í fram-
haldi af hefðbundnum hátíða-
höldum þann 17. júní.
Svo verður haldin umfangs-
mikil ráðstefna á vegum IBI og
ISI í ágúst og á hana verða m.a.
boðaðir alþingis- og sveitar-
stjórnarmenn á Vestfjörðum og
umræðuefnið verður staða og
störf íþróttahreyfingarinnar á
öllum Vestfjörðum," sagði Jens
og bætti því við að nú væri