Víðförli - 15.07.1982, Page 7

Víðförli - 15.07.1982, Page 7
Farandkirkjur — með mörgum möguleikum Ýmsir kirkjunnar menn hér heima hafa haft af því spurnir, hvernig Dan- ir hafa í yfir 90 ár með heildarst jórnun skipulagt nauðsynlegar kirkjubygg- ingar á höfuðborgarsvæði sínu og víðar. Þeir stofnuðu fyrir þetta við- fangsefni, það sem þeir nefna Kirke- fondet. Framkvæmdastjóri Kirke- fondet, sr. Erik Normann Svensen, var hér á ferðinni í þessum mánuði sem þátttakandi í kirkjulegri, nor- rænni fjölmiðlaráðstefnu að Löngu- mýri. Hann hafði löngun til að sjá og fræðast um kirkjubyggingar hér á höfuðborgarsvæðinu og fékk hann þann, er þetta ritar til að fara með sér í hringferð á alla kirkjustaði prófasts- dæmisins. Þetta reyndist fróðleg ferð á björtum, fögrum sumardegi. Það sem skoðað var, bar miklu framtaki og fórnfýsi vitni, en vöntunin á heildar- stjórnun á skipulagi þessara mála var einnig mjög svo augljós. Til ársins 1940 var gamla Dóm- kirkjan eina kirkjuhús þjóðkirkju- manna í Reykjavík og söfnuðurinn var einn. Með lögum, sem Alþingi samþykkti 1940, var Reykjavíkur- söfnuði skipt í 4 söfnuði: Dómkirkju-, Hallgríms-, Laugarnes-, og Nessöfn- uð. Alþingi ákvað, að Dómkirkjusöfn- uði skyldi án endurgjalds afhent hin gamla Dómkirkja, en hinum söfnuð- unum var gert að sjá sér fyrir kirkju- húsum og fengu þeir til þess af ríkisfé samtals 300 þús. sem greiðast skyldu á 35 árum. Af þessari upphæð átti Hallgrímssöfnuður að fá stærst- an hluta, því að honum var ætlað að byggja hina stóru Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, sem verið hafði á dagskrá hjá Reykjavíkursöfnuði í all- mörg ár. Höfuðborgarsvæðið var gert að sérstöku prófastsdæmi, Reykja- víkurprófastsdæmi, en innan þess eru nú Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavogur. í þessu prófastsdæmi eru nú 16 prestaköll og 19 sóknarprestar starf- andi á vegum þjóðkirkjunnar, auk presta í sérþjónustu. Þeir sem hafa verið að verki í þjóðkirkjunni á höfuð- borgarsvæðinu og fylgst hafa með hinni öru þjóðfélagsþróun, hafa haft af því vaxandi áhyggjur, hve seint og þunglega kirkjunni hefur gengið að skapa sér viðunandi starfsaðstöðu. í prófastsdæminu eru nú 7 kirkjur í smíðum og 2 í undirbúningi, auk þess sem einn söfnuðurinn er að byggja safnaðarheimili við sína litlu sókn- arkirkju. Sum kirkjuhúsin hafa verið áratugi í smíðum vegna vöntunar á nauðsynlegum fjármunum og vegna skipulagsleysis og skorts á eðlilegri samvinnu kirkjunnar manna. Greinilegt er, að stjómvölds hafa lengst af verið skilningstreg á þarfir kirkjunnar fyrir eðlilega fjármuni fyrir hina umfangsmiklu starfsemi og þjónustu hennar. Kirkjunnar menn hafa ekki reynst eins aðgangsharðir um fjármuni við stjórnvöld og tals- menn annarra stofnana, og e.t.v. hef- ur djörfung þeirra og festa kirkjunnar vegna ekki verið sem skyldi. Og hæfni til heildarskipulagningar á notkun þeirra fjármuna, sem fyrir hendi hafa verið á hverjum tíma, hef- ur greinilega verið ábótavant. Núver- andi staða kirkjubygginga í Reykja- víkurprófastsdæmi er hrópandi dæmi um það. Ef það mætti verða til þess að hlífa væntanlegum söfnuðum í nýjum byggðum við sundin blá eða kring um vatnið rauða við því oft algjöra aðstöðuleysi, sem söfnuðir okkar og starfsmenn þeirra hafa lengi mátt búa við hér í þéttbýlinu, skal hér kynnt, hvernig Danir hafa farið að í þessum verkefnum, þ.e. með því að nota hinar svonefndu „Vandrekirk- er“. „Verkfæraskúr Jesú" svonefnd er „Vandrekirken" í Árósum (Hellig- ándskirken) - og er það réttnefni- slíkrar kirkju, því að verkfæraskúr rúmar alls kyns nytjaverkfæri í lítilli, yfirlætislausri byggingu. „Vandrekirke" er ekki of fín fyrir forfæringar á búnaði, þar sem hinn litli kirkjusalur, sem er hið eina stærra rými í kirkjunni, þarf að vera nothæfur fyrir alls konar starfsemi, allt frá guðsþjónustu á sunnudögum til æskulýðsheimilis á laugardögum. Inn á milli geta verið samkomur fyrir aldraða, kirkjukvöld, kirkjuskóli, full- orðinsfræðsla, skátastarf, ferming- arfræðsla o.fl. Listinn er nær óendan- legur og allt gerist þetta í hinu tiltölu- lega litla húsi með einum sal, eld- húsi, prestsherbergi, fatageymslu og snyrtingu. í „Vandrekirken" í Helsingjaeyri vart.d. sagt eftir samkomu með kaffi- veitingum: „Nú förum við yfir í kirkj- una,“ en það gerðist með því, að kaffiborðin voru fjarlægð og stólum raðað. Og þá var allt tilbúið til „kirkjugöngunnar"! Lítið Guðshús með mörgum möguleikum, það er „Vandrekirke". Meðan sóknin vex . . . Það er hinn mikli kostur þessa litla kirkjuhúss, að það er með frá byrjun hinnar nýju byggðar, þegar sóknin er fullbyggð, en hin stærri kirkja framtíðarinnar fullbyggð, til- búin fyrir þau viðfangsefni og athafn- ir, sem hin endanlega kirkja er ein hæf fyrir. Þegar því marki er náð, þá hefur sóknarfólkið betur lært að vera söfnuður, þökk sé hinni Utlu „Vand- rekirke “, því að í henni myndast sam - félag, sem flyst með inn í kirkjuhús f ramtíðarinnar. í ljós hefur komið, að kirkjubygg- inganefndir hafa reynst miklum mun hæfari til að móta þarfir og kröfur framtíðarkirkjunnar, eftir að hafa fengið reynslu af „Vandrekirken". Skapar samfélag Þessar kirkjur eru allar af mjög svo hóflegri stærð og einmitt þess vegna eru þær samfélagsmyndandi („Blessuð þrengslin," sögðu gömlu Þingeyingarnir), og það er líklega ástæðan fyrir því, að margir kveðja þær með söknuði, er þær eru fluttar í enn nýja byggð. Þetta kom fram, þegar Margrethe-kirkjan í Kaup- mannahöfn var vígð og „ Vandrekirk- en“, sem verið hafði athvarf safnað- arins í nokkur ár, var kvödd. „Þú Utla, blessaða kirkja, við munum sakna þín.“ Nýi söfnuðurinn, sem fær þessa „Vandrekirke" til afnota, mun ef- laust segja: „Þúlitla, blessaðakirkja, við hlökkum til að nota þig.“ Svo mörg eru þau orð. Hugsum um þau. Eigum við ekki að gera tilraun með slíka flytjanlega kirkju í komandi nýbyggðum okkar í þéttbýlinu? Eðli- legt væri, að kirkjubyggingasjóðir Reykjavíkurborgar og ríkisins leggðu fram stofnféð, en söfnuðurinn, sem nýtti kirkjuna, greiddi hóflega leigu, uns hann hefur komið sér upp eigin kirkju fyrir framtíðina. Á Jónsmessu '82 Hermann Þorsteinsson.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.