Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 3
Frá Bolungarvík. Tvö húsanna keyptu mennirnir á staðnum.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar þrjá menn
Af svikum með verðlít I hús
Á FÖSTUDAG sýknaði Hér-
aðsdómur Reykjavíkur þrjá
menn á aldrinum 32-44 ára af
ákærum um fjársvik með því
að kaupa verðlitlar eignir í háu
fasteigna- og brunabótamati og
að hafa með blekkingum reynt
að svíkja út lánsfé sem nam
margföldu verðmæti hinna veð-
settu eigna.
Ákæra gegn mönnunum tók
til viðskipta á árinu 1991 með
tjögur hús á Stokkseyri, Pat-
reksfirði og tveggja húsa í
Bolungarvík. Tveir mannanna
átti þátt í viðskiptum með þrjú
húsanna hvor en sá fjórði
tengdist kaupum á öðru húsinu
í Bolungarvík ásamt öðrum
hinna. Húsin á Vestfjörðum
voru keypt af Byggingasjóði
ríkisins fyrir 130-600 þúsund
krónur en fasteigna- og bruna-
bótamat þeirra var margfalt
hærra. Tekin voru lífeyrissjóðs-
lán, oft út á réttindi aðila sem
kaupendurnir komust í sam-
band við í gegnum smáaug-
lýsingar, og voru lánin samtals
í hverju tilviki mun hærri að
fjárhæð en sem nam kaup-
verðinu. Var ekki greitt af
lánunum og aðeins í einu til-
vika lét lífeyrissjóður kanna
ástand eignarinnar sem átti að
veðsetja og kom þá upp úr
kafinu að um fjárhús var að
ræða og stöðvaðist því lánsum-
sóknin.
I dóminum kemur fram að
ákærðu hafa orðið sér úti um
verulegan ávinning sem þeir
áttu ekki rétt til og verði ekki
annað séð en að það sé á kostnað
lántakendanna en eins og málið
hafi verið lagt fyrirdóminn geti
ekki komið til álita hvort
ákærðu hafi gerst sekir um brot
á öðrum ákvæðum almennra
hegningarlaga í viðskiptum.
Með þessum viðskiptum taldi
ákæruvaldið mennina hafa gerst
seka um fjársvik en í niður-
stöðum Péturs Guðgeirssonar
héraðsdómara segir að alkunna
sé að markaðsverð fasteigna
Laus staða
gjaldkera
íslandsbanki á ísafirði auglýsir starf
gjaldkera laust til umsóknar. Vinnutími
gjaldkera er kl. 09-17 virka daga.
Viðkomandi þarf að hefja störf fljótlega.
Upplýsingar um starfið veita Halldór
Margeirsson og Ægir Páll Friðbertsson í
síma 3744.
ÍSLANDSBANKI
Utibúiö á Isafiröi • Hafnarstræti 7 • Sími 3744
utan Reykjavíkursvæðisins sé
oft mun lægra en opinbert mat
og séu góðar eignir víða verð-
lausar í þeim skilningi að þær
seljist ekki. Lengst af hafi ekki
verið talið hæft að miða við
markaðsverð fasteigna þegar
veðhæfi þeirra væri metið enda
hafi lánveitendur lengst af ekki
gengið eftir öðrurn upplýs-
ingum en vottorðum um fast-
eigna- og brunabótamat og
miðað lánsfjárhæð við ákveðið
hlutfall af þeim.
Olíulélagið ESSO__________________
Hainarstræti 6 • Sími3990 • Fax5290
Max fatnaöur
Regnfatnaöur
Gallar viö allra hæfi
Leikföng
Olíuvörur í úrvali
Allt í bílinn
• j
-V
3
y
Áfengi
unglinga
heiit niður
Mikil ölvun var á
götum ísafjaróar á
föstudagskvöld að
sögn lögreglunnar á
ísafirói. Mest bar á
ölvun unglinga en
sama kvöld var haldin
árshátíð Framhalds-
skóla Vestfjaróa.
Sérstakt eftirlit var
með nemendum
skólans þetta kvöld og
voru fjölmargir þeirra
stöóvaðir með áfengi
undir höndum. Var því
hellt niður að þeim
vióstöddum og var þar
um mikið magn aó
ræða. Að sögn lög-
reglunnar, hefur hún
vitneskju um hvar
áfengi unglinga er
falið, og mega þeir
hinir sömu því eiga von
á að lögreglan heim-
sæki þá staði með það
aö markmiói aó hella
áfenginu nióur.
Ljósin
í lag
Lögreglan á ísafirði
hefur undanfarna daga
verið með herferó í
gangi varðandi Ijósa-
búnað bifreióa en
nokkuð hefur borið á
því að þau væru ekki í
lagi. Vill lögreglan
beina þeim tilmælum
til ökumanna að þeir
komi Ijósamálum
bifreiða sinna í lag
sem fyrst svo komist
verði hjá frekari aó-
gerðum.
Herferð
gegn
iagningu
ökutækja
Þessa vikuna stend-
ur yfir herferó á vegum
lögreglunnar vegna
lagningu ökutækja á
ísafirði og nágrenni. Að
sögn lögreglunnar
hefur ökutækjum verið
lagt ólöglega um allan
bæ og í mörgum
tilfellum hefur þeim
verió lagt á öfugum
vegkanti en slík lagn-
ing getur skapað
hættuástand. Nefndi
lögreglan sem dæmi
að lagning ökutækja á
Skutulsfjarðarbraut
væri með öllu óheimil,
en litið hefði verið fram
hjá því að undanförnu
vegna þess ástands
sem ríkt hefói í Holta-
hverfi. Nú þegar götur
hafa verió opnaðar
verður tekið hart á
ólöglegum lagningum
ökutækja og verður
sektum beitt að sögn
lögreglunnar.
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
3