Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 12
VIFILFELL HF Sími 5490 Fax 5491 Opið frá kl. 8 til 17 - þegar aiþingi hefur samþykkt breytingar á ákvæði til laga um Viðlagatryggingu sem tekin verður fyrir á næstu dögum „ÞAÐ er ekki kominn endan- leg dagsetning ennþá en björt- ustu vonir manna standa til að hægt verði að opna svæðið mánudaginn 20. febrúarnk. Við erum að vonast til að fulltrúi ítalska fyrirtækisins, sem selur okkur lyfturnar, geti komið hingað í næstu viku en hann mun sjá um að fínstilla allan tækjabúnaðinn sem og að splæsa saman víra. Gangi það eftir gæti svæðið opnast þann 20.,” sagði Eyjólfur Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar Isafjarðarkaupstaðar í samtali við blaðið á mánudag. „Við höfum óskað eftir því við bæjarráð að fá keyptan annan snjótroðara en meðan að ekki hefur verið gengið frá / J IJ ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ I / #7 Á VESTFJÖRÐUM öiurnHU /4. nuvcmocn iutw HOLLAND ELECTRO ryksugur Verð frá kr. 12.945,- HAFNÆRsfRkjI í /eit að fæðu Rjúpu þessa festi ijósmyndari BB á fiimu síðastiiðinn miðvikudag fyrir utan hús Vegagerðar ríkisins í Dagverðardai, en þar varhún augijósiega íætisieit. Mikiii snjór er tii fjaiia og þvíerfitt fyrir rjúpuna að afia sér fæðu þar. Þá ieitar hún tii byggða, þar sem frekari von er á magafyiii. þeim tryggingarbótum sem eiga að koma úr Viðlagasjóði, hefur ekki fengist heimild til kaup- anna. Ég held að búið sé að gera upp allt sem tryggt var en þær bætur sem ríkisstjórnin ætlaði að koma til okkar í gegnum Viðlagatryggingu eru mér vitandi ókomnar,” sagði Eyjólfur. „Við erum búnir að fá tjónið greitt sem er um 30 milljónir króna. Ríkisstjórnin eða Við- lagatrygging mun síðan bæta okkur upp restina en það er ekki komið enn. Framhald fram- kvæmda í dölunum tveimur stranda á þessum fjármunum, þar á meðal kaup á nýjum snjó- troðara, en þetta setur okkur ákveðnar skorður því við getum ekki ausið endalaust úr bæjar- sjóði. Það liggur fyrir skýr og afdráttarlaus yfirlýsing frá ríkinu þess efnis að þeir muni bæta okkur tjónið og við höfum enga aðra ástæðu en að treysta því. Ég het'ekki nákvæma stöðu í dag en við erum búnir að setja töluvert fjármagn umfram bæt- ur í þetta verkefni,” sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri. „Ástæðan fyrir því að þessir fjármunir hafa ekki skilað sér enn er sú að það var ekki búið að afgreiða frumvarpið. Ég vann að því í gær og fyrradag að fá þingnefndina til að af- greiða málið og það gerði hún á fundi sínum í morgun. Þar er búið að gera ráð fyrir því að sú breyting verði gerð á ákvæði til bráðabirgða í lögum til Við- lagatryggingu að Viðlagasjóður skuli greiðaþetta. Hérerum að ræða 90 milljónir króna sem greiddar verða til bæjarfélagsins um leið og þetta hefur verið afgreitt sem lög frá alþingi og því ætti þetta ekki að taka langan tíma til viðbótar. Þetta er komið í gegnum þingnefnd- ina en það hefur tekið alltof langan tíma að mínu mati,” sagði Sighvatur Björgvinsson, ráðherra í samtali við blaðið. Hvers vegna bjóða F/ug/eiðir upp á f/eiri ferðir ti! Vestmannaeyja en ísafjarðar þrátt fyrir minni farþegafjöida? Náum ekki fleiri ferðum vegna birtuskilyrða - segir Páll Halldorsson yfírmaður innanlandsflugs Flugleiða ÁHUGAMAÐUR um flug- samgöngur til og frá norðan- verðum Vestfjörðum hafði sam- band við blaðið og benti á það misræmi sem væri í sætafram- boði Flugleiða til svæðisins, samanborið við Vestmanna- eyjar, þrátt fyrir að yfir 3.200 fleiri farþegar færu með félag- inu til Vestfjarða. Benti við- komandi á, að á báðum þessum stöðum byggju um fimm þús- und manns og að á árinu 1993 het'ðu 38.313 farþegar flogið með Flugleiðum til Eyja en 41.512 farþegar til norðan- verðra Vestfjarða. Til Vest- manneyja bjóða Flugleiðir þrjár ferðir á dag að vetrarlagi, eða 19 ferðir á viku á sama tíma og aðeins tvær ferðir væru til ísa- fjarðar, eða þrettán ferðir á viku. Til að fá upplýsingar um þennan mismun á sætaframboði hafði blaðið samband við Pál Hall- dórsson, yfirmann innanlands- flugs Flugleiða. „Aðalatriðið eru birtuskil- yrðin á ísafirði. Við náum ekki fleiri en tveimur ferðum á dag yfir vetrartímann vegna þessa. Við þurfum að lýsa upp fjöllinn í kring til þess að geta flogið til ísafjarðar í myrkri en það er of kostnaðarsamt fyrir okkur. Hvað varðar þriðju ferðina til Vestmannaeyja, þá var sú ferð sett upp á meðan að við höfðum fjórðu flugvélina f rekstri en þar sem hún hefur verið leigð til Svíþjóðar eigum við í erfið- leikum með að standa við þá áætlun. En fyrst of fremst eru það birtuskilyrðin sem há okkur á ísafirði,” sagði Páll. Sami áhugamaður um flug- samgöngur til og frá norðan- verðum Vestfjörðum vildi einn- ig fá að vita, hvenær lágmarks öryggiskröfum til flugsá vegum félagsins til Vestmannaeyja hafi verið breytt og hvers vegna? „Breytingarnar hafa staðið yfir um tveggja ára skeið og í raun voru reglurnar hertar. Flugmálastjórn gefur út reglur sem gilda fyrir ákveðinn vind í ákveðnum stefnum. Síðan gefa Flugleiðir út sérreglur sem byggjast á reglum Flugmála- stjórnar og hæfni Fokker-vél- anna. I Vestmannaeyjum, þar sem ég þekki vel til, munar stundum 4-5 hnútum í ákveðn- um vindáttum þar sem okkar reglureru lægri ogástæðan fyrir því að þessum lágmarkskröfum var breytt, er sú að búið er að setja upp ný aðflugstæki í Vest- mannaeyjum. Það hafa verið sett upp Ijós í fjöllin í kringum völlinn, stefnuvita og fleira og allt þetta hefur bætt flugskil- yrði til Eyja á sama tíma og skilyrði til flugs til Isafjarðar hafa verið óbreytt. Til að ná sömu hæfni út af flugskilyrðum til ísafjarðar þurfum við að fara út miklar framkvæmdir auk þess sem allaraðstæðureru mun erfiðari,” sagði Gunnar Sigur- finnsson hjá Flugleiðum í sam- tali við blaðið. RITSTJORN 4564 • AUGLYSINGAR OG ASKRIFT

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.