Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 4
I Óháð vikublað Ábyrgðarmenn: á Vestfjörðum Sigurjón J. TJtgefandi: Sigurðsson H-prent hf. og Halldór Sólgötu 9, Sveinbjörnsson 400 ísafjörður Útgáfudagur: s 94-4560 Miðvikudagur J 94-4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Bæjarins besta er aðili að samtök- um bæjar- og héraðsfréttáblaða Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið ijlj ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ I 11 1 Á VESTFJÖRÐUM R / R J STOFNAD14. NOVEMBER1984 Orð vega þungt „Oft lifa þeir lengi sem me(5 orðum eru vegnir,” segir íslenskur málsháttur. Islendingar hafa löngum stært sig af orðsins list. Fjöl- breytileiki tungunnar er mikill og viðbrugðið er orðgnótt og ritfærni margs landans. En orð vega þungt. Töluð orð verða ekki aftur tekin. „Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað,” sagði Pílatus forðum. Fyrri tíma skáld okkar áttu það til að yrkja níð, þegar þeim fannst að þeim vegið og stundum þurfti reyndar ekki meira til en að þeim sinnaðist illa við einhvern sveitunga. Fjölmargar sagnir herma frá áhrínsvísum sem voru ætlaðar til að koma viðtakanda fyrir kattarnef. Orðhákar núdagsins yrkja ekki dýrt kveðnar níðvísur til að koma andstæðingum sínum á kné. Sú orðsins list leikur þeim fæstum á tungu. Vanmátturinn segir til sín á ýmsa vegu. Hálfkveðnarvísurmeð spumingamerki liggja léttar fyrir. Olyginn sagði mér. A mánudaginn voru hin svokölluðu íslensku bók- menntaverðlaun veitt eina ferðina enn. Á jólabókaver- tíðinni eru nokkrar bækur pikkaðar út úr straumnum og stimplaðartil hugsanlegra verðlauna. Þessi stimpill mælist misjafnlega vel fyrir, jafnvel meðal rithöfunda, og er langt í frá að hann tryggi sölu svo sem áþreifanleg dæmi sanna. Rithöfundar eru nefnilega misjafnlega góðir, eins og einn þeirra komst að orði, þá duga stimplarnir skammt. Fámenn útvalin klíka er þess heldur ekki umkomin að segja almenningi fyrir verkum um hvaða bækur eigi að kaupa eða lesa. Svo einfalt er það nú. „Og þegar mennfrá grafreit mínum ganga, / þá gleymist það, að ég hefverið til,” sagði þjóðskáldið frá Fagra- skógi í niðurlagserindi kvæðisins Moldin angar. Hinn 21. janúar sl., voru 100 ár frá fæðingu Davíðs Stefánssonar. Þessa var minnst á verðugan hátt. Þótt því fari fjarri að þarna hafi skáldinu ratast satt á munn þá vantar það ekki að seinni tíma skáld og „andans menn” reyndu sumir hverjir að vega Davíð með orðum með því að gera lítið úr skáldskap hans. En Davíð lifir og mun lifa svo lengi sem Islendingar unna ljóðum. Ummæli stjórnmálaforingja, sem telja skáldskap hans veruleikafirrtan, skipta engu máli. Orðsins menn hafa kveikt á kyndlum sínum. Stjórn- málamenn vilja hefta málfrelsi og binda það í stjórnar- skrá, segja þeir. Fréttahaukar hafa beint spjótum sínum að formanni almannavarna á Isafirði. Þeir gátu ekki lengi dulið gremju sína yfir fréttabanni sem þeir segja að ríkt hafi meðan mestu hörmungarnar í Súðavík gengu yfir. Menn eiga að vera frjálsir til orðs og æðis. Það þýðir þó ekki að menn geti gert, eða sagt, hvað sem er og hvenær sem er. Frelsi fylgir ábyrgð, sem ekki verður vikist undan. Þegar þessi sannindi gleymast er auðvelt að vega menn með orðum. s.h. ,,Því er ekki að neita aá sumum fannst mikið tii um ágengni frétta- og biaðamanna meðan enn var ieitað fó/ks í rústum við erfiðar aðstæður. ” Súðavíkog fjölmiðlarnir SNJÓFLÓÐIÐ í Súðavík hinn 16. janúar síðastliðinn er eitt hinna mannskæðari á ís- landi. Á þessari öld, sem brátt er komin á enda, hefur aðeins eitt einstakt snjóflóð kostað fleiri líf. Það var 1910 í Hnífs- dal, en þá fórust 20 manns. Siglufjarðarflóðin 1919 hafa verið nefnd sem önnur mann- skæðustu snjóflóðin á öldinni, en um var að ræða nokkur flóð. I snjóflóðinu sent féll á móts við kaupstaðinn á Hvanneyri létust 9 manns, í Héðinsfirði fórust tveir, hvor í sínu lagi og lokst fórust 7 í Siglufjarðar- dölum. Samtals varð mann- tjónið í apríl 1919 því 18 manns. Fyrir rúmum 20 árum fórust 12 í snjóflóði á Neskaupstað, í desember 1974. Öll þessi snjóflóð teljast því hluti íslandssögunnar og þar á meðal Súðavíkurflóðið. Enginn bjóst við neinu þvíumlíku fremur en því að búist hefði verið við snjóflóði í Reykhóla- hreppi, en við bæinn Grund féll eitt og kostaði mannslíf og annar slasaðist. Engan skyldi því undra þótt slíkurhörmungaratburðurteljist fréttnæmur og fjölmiðlar telji það skyldu sína að birta fréttir, frásagnir, ljósmyndir og kvik- myndir af þessum atburðum. Um þá meginstefnu geta vafa- Iítiðallirveriðsammála. En svo vakna margar spurningar. Síðastliðinn miðvikudag, 8. febrúar 1995, var haldinn fundur í Blaðamannafélagi ís- lands. Um slíkt fundarhald er ekki nema gott eitt að segja. Þeir sem vilja verja tíma sínum á fundum eiga að fá að gera það í friði og fá að tala eins mikið og þeim sýnist um hugðarefni sín. En ýmsum fannst það vel til fundið hjá blaðamönnum, sem samkvæmt skilgreiningunni teljast víst vera allir þeir er starfa við fréttaöflun og dreifingu og kallast þá fréttamenn, að segja frá þessum fundi sínum í fjöl- miðlum. Óneitanlega er þetta snjöll aðferð fréttamannanna sjálfra til þess að koma fréttum sínum á framfæri. En um hvað fjallaði fréttin í Morgunpóstinum og á Stöð 2? Hún snerist aðallega um það hvað Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, væri erfiður fréttamönnum. Helsta umkvörtunarefnið var að Ólafur Helgi, sýslumaður, hefði haldið fréttamönnum í gíslingu. Það er nú svo að við ísfirðingar höfum ekki alltaf verið sam- mála um eiginleika Ólafs Helga, sem hefur svo sem víða komið við hér vestra, verið í bæjar- stjórn og bæjarráði á ísafirði, í stjórn Orkubús Vestfjarða og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, að öðru slepptu. Getur það virkilega verið að hann hafi sett fréttamennina í stofufangelsi í Súðavík? Heldur er það nú ótrúlegt. Því er ekki að neita að sumum fannst mikið til um ágengni frétta- og blaðamanna meðan enn var leitað fólks í rústum við erfiðar aðstæður. Ekki má gleyma því, að allan tímann gerðu þeir, sem áttu ástvini ót'undna, sér vonir um að þeir fyndust á lífi. Hver getur ekki sett sig í þau spor? Á þessum óvissutíma foreldra, systkina, batna og annarra ástvina töldu margir það ekki aðalatriðið að lýst væri í hvernig ástandi lifandi eða látnir fundust. Allir hljóta að vera sammála um það að fyrst og fremst bar að leggja áherslu á það að finna þá sem týndir voru. Einnig þurfti að tryggja öryggi þeirra fórnfúsu björgunarsveitarmannaaf Vest- tjörðum og landinu öllu, sent leituðu. Þeir lögðu sig í lífs- hættu í veðri sent náði 12 vind- stigum, blindbyl, bæði ofan- komu og skafrenningi og höfðu hvorki hugmynd um það hvort og þá hvenær næsta snjótlóð mundi falla. Það varekki fært landleiðina til Súðavíkur, nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að moka en tókst ekki nærri strax vegna veðurs. Þó er fullvíst að þeir sem það reyndu drógu ekki af sér. Það var ekki fært sjóleiðina, nema af því að neyðarástand rfkti og gekk á ýmsu. Fróðlegt væri að taka viðtal við skip- stjórana á Fagranesi og Haf- fara, að minnsta kosti og helst alla sem voru í ferðinni. Lýsingar björgunarsveitar- manna á störfum sínum voru þannig að enginn sem átti ekki brýnt erindi hafði neitt út að gera. Og hvað var þá að? Getur verið að sýslumaðurinn, þessi Ólafur Helgi Kjartansson, hafi talið sig vera að gæta öryggis þeirra sem voru í Súðavík, jafnt félaga í Blaðamannafélagi Is- lands sem annarra? Til þess að fá botn í málið er nauðsynlegt að fá upplýst undir hvaða formerkjum fundurinn var haldinn fyrir einni viku. Enginn hefur spurt sýslu- manninn að því, Itvað fyrir honum vakti. En miðað við þá kurteisi að gæta þess að að- standendur verði fyrstir til að frétta af láti fólksins síns og þess að ekki verði fleiri lífum stefnt í hættu en nauðsynlegt telst, þá virðist yfirsjón hans ekki stór, ef hún er þá nokkur. Snjór, snjór og aftur snjór.. pað er ekki hægt að segja annað en að Vestfirðingar hafi orðið iHiieaa varir við snió bar fjórar vikur að e/stu menn muna vart eftir öðru eins snjó- fargi. / öllum kaupstöðum og þorpum á Vestfjörðum hefur nánast allt verið á kafi í snjó og hafa starfsmenn bæjarfé/aganna haft t nógu að snúast og jafnvei unnið á vöktum at/an só/ar- hringinn. Þá hafa íbúðareigendur haft inógu að snúast við mokstur frá híbý/um sínum sem og starfs- menn fyrirtækja. Meðfy/gjandi mynd var tekin í iok siðustu viku er starfsmenn íshúsfé/ags is- firðinga hf., voru að hreinsa snjó afþaki hússins en þarhafði skafið i stóra skaf/a eins og sjá má. 4 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.